Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2024 13:38 Eva B. Helgadóttir gagnrýnir ummæli landsliðsþjálfarans Åge Hareide harðlega. Vísir/Samsett Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Hann var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta þar sem reglurnar áttu ekki lengur við vegna niðurfellingarinnar. Héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Sú ákvörðun var kærð í dag en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greinir frá því að Albert verði þrátt fyrir það áfram í landsliðshópnum í samræmi við ákvörðun stjórnar sambandsins. Stjórn hafi ákveðið á dögunum að í þessari stöðu fái leikmaður að klára verkefnið, en Albert er kominn til móts við hópinn í Búdapest og tveir dagar í leik. Krefst afsökunarbeiðni Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. „Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem „vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna,“ segir í yfirlýsingunni „Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir,“ „Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð,“ segir þar enn fremur og afsökunarbeiðni krafist af hendi Knattspyrnusambandsins. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Hann var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta þar sem reglurnar áttu ekki lengur við vegna niðurfellingarinnar. Héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Sú ákvörðun var kærð í dag en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greinir frá því að Albert verði þrátt fyrir það áfram í landsliðshópnum í samræmi við ákvörðun stjórnar sambandsins. Stjórn hafi ákveðið á dögunum að í þessari stöðu fái leikmaður að klára verkefnið, en Albert er kominn til móts við hópinn í Búdapest og tveir dagar í leik. Krefst afsökunarbeiðni Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. „Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem „vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna,“ segir í yfirlýsingunni „Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir,“ „Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð,“ segir þar enn fremur og afsökunarbeiðni krafist af hendi Knattspyrnusambandsins. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður.
Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti