Sú besta vill enga svindlara: „Bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 07:30 Simona Halep sat fyrri svörum á blaðamannafundi eftir að hafa snúið aftur til keppni, á Miami Open. Getty/Robert Prange Rúmenska tenniskonan Simona Halep fékk afar góðar viðtökur frá öllum nema einni, þegar hún sneri aftur til keppni á Miami Open í gær eftir bann vegna lyfjamisnotkunar. Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“ Tennis Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira
Áhorfendur klöppuðu vel fyrir Halep og kyrjuðu nafn hennar en hún komst inn á mótið á boðsmiða (e. wild card) eftir að banni hennar lauk. Hún varð hins vegar að sætta sig við tap fyrir hinni spænsku Paulu Badosa eftir sigur í fyrstu lotu; 1-6, 6-4 og 6-3. Caroline Wozniacki, efsta kona heimslistans, er hins vegar alls ekki hrifin af því að Halep hafi strax verið hleypt inn á mót eftir bannið. Eigi ekki að fá frían boðsmiða eftir svindl „Ég hef verið óhrædd við að tala um það í gegnum tíðina hvað mér finnst um ólöglega lyfjanotkun og allt það. Ég hef alltaf viljað að íþróttin sé hrein, og sanngjörn fyrir alla. Það er enn mín sannfæring,“ sagði Wozniacki og bætti við: „Þetta snýst ekki beint um Simonu, en ef einhver svindlar vísvitandi, ef einhver hefur fallið á lyfjaprófi, þá er það mín sannfæring að það fólk eigi ekki að fá frían boðsmiða á mót eftir það. Ef þú vilt snúa aftur, og gerðir mistök, þá skil ég það en þú þarft þá að vinna þig upp frá botninum.“ Caroline Wozniacki disagrees with wild cards for players coming back from doping suspensions. "If you want to come back, and it's been a mistake, I understand, you should work your way up from the bottom."Halep reacted to that. "Yeah, but why? I didn't do anything wrong. I pic.twitter.com/FTgdY2fkbT— José Morgado (@josemorgado) March 20, 2024 Fjögurra ára bann stytt í níu mánuði Halep, sem unnið hefur tvö risamót á ferlinum, fékk boðsmiða á Miami Open eftir að fjögurra ára bann hennar var stytt niður í níu mánuði af Alþjóða íþróttadómstólnum (CAS). Halep var sett í bann í október 2022 eftir að roxadustat fannst í blóði hennar, í lyfjaprófi eftir U.S. Open, en það er ólöglegt lyf sem örvar framleiðslu rauðra blóðkorna. „Ég er ekki svindlari“ Halep neitar sök og tók til varna eftir ummæli Wozniacki: „Ég gerði ekkert rangt. Ég svindlaði ekki. Ég dópaði ekki. Það væri betra ef við skoðuðum niðurstöðu CAS um að þetta voru menguð fæðubótarefni. Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja, svo ég er ekki svindlari,“ sagði Halep. „Ég þakka mótshöldurum fyrir að hafa boðið mér á mótið og veitt mér tækifæri til að spila á svona stóru móti. Það var frábært að snúa aftur,“ sagði Halep og beindi svo spjótum sínum að Wozniacki: „Það er bara ein manneskja neikvæð gagnvart mér og það er ekki mikilvægt því hundruð manns hafa veitt mér ást og það er það sem ég tek úr þessu.“
Tennis Mest lesið Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport Fleiri fréttir Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Dyche snýr aftur í enska boltann Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Sjá meira