Ríkið reynt að hafa þinglýstar jarðir af bændum með valdi Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2024 13:55 Brandur Magnússon og Kristín Lárusdóttir, bændur á Syðri-Fljótum í Skaftárhreppi. Einar Árnason Bændur á Syðri-Fljótum segja ríkisstofnanir hafa reynt í tæp tíu ár að hafa af sér þinglýstar jarðir með valdi. Samkvæmt opinberum kortasjám er ríkið búið að eigna sér stóran hluta jarðar þeirra og er beiðnum um leiðréttingu ekki svarað eða þá stofnanir vísa hver á aðra. Kristín Lárusdóttir, bóndi á Syðri-Fljótum, kom í Bítið til að segja frá tilraunum Landgræðslunnar og Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir (FSRE) til að hafa þinglýstar eignir af þeim hjónum. Hún rekur sögu málsins sem nær mörg ár aftur í tímann. „Forsagan er sú að við keyptum tvær jarðir fyrir 26 árum, Syðri-Fljót og Slýja. Þegar við kaupum kemur fram að Sigríður sem bjó á Syðri-Fljótum afsalaði sér smá hluta, einhverjum tíu-tuttugu hektörum, úr landi Slýja til að setja inn í landgræðslugirðingu,“ segir Kristín. „En við sameinum þessar jarðir '98 og þetta eru allt þinglýstir og opinberar pappírar hjá sýslumanni. En það er girðing '54 milli Eldvatns og Kúðafljóts sem bændurnir girða og Landgræðslan er með í þessu. Þegar við komum hingað er þessi girðing löngu ónýt,“ segir hún. Landgræðslustjóri eignaði sér allt landið Deilurnar um land þeirra hjóna rekur Kristín níu ár aftur í tímann og koma þar ýmsar stofnanir við sögu. „Árið 2015 kom Sveinn Runólfsson [landgræðslustjóri] í heimsókn og segir okkur að Landgræðslan eigi allt landið og hann ætti Slýjana sem við þykjumst vera eigendur að. Hann kemur með landamerkjakort sem er alveg út úr kú. Og við erum búin að fá fleiri landakort, þrjú eða fjögur, frá landgræðslunni og allt með ólíkum landamerkjum,“ segir hún. „Síðan kemur Marvin [Ívarsson] frá Framkvæmdasýslunni í heimsókn en hann vill sátt við okkur. Hann kemur með landamerkjakort sem er alveg eins og kortið frá Sveini, með kolvitlaus landamerki,“ segir hún. „Þá förum við nú að biðja um þinglýst gögn um að þeir eigi þetta. Þeir sýna okkur þetta skjal frá '44 sem er allt annað land en það sem þau eru að ásælast núna,“ segir Kristín. Skjalið undirritað af látinni konu Eftir það hafi þeim verið sýnt annað skjal sem var heldur betur óvenjulegt. „Þá koma þeir með skjal frá '54 sem er óþinglýst, ódagsett með engum vottum og Sigríður sem skrifaði undir 1954 dó 1952 og það var búið að þinglýsa þessu öllu á fósturdótturina 1953,“ segir Kristín. Og skrifaði hún samt undir, tveimur árum eftir að hún lést? „Samkvæmt þessu skjali sem þeir veifa framan í okkur núna,“ segir Kristín. Er það ekki skjalafals? „Ef maður skoðar þessar undirskriftir þá er þetta náttúrulega allt önnur skrift '44 og '54. Þegar þú ert búin að liggja í kirkjugarðinum í tvö ár þá skrifarðu ekki eins,“ segir hún. Landið skyndilega orðið eign ríkisins „Við gerðum aldrei neitt eftir heimsókn Sveins og Marvins af því við hugsuðum þeir geta ekki náð af okkur þinglýstum eignum,“ segir Kristín. „En svo núna fyrir fjórtán mánuðum, í janúar í fyrra, þá er okkur bent á vefsjá hjá FSRE. Þá eru komin þar inn landamerki þar sem landið okkar er að stórum hluta merkt „Mörk ýmissa landa og lóða í eigu ríkisins“ og af rúmum 4.000 hekturum sem við eigum eru 400 settir sem okkar eign. Restina merkir ríkissjóður sér,“ segir Kristín. Og hvaða bolti fer þá að rúlla? „Við förum stöðugt að senda á FSRE og Landgræðsluna. Við eigum fullt af tölvupóstum þar sem við biðjum um að þetta verði leiðrétt og farið eftir þinglýstum gögnum. Við sendum á landgræðslustjóra fyrrverandi, opinbera starfsmenn Fjársýslunnar og fjármálaráðuneytið. Við krefjumst þess að þetta verði leiðrétt og við viðurkenndir eigendur,“ segir hún. „En það er bara eins og að berjast við vindmyllur. Við biðjum um fund við allar þessar stofnanir en það er aldrei hægt að verða við því. Á öllum þessum stofnunum eru lögfræðingur en það er aldrei hægt að gera neitt og svo fara stofnanir að benda hver á aðra. Loksins viðurkennir starfsmaður FSRE í mars í fyrra að við séum þinglýstir eigendur og þá héldum við nú að þetta færi að hætta,“ segir Kristín. Landgræðslustjóri hafi leitað sannana á elliheimili „Þá sendir Árni [Bragason, fráfarandi landgræðslustjóri] okkur tölvupóst í maí þar sem hann segir „Við höfum sent tilllögu til Ríkiseigna um að ríkið geri ekki kröfur til landsins enda teljum við pappírana þess eðlis“, segir Kristín. „Sama dag sendir Árni bréf á FSRE sem var einhliða og fullt af rangfærslum og þá á að fara í mál við okkur og finna eitthvað til að sanna að þeir eigi þetta land.“ „Í bréfinu kemur fram að Sveinn Runólfsson fór að heimsækja fyrrverandi nágranna okkar upp á elliheimili með upptökuvél og reynir að fá sönnun á því að við eigum ekki þetta land,“ segir hún. Ríkið reyni að ná löndum af fólki um allt land „Í maí í fyrra vísaði Landgræðslan þessu til FSRE sem vísaði því á fjármálaráðuneytið sem vísaði í lögmannstofu út í bæ og í júní í fyrra enduðum við með þinglýsta pappíra og með það í hausnum að við fáum á okkur stefnu. Maður þorir varla út í póstkassann,“ segir Kristín. „Lögmannsstofan virðist hafa óheftan aðgang að fjármagni hjá ríkissjóði en við fáum aldrei að koma okkar á framfæri,“ segir hún og bætir við að þau séu búin að bíða í níu mánuði eftir svari frá lögmannsstofunni. Veistu til þess að fleiri standi í svona rimmum við ríkið? „Nágrannir okkar standa í þessu sama líka. En svo er þetta um allt land sem ríkið og Landgræðslan eru að reyna að ná löndum af fólki. Eftir að ég setti þetta á Facebook þá hefur fullt af fólki haft samband við mig sem er í sömu stöðu en það þorir enginn að segja neitt því á það von á herskara af lögfræðingum,“ segir Kristín. Uppfærð frétt: Í upphaflegri frétt og viðtali Bítisins talaði Kristín um Fjársýslu ríkisins þegar hið rétta er Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE). Það hefur verið leiðrétt. Skaftárhreppur Skógrækt og landgræðsla Jarða- og lóðamál Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Kristín Lárusdóttir, bóndi á Syðri-Fljótum, kom í Bítið til að segja frá tilraunum Landgræðslunnar og Framkvæmdasýsluna - Ríkiseignir (FSRE) til að hafa þinglýstar eignir af þeim hjónum. Hún rekur sögu málsins sem nær mörg ár aftur í tímann. „Forsagan er sú að við keyptum tvær jarðir fyrir 26 árum, Syðri-Fljót og Slýja. Þegar við kaupum kemur fram að Sigríður sem bjó á Syðri-Fljótum afsalaði sér smá hluta, einhverjum tíu-tuttugu hektörum, úr landi Slýja til að setja inn í landgræðslugirðingu,“ segir Kristín. „En við sameinum þessar jarðir '98 og þetta eru allt þinglýstir og opinberar pappírar hjá sýslumanni. En það er girðing '54 milli Eldvatns og Kúðafljóts sem bændurnir girða og Landgræðslan er með í þessu. Þegar við komum hingað er þessi girðing löngu ónýt,“ segir hún. Landgræðslustjóri eignaði sér allt landið Deilurnar um land þeirra hjóna rekur Kristín níu ár aftur í tímann og koma þar ýmsar stofnanir við sögu. „Árið 2015 kom Sveinn Runólfsson [landgræðslustjóri] í heimsókn og segir okkur að Landgræðslan eigi allt landið og hann ætti Slýjana sem við þykjumst vera eigendur að. Hann kemur með landamerkjakort sem er alveg út úr kú. Og við erum búin að fá fleiri landakort, þrjú eða fjögur, frá landgræðslunni og allt með ólíkum landamerkjum,“ segir hún. „Síðan kemur Marvin [Ívarsson] frá Framkvæmdasýslunni í heimsókn en hann vill sátt við okkur. Hann kemur með landamerkjakort sem er alveg eins og kortið frá Sveini, með kolvitlaus landamerki,“ segir hún. „Þá förum við nú að biðja um þinglýst gögn um að þeir eigi þetta. Þeir sýna okkur þetta skjal frá '44 sem er allt annað land en það sem þau eru að ásælast núna,“ segir Kristín. Skjalið undirritað af látinni konu Eftir það hafi þeim verið sýnt annað skjal sem var heldur betur óvenjulegt. „Þá koma þeir með skjal frá '54 sem er óþinglýst, ódagsett með engum vottum og Sigríður sem skrifaði undir 1954 dó 1952 og það var búið að þinglýsa þessu öllu á fósturdótturina 1953,“ segir Kristín. Og skrifaði hún samt undir, tveimur árum eftir að hún lést? „Samkvæmt þessu skjali sem þeir veifa framan í okkur núna,“ segir Kristín. Er það ekki skjalafals? „Ef maður skoðar þessar undirskriftir þá er þetta náttúrulega allt önnur skrift '44 og '54. Þegar þú ert búin að liggja í kirkjugarðinum í tvö ár þá skrifarðu ekki eins,“ segir hún. Landið skyndilega orðið eign ríkisins „Við gerðum aldrei neitt eftir heimsókn Sveins og Marvins af því við hugsuðum þeir geta ekki náð af okkur þinglýstum eignum,“ segir Kristín. „En svo núna fyrir fjórtán mánuðum, í janúar í fyrra, þá er okkur bent á vefsjá hjá FSRE. Þá eru komin þar inn landamerki þar sem landið okkar er að stórum hluta merkt „Mörk ýmissa landa og lóða í eigu ríkisins“ og af rúmum 4.000 hekturum sem við eigum eru 400 settir sem okkar eign. Restina merkir ríkissjóður sér,“ segir Kristín. Og hvaða bolti fer þá að rúlla? „Við förum stöðugt að senda á FSRE og Landgræðsluna. Við eigum fullt af tölvupóstum þar sem við biðjum um að þetta verði leiðrétt og farið eftir þinglýstum gögnum. Við sendum á landgræðslustjóra fyrrverandi, opinbera starfsmenn Fjársýslunnar og fjármálaráðuneytið. Við krefjumst þess að þetta verði leiðrétt og við viðurkenndir eigendur,“ segir hún. „En það er bara eins og að berjast við vindmyllur. Við biðjum um fund við allar þessar stofnanir en það er aldrei hægt að verða við því. Á öllum þessum stofnunum eru lögfræðingur en það er aldrei hægt að gera neitt og svo fara stofnanir að benda hver á aðra. Loksins viðurkennir starfsmaður FSRE í mars í fyrra að við séum þinglýstir eigendur og þá héldum við nú að þetta færi að hætta,“ segir Kristín. Landgræðslustjóri hafi leitað sannana á elliheimili „Þá sendir Árni [Bragason, fráfarandi landgræðslustjóri] okkur tölvupóst í maí þar sem hann segir „Við höfum sent tilllögu til Ríkiseigna um að ríkið geri ekki kröfur til landsins enda teljum við pappírana þess eðlis“, segir Kristín. „Sama dag sendir Árni bréf á FSRE sem var einhliða og fullt af rangfærslum og þá á að fara í mál við okkur og finna eitthvað til að sanna að þeir eigi þetta land.“ „Í bréfinu kemur fram að Sveinn Runólfsson fór að heimsækja fyrrverandi nágranna okkar upp á elliheimili með upptökuvél og reynir að fá sönnun á því að við eigum ekki þetta land,“ segir hún. Ríkið reyni að ná löndum af fólki um allt land „Í maí í fyrra vísaði Landgræðslan þessu til FSRE sem vísaði því á fjármálaráðuneytið sem vísaði í lögmannstofu út í bæ og í júní í fyrra enduðum við með þinglýsta pappíra og með það í hausnum að við fáum á okkur stefnu. Maður þorir varla út í póstkassann,“ segir Kristín. „Lögmannsstofan virðist hafa óheftan aðgang að fjármagni hjá ríkissjóði en við fáum aldrei að koma okkar á framfæri,“ segir hún og bætir við að þau séu búin að bíða í níu mánuði eftir svari frá lögmannsstofunni. Veistu til þess að fleiri standi í svona rimmum við ríkið? „Nágrannir okkar standa í þessu sama líka. En svo er þetta um allt land sem ríkið og Landgræðslan eru að reyna að ná löndum af fólki. Eftir að ég setti þetta á Facebook þá hefur fullt af fólki haft samband við mig sem er í sömu stöðu en það þorir enginn að segja neitt því á það von á herskara af lögfræðingum,“ segir Kristín. Uppfærð frétt: Í upphaflegri frétt og viðtali Bítisins talaði Kristín um Fjársýslu ríkisins þegar hið rétta er Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir (FSRE). Það hefur verið leiðrétt.
Skaftárhreppur Skógrækt og landgræðsla Jarða- og lóðamál Stjórnsýsla Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira