Man ekki eftir viðlíka ummælum og vill afsökunarbeiðni frá KSÍ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. mars 2024 13:38 Eva B. Helgadóttir gagnrýnir ummæli landsliðsþjálfarans Åge Hareide harðlega. Vísir/Samsett Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði fótboltamanninn Albert Guðmundsson fyrir meint kynferðisbrot, sendi út yfirlýsingu fyrir hönd skjólstæðings síns í dag þar sem kallað er eftir afsökunarbeiðni frá Knattspyrnusambandi Íslands. Niðurfelling á máli Alberts var kærð í dag. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Hann var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta þar sem reglurnar áttu ekki lengur við vegna niðurfellingarinnar. Héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Sú ákvörðun var kærð í dag en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greinir frá því að Albert verði þrátt fyrir það áfram í landsliðshópnum í samræmi við ákvörðun stjórnar sambandsins. Stjórn hafi ákveðið á dögunum að í þessari stöðu fái leikmaður að klára verkefnið, en Albert er kominn til móts við hópinn í Búdapest og tveir dagar í leik. Krefst afsökunarbeiðni Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. „Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem „vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna,“ segir í yfirlýsingunni „Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir,“ „Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð,“ segir þar enn fremur og afsökunarbeiðni krafist af hendi Knattspyrnusambandsins. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður. KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira
Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar og hefur síðan þá ekki verið gjaldgengur í íslenska landsliðið, í samræmi við reglur KSÍ. Hann var valinn í landsliðshóp Åge Hareide á föstudaginn síðasta þar sem reglurnar áttu ekki lengur við vegna niðurfellingarinnar. Héraðssaksóknari lét málið niður falla í febrúar síðastliðnum, þar sem ekki þótti líklegt að það leiddi til sakfellingar. Sú ákvörðun var kærð í dag en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, greinir frá því að Albert verði þrátt fyrir það áfram í landsliðshópnum í samræmi við ákvörðun stjórnar sambandsins. Stjórn hafi ákveðið á dögunum að í þessari stöðu fái leikmaður að klára verkefnið, en Albert er kominn til móts við hópinn í Búdapest og tveir dagar í leik. Krefst afsökunarbeiðni Eva B. Helgadóttir, lögmaður konunnar sem kærði Albert í fyrra og hefur nú kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara, hefur sent út yfirlýsingu fyrir hennar hönd. Þar gagnrýnir hún harðlega að Hareide hafi á blaðamannafundinum síðasta föstudag sagt það mikil vonbrigði ef niðurfelling héraðssaksóknara yrði kærð. „Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem „vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna,“ segir í yfirlýsingunni „Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir,“ „Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð,“ segir þar enn fremur og afsökunarbeiðni krafist af hendi Knattspyrnusambandsins. Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni að neðan. Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður.
Yfirlýsing vegna kæru á niðurfellingu í máli Alberts Guðmundssonar Ég get staðfest að umbjóðandi minn hefur kært niðurfellingu héraðssaksóknara til ríkissaksóknara og telur mikilvægt að ákvörðunin sæti endurskoðun. Með því vill hún leita réttlætis vegna þeirrar misbeitingar sem hún varð fyrir. Það er áréttað að það er aldrei auðveld ákvörðun að stíga það skref að kæra mann fyrir kynferðisbrot og enn síður þegar maðurinn er tengdur fjölskyldunni áralöngum vinaböndum. Á löngum ferli sem lögmaður man ég ekki eftir viðlíka ummælum og þeim sem landsliðsþjálfari karlalandsliðsins lét falla á dögunum um þetta viðkvæma mál. Lýsti hann því sem “vonbrigðum fyrir Ísland” ef umbjóðandi minn myndi kæra niðurfellinguna. Með þessum ummælum virðist landsliðsþjálfarinn egna þjóðinni gegn umbjóðanda mínum. Brotaþola, sem hefur eingöngu leitast við að ná fram réttlæti vegna misbeitingu sem hún varð fyrir. Ég tel þessi ummæli landsliðsþjálfarans ekki aðeins ósmekkleg heldur einnig siðferðilega ámælisverð. Um er að ræða lögformlegt ferli með lögboðna og fremur stutta fresti. Þeir liggja fyrir og eru öllum ljósir. Umbjóðanda minn varðar að öðru leyti ekki nokkurn hlut um landsliðið og það er ólíðandi að ábyrgðin sé sett á hennar herðar af þjálfara og forystu KSÍ líkt og raun ber vitni. Undanfarnir mánuðir hafa verið umbjóðanda mínum þungbærir. Það er ekki aðeins ósmekklegt að hún eigi líka að bera ábyrgð á því hvernig landsliðinu í fótbolta reiðir af, heldur óboðlegt. Sýnir þetta við hvaða ofurefli er að etja ef landsliðsþjálfarar ætla með þessum hætti að leggjast gegn því að brotaþolar leiti réttar síns. Það að setja mál sem þessi í lögformlegt ferli eru nógu þung skref að stíga þótt brotaþolum sé ekki gert enn erfiðara um vik með skeytasendingum af þessu tagi frá forkólfum íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. Ég tel að Knattspyrnusambandið skuldi umbjóðanda mínum opinbera afsökunarbeiðni á ummælunum. Yfirlýsinguna sendi Eva Bryndís Helgadóttir, lögmaður.
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Sjá meira