Bankastjóri segir það hennar hlutverk að reka Landsbankann Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2024 19:20 Ákvörðun stjórnar Landsbankans að kaupa TM tryggingar af Kviku banka hafa valdið titringi innan ríkisstjórnarinnar. Stöð 2/Einar Bankastjóri Landsbankans segist hlusta á fjármálaráðherra vegna fyrirhugaðra kaupa bankans á TM tryggingum. Það sé hins vegar hennar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans. Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki samþykkja kaup Landabankans á TM nema bankinn verði settur í söluferli á sama tíma.Stöð 2/Arnar „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag,“ segir fjármálaráðherra. Þessi viðskipti verði ekki að veruleika með hennar samþykki nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Hún hafi óskað eftir skýringum frá Bankasýslu ríkisins sem fari með eignarhlut ríkisins bankanum, setji almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. „Ég skil vel að ríkið vilji ekki bæta við sig félögum. Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir það hernnar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans fyrir eigendur.Stöð 2/Einar Bankinn hafi verið vel rekinn og greitt hluthöfum um 175 milljarða í arð á undanförnum árum. Kaupin muni auka verðmæti bankans. Þannig að skoðanir fjármálaráðherra á þessum gjörningum hafa ekki áhrif á ykkur? „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ segir Lilja Björk. Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. „En síðan eru þessi kaup núna á TM á forræði stjórnar bankans. Þar er ákvörðun tekin um að fara í þessi kaup,“ segir bankastjórinn. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum. Skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áræðaleikakönnun og eftirlitsstofnanir ættu eftir að segja sitt. „Þetta verða þó nokkrir mánuðir þangað til þetta er allt yfirstaðið. Þannig að kannski fyrir jól væri eðlileg tímalína,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Hins vegar fer aðalfundur Landsbankans fram á miðvikudag. Tryggvi Pálsson stjórnarformaður Bankasýslunnar vildi ekkert segja um afstöðu hennar til málsins þegar eftir því var leitað í dag. Afstaða Bankasýslunnar kann hins vegar að koma fram á aðalfundinum á miðvikudag og málið verður væntanlega einnig rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Landsbankinn hefur ákveðið að kaupa tryggingafélagið TM af Kviku banka fyrir 26,8 milljarða króna sem er innan við 10 prósent af eigin fé bankans. Fjármálaráðherra brást illa við þessum fréttum í færslu á Facebook í gærkvöldi, þar sem hún er stödd á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra segist ekki samþykkja kaup Landabankans á TM nema bankinn verði settur í söluferli á sama tíma.Stöð 2/Arnar „Ríkisfyrirtæki á ekki að kaupa tryggingafélag,“ segir fjármálaráðherra. Þessi viðskipti verði ekki að veruleika með hennar samþykki nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. Hún hafi óskað eftir skýringum frá Bankasýslu ríkisins sem fari með eignarhlut ríkisins bankanum, setji almenn viðmið um áherslur í rekstri auk þess að fylgja eftir eigendastefnu ríkisins. „Ég skil vel að ríkið vilji ekki bæta við sig félögum. Við erum aftur á móti almenningshlutafélag. Ríkið á stóran hluta af því. Ég held að það sé mjög mikilvægt fyrir okkur að hafa alltaf augun á því hvernig við getum aukið verðmæti bankans. Séð til þess að þetta félag sé áfram verðmæt eign, hvort sem það er þjóðarinnar eða annarra hluthafa,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans. Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri Landsbankans segir það hernnar hlutverk að reka bankann og auka verðmæti hans fyrir eigendur.Stöð 2/Einar Bankinn hafi verið vel rekinn og greitt hluthöfum um 175 milljarða í arð á undanförnum árum. Kaupin muni auka verðmæti bankans. Þannig að skoðanir fjármálaráðherra á þessum gjörningum hafa ekki áhrif á ykkur? „Auðvitað skiptir máli hvað fjármálaráðherra segir og við hlustum vel. En það er líka mitt starf að reka bankann vel og nýta þau tækifæri sem gefast til að auka verðmæti bankans. Ég verð að hafa augun á því, það er okkar starf hér,“ segir Lilja Björk. Bankasýslunni hafi verið kunnugt um áhuga Landsbankans á tryggingum. „En síðan eru þessi kaup núna á TM á forræði stjórnar bankans. Þar er ákvörðun tekin um að fara í þessi kaup,“ segir bankastjórinn. Kaup sem þessi gerðust hins vegar ekki á nokkrum dögum. Skrifað væri undir kaupsamning með fyrirvara um áræðaleikakönnun og eftirlitsstofnanir ættu eftir að segja sitt. „Þetta verða þó nokkrir mánuðir þangað til þetta er allt yfirstaðið. Þannig að kannski fyrir jól væri eðlileg tímalína,“ segir Lilja Björk Einarsdóttir. Hins vegar fer aðalfundur Landsbankans fram á miðvikudag. Tryggvi Pálsson stjórnarformaður Bankasýslunnar vildi ekkert segja um afstöðu hennar til málsins þegar eftir því var leitað í dag. Afstaða Bankasýslunnar kann hins vegar að koma fram á aðalfundinum á miðvikudag og málið verður væntanlega einnig rætt á ríkisstjórnarfundi á morgun.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22 Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09 „Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10 Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Tekur ekki þátt í að selja hlut í Landsbankanum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ljóst að hún muni ekki taka þátt í því að selja hlut ríkisins í Landsbankanum. Þetta sagði Katrín í svari við fyrirspurn Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. 18. mars 2024 16:22
Bankastjóri segir Landsbankann ekki vera ríkisfyrirtæki Bankastjóri Landsbankans segir bankann ekki vera ríkisfyrirtæki heldur almenningshlutafélag nær eingöngu í eigu ríkisins. Bankinn muni halda áfram ferlinu við kaup á TM tryggingum þrátt fyrir andstöðu fjármálaráðherra. 18. mars 2024 13:09
„Þessi viðskipti verða ekki að veruleika með mínu samþykki“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra lýsir óánægju sinni með fyrirhuguð kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM. Hún segir að ríkisfyrirtæki eigi ekki að kaupa tryggingafélög og að viðskiptin verði ekki samþykkt af henni, nema söluferli Landsbankans hefjist samhliða. 17. mars 2024 22:10
Samþykkja tilboð Landsbankans í TM Kviku banka hafa borist skuldbindandi tilboð um kaup á hlutafé TM trygginga hf. en bankinn hefur verið með TM í söluferli í samræmi við tilkynningu þann 17. nóvember 2023 og síðari tilkynningar þess efnis. 17. mars 2024 17:48