Starfsmenn sakaðir um að reyna að komast í heilsufarsgögn Katrínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 06:39 Heimildarmenn segja prinsessuna líklega munu greina frá því á einhverjum tímapunkti hvað hrjáði hana. epa/Andy Rain Rannsókn er hafin á London Clinic einkasjúkrahúsinu eftir að starfsmenn þar voru sakaðir um að hafa freistað þess að sækja heilbrigðisupplýsingar Katrínar prinsessu af Wales. Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá. Bretland Kóngafólk Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Samkvæmt breska miðlinum Mirror reyndi að minnsta kosti einn starfsmaður að ná í gögn prinsessunnar þegar hún lá inni á sjúkrahúsinu til að gangast undir aðgerð á kviðarholi fyrr á árinu. Yfirmenn London Clinic eru sagðir hafa sett sig í samband við Kensington höll um leið og málið kom upp og fullvissað starfsmenn Katrínar og Vilhjálms eiginmanns hennar um að málið yrði rannsakað ofan í kjölinn. Búið er að tilkynna málið til yfirvalda. Kensington höll segir málið í höndum London Clinic. Einkasjúkrahúsið þar sem Katrín gekkst undir aðgerð á kviðarholi.epa/Tolga Akmen Þegar greint var frá því að Katrín myndi gangast undir aðgerð á kviðarholi fylgdi það sögunni að nánari upplýsingar yrðu ekki gefnar upp, fyrir utan að ekki væri um að ræða aðgerð vegna krabbameins. Heilsufarsupplýsingar prinsessunnar væru einkamál og að ákvörðunin um að deila ekki smáatriðum væri meðal annars tekin til að vernda börnin hennar. Á svipuðum tíma var hins vegar greint frá því að Karl III Bretakonungur hefði greinst með krabbamein þegar hann gekkst undir aðgerð vegna stækkaðs blöðruhálskirtils. Miklar vangaveltur fóru af stað vegna þess hve langan tíma prinsessunni var ætlað að jafna sig en hún gekkst undir aðgerðina í janúar og var sögð myndu snúa aftur til starfa eftir páska. Síðan hafa samsæriskenningar grasserað og margir gert því skóna að málið sé mun alvarlega en gefið hefur verið upp; Katrín sé alvarlega veik, jafnvel dáin, eða að hjónaband þeirra Vilhjálms standi á brauðfótum, svo eitthvað sé nefnt. Mögulega hafa menn náð áttum á ný eftir að myndir náðust af prinsessunni á markaði nærri heimili þeirra í Windsor í vikunni og þá hefur Times greint frá því að Katrín muni ganga til kirkju á Páskadag. Guardian greindi frá.
Bretland Kóngafólk Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira