Ætlar að verða betri en stóri bróðir Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2024 08:31 Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Handboltamaðurinn Arnór Viðarsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hann stefnir að því að verða betri en stóri bróðir sinn. Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu. Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu.
Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira