HÍ mátti reka nemanda í geðrofi sem hótaði samnemanda lífláti Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 13:39 Háskólinn mátti víkja nemandanum úr námi vegna háttsemi hans þegar hann stundaði skiptinám í Bandaríkjunum. Vísir/Vilhelm Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema úrskurðaði í dag að Háskóla Íslands hafi verið heimilt að víkja nemanda úr skólanum. Nemandinn, sem stundaði nám við Lyfjafræðideild háskólans, krafðist þess að ákvörðun forseta Heilbrigðisvísindasviðs um að víkja honum úr skólanum yrði felld úr gildi, og yrði breytt þannig að honum yrði ekki heimiluð skólavist. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á það. Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér. Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Nemandinn hafði farið í skiptinám til Bandaríkjanna haustið 2022. Meðan á því stóð hafði hann í líflátshótunum við samnemanda sinn og var kærður til lögreglu vestanhafs. Nemandinn játaði háttsemina. Í febrúar í fyrra sendi deildarforseti Lyfjafræðideildar skólans bréf á nemandann þar sem talið væri að háttsemi nemandans bryti í bága við lög um háskóla. Nemandinn fékk tíma til að svara erindinu, en gerði það ekki og í kjölfarið var honum vikið úr skólanum. Iðrast sárlega Í kjölfarið sendi lögmaður nemandans erindi á skólann og krafðist þess að mál hans yrði tekið upp að nýju. Það var samþykkt, og hann fékk aftur frest til að koma athugasemdum sínum á framfæri og gerði það að þessu sinni. Fram kom í athugasemdum nemandans að hann væri greindur með alvarlegan geðsjúkdóm og þyrfti að vera undir eftirliti lækna, en að það hefði farið úr skorðum í dvölinni í Bandaríkjunum og lyfjastillingu verið ábótavant. Því hafi hann lent í geðrofi, glímt við ranghugmyndir, aðsóknarkennd og ofsahræðslu og verið nauðungarvistaður eftir að hann kom aftur til Íslands. Hann hefði í kjölfar þessa fengið viðeigandi meðferð og lyfjastillingu, og væri ekki lengur í geðrofi og sinnti eftirliti með sjúkdómi sínum. Jafnframt kom fram að hann iðraðist sárlega framkomu sinnar og að hann hefði þurft að taka alvarlegum afleiðingum hennar. Skólinn féllst ekki á að draga ákvörðun sína til baka. Forseti Heilbrigðisvísindasviðs sagði háttsemi nemandans hafa verið verulega ógnandi og til þess fallna að valda miklum ótta. Háttsemin væri svo alvarleg að áminning kæmi ekki til álita, heldur væri rétt að víkja honum úr skólanum. Veikindi nemandans gætu ekki leyst hann undan ábyrgð á gjörðum hans. Nemandinn fór í kjölfarið með málið til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema. Hagsmunir felist í því að skólinn bíði ekki hnekki Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að háttsemi nemandans væri til þess fallinn að tilefni hafi verið til að beita umræddum agaviðurlögum. Jafnvel þótt fallist væri á að skýringin á háttseminni fælist í andlegum veikindum nemandans. „Að mati nefndarinnar verður að fallast á að HÍ hafi af því ríka hagsmuni af því, annars vegar að nemendur og starfsfólk skólans telji sig örugga í því umhverfi sem skólinn býður upp á og, hins vegar, að orðspor skólans og virðing fyrir honum bíði ekki hnekki,“ segir í úrskurðinum. Fram kemur að rektor Háskóla Íslands geti að hæfilegum tíma liðnum heimilað nemandanum að skrá sig aftur til náms ef aðstæður hans hafa breyst. Úrskurðinn má finna hér.
Háskólar Bandaríkin Skóla - og menntamál Geðheilbrigði Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum