Guardian segir frá því að enska úrvalsdeildin hafi ákveðið að taka fjögur stig af Nottingham Forest vegna brota á rekstrarreglum. Formleg tilkynning á að koma út í dag en það er líka búist við því að félagið áfrýi þessum dómi.
Vegna þessa eru nýliðarnir dottnir niður í fallsæti, einu sæti á eftir Luton Town sem situr í síðasta örugga sætinu. Hin liðin í fallsæti eru Burnley og Sheffield United.
Everton er nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti en það voru tekin sex stig af Everton fyrr í vetur vegna brota á rekstrarreglum.
Nottingham Forest er nýliði í deildinni og hafði ekki spilað í deildinni í 23 ár þegar Forest komst upp síðasta vor.
Forest skipti nánast öllu liði sínu út eftir að liðið fór upp. Alls hefur félagið fengið til sín 42 leikmenn og borgað fyrir þá í kringum 250 milljónir punda.
Nottingham Forest have just received a four-point deduction for breaching Premier League s profitability and sustainability rules.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 18, 2024
Decision confirmed, as @Will_Unwin has reported. pic.twitter.com/60dy53CoHI