Nýr Grindavíkurvegur vonandi lagður til frambúðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 19. mars 2024 19:05 Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu. Vísir/Vilhelm Jarðverkfræðingur hjá Eflu segir óvissu ríkja um hraunrennsli í átt að Suðurstrandavegi þrátt fyrir að útlitið sé ágætt sem stendur. Unnið er að lagningu nýs Grindavíkurvegar sem hann vonar að verði til frambúðar. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“ Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira
Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu segir stöðuna á byggingu varnargarðanna góða. „Við erum aðallega að vinna núna vestan við bæinn í varnargörðunum sem koma í beinu framhaldi af görðunum sem beindu hrauninu vestur fyrir bæinn í eldgosinu í janúar.“ Hann segir að þunginn að flotanum vinni nú að byggingu tveggja varnargarða. Annar þeirra fylgi Nesveginum og hinn verji ratsjárstöðina og fjarskiptastöðina. „Þar á milli verður nokkuð umfangsmikil lægð sem við áformum að taki við hraunrennsli ef það kemur hérna megin.“ Fólk hafði áhyggjur af Suðurstrandarveginum á tímabili, hvernig lítur það út? „Það lítur ágætlega út eins og staðan er núna. Hraunið er allt að safnast fyrir þarna upp frá en svo vitum við ekkert. Ef þetta fer að halda áfram þá getur þetta auðvitað farið að labba sér áfram þarna niður eftir. Það er bara staða sem við verðum að bíða eftir og sjá hvað gerist,“ segir Jón Haukur. Samhliða þeirri vinnu er verið að leggja nýjan Grindavíkurveg sem krækir fyrir hraunið sem rann í janúar og kemur upp í náttúrulega hækkun milli áðurnefndra varnargarða. „Þannig verður það vonandi til frambúðar, að vegurinn fer um þennan lágpunkt og hækkar sig síðan upp á milli varnargarðanna og inn í bæinn. Þannig losnum við við það að þurfa að vera með tækjaflotann alltaf standandi yfir þessu ef það kemur til einhvers atburðar.“
Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Innlent Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Sjá meira