Peningarnir hans Willums í baráttunni við eitrið Lovísa Arnardóttir skrifar 2. apríl 2024 06:45 Af þeim 225 milljónum sem Willum ætlaði að verja í verkefni tengd ópíóíðum hefur um 91 verið úthlutað. Vísir/Rúnar Heilbrigðisráðherra sagðist í fyrra ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um ópíóíða segir að í málaflokknum ríki stefnu- og forystuleysi. Þar kemur einnig fram að að ekkert ráðuneyti hafi skýra forystu en að heilbrigðisráðuneyti beri að taka hana. Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi í áfengis- og vímuvörnum, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmda. Skýrslan var unnin samkvæmt nýju verklagi Ríkisendurskoðunar um hraðúttektir. Tilkynnt var að framkvæma ætti úttektina í janúar á þessu ári og var markmið hennar að kortleggja stöðuna á ópíóíðavandanum og birta upplýsingar á einum stað. Í viðtali við mbl.is í janúar sagði Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir sviðsstjóri frá Ríkisendurskoðun að þau hefðu ákveðið að hefja úttektina vegna þess að þeim þótt misræmi vera á tölulegum upplýsingum um ópíóíða eftir því frá hverjum upplýsingarnar komu. Hvert andlát einu of mikið Sem dæmi um þetta misræmi kom fram í frétt á Vísi í september í fyrra að þá hefðu eitranir dregið 31 til dauða árið 2023 og 40 árið 2022. Á sama tíma sýndu bráðabirgðatölur úr dánarmeinaskrá að 34 létust úr lyfjatengdum andlátum árið 2022. „Þetta eru háar tölur og hvert andlát er einu andláti of mikið af þessum orsökum,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað var um það í fréttum fyrir tæpu ári að lyfjatengdum andlátum hefði fjölgað mikið og var ítrekað talað um faraldur. Sagt var í fréttum að vísbendingar væru um að ópíóðar væru í aukinni umferð í samfélaginu og að notkun þeirra væri að aukast. Í apríl var rætt við Tinnu Björnsdóttur en hún missti son sinn, Gabríel Dag, aðeins tvítugan þann 5. mars í fyrra. „Hann var að láta sig hverfa, ég vissi stundum ekki af honum heilu dagana. Þegar hann var hjá mér, þá fór ég kannski að sofa og þegar ég vaknaði var hann horfinn, hafði farið eitthvað um nóttina. Ég veit ekkert hvað hann var að gera eða með hverjum eða neitt,“ sagði Tinna í viðtalinu. Síðustu vikurnar í lífi Gabríels hefðu verið honum afar erfiðar. Til að bregðast við þessum faraldri tilkynnti heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, í maí í fyrra að hann ætlaði að verja 225 milljónum í það að sporna við skaða af völdum ópíóíða og ópíóíðafíknar. „Þegar kemur að ópíóðum vitum við að þeir eru einna hættulegastir vímuefna og því er full ástæða til að rýna í stöðuna og kanna hvar þarf að þétta öryggisnetið. Eitt dauðsfall af völdum vímuefna er einu dauðsfalli of mikið,“ sagði Willum í aðsendri grein um málið. 170 urðu 225 sem urðu 150 Fjármagnið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi. Upphaflega var miðað við 170 milljónir en svo var það hækkað í 225 milljónir. Í dag er af þessum peningum, samkvæmt svörum frá ráðuneytinu, búið að ráðstafa alls 91,1 milljón í ákveðin verkefni. Á sama tíma er ráðuneytið með nokkur verkefni í vinnslu sem ekki búið að kostnaðarmæla eða -meta. Fjallað er um þetta í skýrslu Ríkisendurskoðunar og bent á að í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að 150 milljónum verði varið í verkefni tengd ópíóíðum. Sem er auðvitað 20 milljónum minna en upphaflegt plan og 75 milljónum minna en samþykkt var í ríkisstjórn. Fólk sem glímir við morfínfíkn hefur lýst henni sem ólíkri en annarri fíkn. „Morfínfíkn er eitthvað allt annað en að reykja gras eða takið í nefið. Þetta er eins og kolkrabbi sem tekur þig allan. Þú ert alveg heillengi að ná öllum sogskálunum af þér. Ég var að ganga í gegnum geðveikt áfall, að missa frá mér dóttir mína. Konan mín hélt fram hjá mér og við vorum að hætta saman og hún með barnið inni á einhverju barnaverndarheimili. Svo kemur einhver gaur til mín með fullt af Oxy og ég fer að reykja þetta. Ég hafði oft reykt þetta en þarna leið mér svo illa og var bara alltaf grenjandi. Ég gat ekki ráðið við mig,“ sagði Davíð Þór Jónsson í þáttunum Fólk eins og við sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Frá því að Willum tilkynnti að veita ætti þetta fjármagn í málaflokkinn hefur ýmislegt gerst. Stuttu eftir tilkynninguna var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að semja stefnu stjórnvalda í skaðaminnkun og gera tillögu um aðgerðaáætlun á grundvelli hennar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu fundar hópurinn reglulega og er gert ráð fyrir því að hópurinn skili heilbrigðisráðherra drögum að stefnu og aðgerðaáætlun á næstu vikum. Hópurinn átti samkvæmt skipun að skila tillögum sínum þann 15. mars. Fyrir rúmum tveimur vikum. Tveir starfshópar fjalla um málið Í febrúar á þessu ári var svo skipaður annar starfshópur en hann fjallar um áfengis- og vímuvarnarstefnu. Hópurinn á að skila sínum tillögum fyrir 1. september á þessu ári. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um ópíóðía á Íslandi mun stefnan taka til forvarna, meðferðar og eftirfylgni, endurhæfingar og lagaumhverfis. „Jafnframt mun hún taka mið af mismunandi þörfum einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Áætlað er að starfshópurinn verði í samtali og samráði við rýnihóp skipaðan þingmönnum úr öllum flokkum á starfstímanum með það fyrir augum að auka enn frekar á samráð og samtal um þennan mikilvæga málaflokk. Þá leggur heilbrigðisráðuneytið áherslu á að við mótun stefnu í áfengis- og vímuefnamálum verði einnig tekið mið af samþykktri stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum, enda sé oft um samslátt fíknivanda og geðvanda að ræða hjá notendum heilbrigðisþjónustunnar,“ segir í skýrslunni. Í þessum tveimur hópum starfa ólíkir aðilar frá ólíkum samtökum en þrír eiga sæti í báðum hópum. Það eru þau Helga Sif Friðjónsdóttir, Birna Sigurðardóttir og Kjartan Jón Bjarnason. Þau eru öll tilnefnd af ráðuneyti en Helga er formaður skaðaminnkunarhópsins. Ráðuneytið fagnar og segir forystu hjá sér Ríkisendurskoðun beinir í skýrslu sinni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Ráðuneytið svarar þessum ábendingum í skýrslunni og fagnar úttektinni. Þau segja að fagleg forysta í málaflokknum sé hjá ráðuneytinu og vísa, því til stuðnings, í tillögur ráðherra um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða sem samþykktar voru í maí 2023 þegar Willum tilkynnti um 225 milljónirnar. Í svari ráðuneytisins til fréttastofu um það hvernig þessum peningum hefur verið varið kemur fram að þau verkefni sem fjármagn hafi verið veitt til séu hluti af þessum tillögum eða aðgerðaáætlun eins og það er kallað í svari ráðuneytisins. Umrædd aðgerðaáætlun er þó ekki tímasett eða kostnaðarmetin heldur er byggð á fyrrnefndum tillögum. Ýmis verkefni eru í mótun og enn á eftir að kostnaðarmeta mörg þeirra en samanlagt, miðað við svör ráðuneytis, er búið að verja 91,5 milljónum eins og stendur. Þar af eru 50 milljónir í neyslurými, 11,5 milljónir í samstarfsverkefni um niðurtröppun ópíóíða, svefn- og róandi lyfja og svo 30 milljónir sem var úthlutað til ýmissa félagasamtaka í ólík verkefni. „Áhersla er lögð á aðgerðir sem fela í sér aukið aðgengi að fjölbreyttri, gagnreyndri meðferð við vímuefnavanda og skaðaminnkandi úrræðum. Þar með er talin gagnreynd viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Fræðsla, forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir liðir í því að sporna við vímuefnavanda,“ segir í svari ráðuneytisins um það hvernig fjármununum hefur verið varið. Hæsti styrkurinn til Matthildarsamtakanna Hvað varðar peningana sem hefur verið úthlutað hefur þeim verið dreift víða. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur 30 milljónum verið úthlutað í styrki til að vinna gegn fíknisjúkdómum. Auglýst var eftir umsóknum og úthlutað í desember. Gert er ráð fyrir að auglýst verði árlega. Hæstu styrkina í úthlutuninni fengu Matthildarsamtökin. Samtökin fengu annars vegar átta milljónir til að gera færanlegt skaðaminnkunarverkefni fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni og, í sömu úthlutun, hins vegar styrk upp á 3,6 milljónir til að auka aðgengi að upplýsingum á vefnum um öruggari notkun löglegra og ólöglegra vímuefna og forvarnir gegn ofskömmtun. Samtökin fengu því samanlagt 11,6 miljónir eða um þriðjung af því sem var úthlutað. SÁÁ fékk 5,2 milljónir til að útbúa fræðsluefni og Samhjálp 5,2 milljónir til að innleiða áfallamiðaða nálgun í meðferðarstarf hjá sér. Aðrir sem fengu styrk voru Rótin til að gera lágþröskulda-heilbrigðisþjónustu fyrir konur sem glíma við heimilisleysi og alvarlegan vímuefnavanda og Foreldrahús til að veita fjölskyldum ráðgjöf sem snemmtækt inngrip vegna vímuefnanotkunar unglinga sem hluta af fyrirhuguðu forvarnarverkefni félagasamtakanna. Nýtt niðurtröppunarverkefni Eins og fram kom að ofan hefur heilbrigðisráðuneytið styrkt nýtt niðurtröppunarverkefni um 11,5 milljónir. Verkefnið er unnið í samstarfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuverndar, Reykjanessapóteks og sprotafyrirtækisins Prescriby. Verkefnið felst í persónusniðinni meðferðaráætlun fyrir einstaklinga sem taka sterk verkjalyf eða svefn- og róandi lyf að staðaldri og vilja aðstoð til að hætta eða draga úr notkun þeirra. Frá undirritun samnings um tilraunaverkefni um niðurtröppun. „Ef vel tekst til sé ég fyrir mér að þessi þjónusta verði útvíkkuð og gerð aðgengileg í apótekum og heilsugæslu sem víðast um landið. Þannig getum við tryggt öllum sem þurfa aðgang að þjónustunni, óháð búsetu,“ sagði heilbrigðisráðherra, Willum Þór, við það tilefni. Mynd/Heilbrigðisráðuneytið Tilraunaverkefnið er til sex mánaða og áætlað að hægt verði að veita að lágmarki 300 einstaklingum þessa þjónustu á tímabilinu. Stefnt er að því að útvíkka verkefnið ef vel gengur þannig að þjónustan verði aðgengileg um allt land. Fimmtíu milljónir í neyslurými árlega Hvað varðar neyslurýmið er það verkefni sem hefur verið unnið að hjá Rauða krossi Íslands og Reykjavíkurborg allt frá því að neyslurýminu Ylju var lokað fyrir um ári síðan. Heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt verkefnið um 50 milljónir og mun, samkvæmt svari ráðuneytis, gera það árlega. Neyslurýmið er í byggingu og verður opnað bráðlega nærri Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. „Það var erfitt að finna rými. Þetta var staðsetning og rými sem hentaði og er nálægt gistiskýlunum, konukoti, Samhjálp og annarri þjónustu sem notendur sækja hjá Reykjavíkurborg en skrifstofur borgarinnar eru beint á móti,“ sagði Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, um neyslurýmið í janúar á þessu ári og að þau stefndu á að opna það um vorið. Rýmið er alls 118,4 fermetrar en inni í því verður móttaka, forstofa, reykherbergi og salerni. Greiða fyrir nefúðalyf í svari ráðuneytisins um það hvernig þessum 225 milljónum hefur verið varið er einnig fjallað um nefúðalyfið Naloxone og að heilbrigðisráðuneytið greiði nú allan kostnað vegna lyfsins. Naloxone er neyðarlyf í nefúðaformi gegn öndunarbælingu/ofskömmtun ópíóíða. Aðgengi að neyðarlyfinu hefur verið tryggt á landsvísu en Landspítali sér um birgðahald og dreifingu þess. Í svari ráðuneytisins kemur ekki fram kostnaður við þessa aðgerð en í upprunalegri tillögu Willums til ríkisstjórnarinnar voru áætlaðar tíu milljónir í þetta verkefni. Naloxone í formi nefspreys hefur verið aðgengilegt gjaldfrjálst núna í um tvö ár. Vísir/Getty Í svari ráðuneytisinser fjallað um fleiri tilraunaverkefni sem ekki eru tímasett, kostnaðarmetin eða tilgreint á hverra ábyrgð þau eru. Annars vegar er um að ræða tilraunaverkefni um þróun gagnreyndrar lyfjameðferðar fyrir jaðarsetta einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Tillagan er í mótun hjá starfshópi um stefnu og aðgerðaáætlun um skaðaminnkun. Hins vegar er fjallað um mótun tilraunaverkefnis um viðhaldsmeðferð í endurhæfingarskyni sem tryggir samþætta þjónustu félags- og heilbrigðiskerfisins í nærumhverfi hlutaðeigandi einstaklinga. Þá kemur fram að í byrjun ársins hafi hafist mælingar á ávana- og fíkniefnum í fráveituvatni en sú aðgerð er afurð vinnuhóps sem vinnur að samræmingu gagnaöflunar ýmissa aðila. Aðilar sem eru í þeim hópi eru lögregla, embættis landlæknis, fulltrúar tollsins og fulltrúar frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) en þeir vinna saman að því að fá betri mynd af innflutningi, notkun og fjölda dauðsfalla af völdum lyfjaeitrana tengdum ávana- og fíkniefnum. Gert er ráð fyrir því að hópurinn skili ráðherra tillögum og er vinna þeirra langt komin. Ekki í samráði við SÁÁ en samt í samráði Þá segir einnig í svari ráðuneytisins um fjármagnið að Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hafi verið falið að semja um þróun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda verður tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þörfum þeirra. Gert er ráð fyrir að þetta úrræði verði hluti af heildarsamningi SÍ og SÁÁ en samningaviðræður standa nú yfir um heildarsamningin. Samhliða því vinnur SÍ að kostnaðarmati vegna þessarar þjónustu í tengslum við þær. Í upprunalegri tillögu Willums til ríkisstjórnarinnar var áætlaður kostnaður við þessa flýtimóttöku alls 50 milljónir. Þegar tilkynnt var um stofnun flýtimóttökunnar kom fram að hún ætti að vera samstarfsverkefni Landspítalans, SÁÁ og heilsugæslunnar. Ekki var haft samráð við SÁÁ áður en tillagan var lögð fram en forstjóri Vogs tók þó vel í hana. „Það er verk að vinna þarna og við erum tilbúin í samstarf. Við höfum haft hugmynd um eitthvað svona verkefni í huganum og rætt það áður þannig að það er mjög mikið hægt að gera,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, í viðtali um málið í apríl í fyrra. Ágreiningur sem stuðlar að óvissu Þá kemur að lokum fram í svari ráðuneytisins að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vinni nú að því að gera heildarsamning um þjónustu SÁÁ, þar með talinni viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Eins og stendur byggir samstarfið á fjórum ólíkum samningum um meðferð SÁÁ en vilji er til þess að sameina þá í einn. Fram kemur í svari ráðuneytisins að heildarfjármagn sem SÁÁ fær úthlutað í fjárlögum 2024 er um 1,5 milljarðar króna. Samkvæmt ráðuneytinu vinnur SÍ vinnur nú að kostnaðarmati varðandi aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð í tengslum við nýjan samning. Heildarfjármagn sem SÁÁ hefur fengið síðustu ár hefur verið á svipuðu reki en samtökin hafa ítrekað kvartað yfir hallarekstri og segja reksturinn vanfjármagnaðan. Í umsögn þeirra um fjárlagafrumvarp ársins 2024 kom til dæmis fram að vegna þess hafi þau þurft að loka á sumrin og að samtökin hafi greitt fyrir lyfjameðferðir á þriðja hundrað einstaklinga við ópíóíðafíkn. Samtökin óskuðu eftir því að fjárframlögin yrðu hækkuð um 400 milljónir og að inn yrði einnig sett 120 milljóna viðbótarframlag vegna áranna 2022 og 2023. Um þetta er fjallað í skýrslu Ríkisendurskoðunar og það gagnrýnt harðlega hversu illa hefur gengið hjá SÁÁ og SÍ að ná saman um túlkun samnings um lyfjameðferð við ópíóðíafíkn. Í skýrslunni segir að það sé nauðsynlegt að skilgreina með skýrari hætti hvað felist í meðferðinni og hvernig skuli meta umfang hennar. „Ágreiningur um samninginn er faglegum markmiðum þjónustunnar ekki til framdráttar og stuðlar að óvissu og ófyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi SÁÁ.“ Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál SÁÁ Heilsugæsla Landspítalinn Hjálparstarf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um ópíóíða segir að í málaflokknum ríki stefnu- og forystuleysi. Þar kemur einnig fram að að ekkert ráðuneyti hafi skýra forystu en að heilbrigðisráðuneyti beri að taka hana. Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi í áfengis- og vímuvörnum, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmda. Skýrslan var unnin samkvæmt nýju verklagi Ríkisendurskoðunar um hraðúttektir. Tilkynnt var að framkvæma ætti úttektina í janúar á þessu ári og var markmið hennar að kortleggja stöðuna á ópíóíðavandanum og birta upplýsingar á einum stað. Í viðtali við mbl.is í janúar sagði Jarþrúður Hanna Jóhannsdóttir sviðsstjóri frá Ríkisendurskoðun að þau hefðu ákveðið að hefja úttektina vegna þess að þeim þótt misræmi vera á tölulegum upplýsingum um ópíóíða eftir því frá hverjum upplýsingarnar komu. Hvert andlát einu of mikið Sem dæmi um þetta misræmi kom fram í frétt á Vísi í september í fyrra að þá hefðu eitranir dregið 31 til dauða árið 2023 og 40 árið 2022. Á sama tíma sýndu bráðabirgðatölur úr dánarmeinaskrá að 34 létust úr lyfjatengdum andlátum árið 2022. „Þetta eru háar tölur og hvert andlát er einu andláti of mikið af þessum orsökum,“ segir Ævar Pálmi Pálmason yfirlögregluþjónn hjá miðlægri deild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað var um það í fréttum fyrir tæpu ári að lyfjatengdum andlátum hefði fjölgað mikið og var ítrekað talað um faraldur. Sagt var í fréttum að vísbendingar væru um að ópíóðar væru í aukinni umferð í samfélaginu og að notkun þeirra væri að aukast. Í apríl var rætt við Tinnu Björnsdóttur en hún missti son sinn, Gabríel Dag, aðeins tvítugan þann 5. mars í fyrra. „Hann var að láta sig hverfa, ég vissi stundum ekki af honum heilu dagana. Þegar hann var hjá mér, þá fór ég kannski að sofa og þegar ég vaknaði var hann horfinn, hafði farið eitthvað um nóttina. Ég veit ekkert hvað hann var að gera eða með hverjum eða neitt,“ sagði Tinna í viðtalinu. Síðustu vikurnar í lífi Gabríels hefðu verið honum afar erfiðar. Til að bregðast við þessum faraldri tilkynnti heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, í maí í fyrra að hann ætlaði að verja 225 milljónum í það að sporna við skaða af völdum ópíóíða og ópíóíðafíknar. „Þegar kemur að ópíóðum vitum við að þeir eru einna hættulegastir vímuefna og því er full ástæða til að rýna í stöðuna og kanna hvar þarf að þétta öryggisnetið. Eitt dauðsfall af völdum vímuefna er einu dauðsfalli of mikið,“ sagði Willum í aðsendri grein um málið. 170 urðu 225 sem urðu 150 Fjármagnið var samþykkt á ríkisstjórnarfundi. Upphaflega var miðað við 170 milljónir en svo var það hækkað í 225 milljónir. Í dag er af þessum peningum, samkvæmt svörum frá ráðuneytinu, búið að ráðstafa alls 91,1 milljón í ákveðin verkefni. Á sama tíma er ráðuneytið með nokkur verkefni í vinnslu sem ekki búið að kostnaðarmæla eða -meta. Fjallað er um þetta í skýrslu Ríkisendurskoðunar og bent á að í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að 150 milljónum verði varið í verkefni tengd ópíóíðum. Sem er auðvitað 20 milljónum minna en upphaflegt plan og 75 milljónum minna en samþykkt var í ríkisstjórn. Fólk sem glímir við morfínfíkn hefur lýst henni sem ólíkri en annarri fíkn. „Morfínfíkn er eitthvað allt annað en að reykja gras eða takið í nefið. Þetta er eins og kolkrabbi sem tekur þig allan. Þú ert alveg heillengi að ná öllum sogskálunum af þér. Ég var að ganga í gegnum geðveikt áfall, að missa frá mér dóttir mína. Konan mín hélt fram hjá mér og við vorum að hætta saman og hún með barnið inni á einhverju barnaverndarheimili. Svo kemur einhver gaur til mín með fullt af Oxy og ég fer að reykja þetta. Ég hafði oft reykt þetta en þarna leið mér svo illa og var bara alltaf grenjandi. Ég gat ekki ráðið við mig,“ sagði Davíð Þór Jónsson í þáttunum Fólk eins og við sem sýndir voru á Stöð 2 í vetur. Frá því að Willum tilkynnti að veita ætti þetta fjármagn í málaflokkinn hefur ýmislegt gerst. Stuttu eftir tilkynninguna var skipaður starfshópur sem hafði það hlutverk að semja stefnu stjórnvalda í skaðaminnkun og gera tillögu um aðgerðaáætlun á grundvelli hennar. Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu fundar hópurinn reglulega og er gert ráð fyrir því að hópurinn skili heilbrigðisráðherra drögum að stefnu og aðgerðaáætlun á næstu vikum. Hópurinn átti samkvæmt skipun að skila tillögum sínum þann 15. mars. Fyrir rúmum tveimur vikum. Tveir starfshópar fjalla um málið Í febrúar á þessu ári var svo skipaður annar starfshópur en hann fjallar um áfengis- og vímuvarnarstefnu. Hópurinn á að skila sínum tillögum fyrir 1. september á þessu ári. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um ópíóðía á Íslandi mun stefnan taka til forvarna, meðferðar og eftirfylgni, endurhæfingar og lagaumhverfis. „Jafnframt mun hún taka mið af mismunandi þörfum einstaklinga með alvarlegan langvinnan fíknivanda. Áætlað er að starfshópurinn verði í samtali og samráði við rýnihóp skipaðan þingmönnum úr öllum flokkum á starfstímanum með það fyrir augum að auka enn frekar á samráð og samtal um þennan mikilvæga málaflokk. Þá leggur heilbrigðisráðuneytið áherslu á að við mótun stefnu í áfengis- og vímuefnamálum verði einnig tekið mið af samþykktri stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum, enda sé oft um samslátt fíknivanda og geðvanda að ræða hjá notendum heilbrigðisþjónustunnar,“ segir í skýrslunni. Í þessum tveimur hópum starfa ólíkir aðilar frá ólíkum samtökum en þrír eiga sæti í báðum hópum. Það eru þau Helga Sif Friðjónsdóttir, Birna Sigurðardóttir og Kjartan Jón Bjarnason. Þau eru öll tilnefnd af ráðuneyti en Helga er formaður skaðaminnkunarhópsins. Ráðuneytið fagnar og segir forystu hjá sér Ríkisendurskoðun beinir í skýrslu sinni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Ráðuneytið svarar þessum ábendingum í skýrslunni og fagnar úttektinni. Þau segja að fagleg forysta í málaflokknum sé hjá ráðuneytinu og vísa, því til stuðnings, í tillögur ráðherra um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða sem samþykktar voru í maí 2023 þegar Willum tilkynnti um 225 milljónirnar. Í svari ráðuneytisins til fréttastofu um það hvernig þessum peningum hefur verið varið kemur fram að þau verkefni sem fjármagn hafi verið veitt til séu hluti af þessum tillögum eða aðgerðaáætlun eins og það er kallað í svari ráðuneytisins. Umrædd aðgerðaáætlun er þó ekki tímasett eða kostnaðarmetin heldur er byggð á fyrrnefndum tillögum. Ýmis verkefni eru í mótun og enn á eftir að kostnaðarmeta mörg þeirra en samanlagt, miðað við svör ráðuneytis, er búið að verja 91,5 milljónum eins og stendur. Þar af eru 50 milljónir í neyslurými, 11,5 milljónir í samstarfsverkefni um niðurtröppun ópíóíða, svefn- og róandi lyfja og svo 30 milljónir sem var úthlutað til ýmissa félagasamtaka í ólík verkefni. „Áhersla er lögð á aðgerðir sem fela í sér aukið aðgengi að fjölbreyttri, gagnreyndri meðferð við vímuefnavanda og skaðaminnkandi úrræðum. Þar með er talin gagnreynd viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Fræðsla, forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir liðir í því að sporna við vímuefnavanda,“ segir í svari ráðuneytisins um það hvernig fjármununum hefur verið varið. Hæsti styrkurinn til Matthildarsamtakanna Hvað varðar peningana sem hefur verið úthlutað hefur þeim verið dreift víða. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur 30 milljónum verið úthlutað í styrki til að vinna gegn fíknisjúkdómum. Auglýst var eftir umsóknum og úthlutað í desember. Gert er ráð fyrir að auglýst verði árlega. Hæstu styrkina í úthlutuninni fengu Matthildarsamtökin. Samtökin fengu annars vegar átta milljónir til að gera færanlegt skaðaminnkunarverkefni fyrir fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni og, í sömu úthlutun, hins vegar styrk upp á 3,6 milljónir til að auka aðgengi að upplýsingum á vefnum um öruggari notkun löglegra og ólöglegra vímuefna og forvarnir gegn ofskömmtun. Samtökin fengu því samanlagt 11,6 miljónir eða um þriðjung af því sem var úthlutað. SÁÁ fékk 5,2 milljónir til að útbúa fræðsluefni og Samhjálp 5,2 milljónir til að innleiða áfallamiðaða nálgun í meðferðarstarf hjá sér. Aðrir sem fengu styrk voru Rótin til að gera lágþröskulda-heilbrigðisþjónustu fyrir konur sem glíma við heimilisleysi og alvarlegan vímuefnavanda og Foreldrahús til að veita fjölskyldum ráðgjöf sem snemmtækt inngrip vegna vímuefnanotkunar unglinga sem hluta af fyrirhuguðu forvarnarverkefni félagasamtakanna. Nýtt niðurtröppunarverkefni Eins og fram kom að ofan hefur heilbrigðisráðuneytið styrkt nýtt niðurtröppunarverkefni um 11,5 milljónir. Verkefnið er unnið í samstarfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Heilsuverndar, Reykjanessapóteks og sprotafyrirtækisins Prescriby. Verkefnið felst í persónusniðinni meðferðaráætlun fyrir einstaklinga sem taka sterk verkjalyf eða svefn- og róandi lyf að staðaldri og vilja aðstoð til að hætta eða draga úr notkun þeirra. Frá undirritun samnings um tilraunaverkefni um niðurtröppun. „Ef vel tekst til sé ég fyrir mér að þessi þjónusta verði útvíkkuð og gerð aðgengileg í apótekum og heilsugæslu sem víðast um landið. Þannig getum við tryggt öllum sem þurfa aðgang að þjónustunni, óháð búsetu,“ sagði heilbrigðisráðherra, Willum Þór, við það tilefni. Mynd/Heilbrigðisráðuneytið Tilraunaverkefnið er til sex mánaða og áætlað að hægt verði að veita að lágmarki 300 einstaklingum þessa þjónustu á tímabilinu. Stefnt er að því að útvíkka verkefnið ef vel gengur þannig að þjónustan verði aðgengileg um allt land. Fimmtíu milljónir í neyslurými árlega Hvað varðar neyslurýmið er það verkefni sem hefur verið unnið að hjá Rauða krossi Íslands og Reykjavíkurborg allt frá því að neyslurýminu Ylju var lokað fyrir um ári síðan. Heilbrigðisráðuneytið hefur styrkt verkefnið um 50 milljónir og mun, samkvæmt svari ráðuneytis, gera það árlega. Neyslurýmið er í byggingu og verður opnað bráðlega nærri Kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni. „Það var erfitt að finna rými. Þetta var staðsetning og rými sem hentaði og er nálægt gistiskýlunum, konukoti, Samhjálp og annarri þjónustu sem notendur sækja hjá Reykjavíkurborg en skrifstofur borgarinnar eru beint á móti,“ sagði Ósk Sigurðardóttir, deildarstjóri Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, um neyslurýmið í janúar á þessu ári og að þau stefndu á að opna það um vorið. Rýmið er alls 118,4 fermetrar en inni í því verður móttaka, forstofa, reykherbergi og salerni. Greiða fyrir nefúðalyf í svari ráðuneytisins um það hvernig þessum 225 milljónum hefur verið varið er einnig fjallað um nefúðalyfið Naloxone og að heilbrigðisráðuneytið greiði nú allan kostnað vegna lyfsins. Naloxone er neyðarlyf í nefúðaformi gegn öndunarbælingu/ofskömmtun ópíóíða. Aðgengi að neyðarlyfinu hefur verið tryggt á landsvísu en Landspítali sér um birgðahald og dreifingu þess. Í svari ráðuneytisins kemur ekki fram kostnaður við þessa aðgerð en í upprunalegri tillögu Willums til ríkisstjórnarinnar voru áætlaðar tíu milljónir í þetta verkefni. Naloxone í formi nefspreys hefur verið aðgengilegt gjaldfrjálst núna í um tvö ár. Vísir/Getty Í svari ráðuneytisinser fjallað um fleiri tilraunaverkefni sem ekki eru tímasett, kostnaðarmetin eða tilgreint á hverra ábyrgð þau eru. Annars vegar er um að ræða tilraunaverkefni um þróun gagnreyndrar lyfjameðferðar fyrir jaðarsetta einstaklinga með alvarlega ópíóíðafíkn. Tillagan er í mótun hjá starfshópi um stefnu og aðgerðaáætlun um skaðaminnkun. Hins vegar er fjallað um mótun tilraunaverkefnis um viðhaldsmeðferð í endurhæfingarskyni sem tryggir samþætta þjónustu félags- og heilbrigðiskerfisins í nærumhverfi hlutaðeigandi einstaklinga. Þá kemur fram að í byrjun ársins hafi hafist mælingar á ávana- og fíkniefnum í fráveituvatni en sú aðgerð er afurð vinnuhóps sem vinnur að samræmingu gagnaöflunar ýmissa aðila. Aðilar sem eru í þeim hópi eru lögregla, embættis landlæknis, fulltrúar tollsins og fulltrúar frá Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE) en þeir vinna saman að því að fá betri mynd af innflutningi, notkun og fjölda dauðsfalla af völdum lyfjaeitrana tengdum ávana- og fíkniefnum. Gert er ráð fyrir því að hópurinn skili ráðherra tillögum og er vinna þeirra langt komin. Ekki í samráði við SÁÁ en samt í samráði Þá segir einnig í svari ráðuneytisins um fjármagnið að Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hafi verið falið að semja um þróun flýtimóttöku þar sem einstaklingum í bráðum vanda verður tryggt aðgengi að gagnreyndri heilbrigðisþjónustu á borð við fráhvarfsmeðferð, vímuefnameðferð eða viðhaldsmeðferð sem mætir þörfum þeirra. Gert er ráð fyrir að þetta úrræði verði hluti af heildarsamningi SÍ og SÁÁ en samningaviðræður standa nú yfir um heildarsamningin. Samhliða því vinnur SÍ að kostnaðarmati vegna þessarar þjónustu í tengslum við þær. Í upprunalegri tillögu Willums til ríkisstjórnarinnar var áætlaður kostnaður við þessa flýtimóttöku alls 50 milljónir. Þegar tilkynnt var um stofnun flýtimóttökunnar kom fram að hún ætti að vera samstarfsverkefni Landspítalans, SÁÁ og heilsugæslunnar. Ekki var haft samráð við SÁÁ áður en tillagan var lögð fram en forstjóri Vogs tók þó vel í hana. „Það er verk að vinna þarna og við erum tilbúin í samstarf. Við höfum haft hugmynd um eitthvað svona verkefni í huganum og rætt það áður þannig að það er mjög mikið hægt að gera,“ sagði Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Vogs, í viðtali um málið í apríl í fyrra. Ágreiningur sem stuðlar að óvissu Þá kemur að lokum fram í svari ráðuneytisins að Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vinni nú að því að gera heildarsamning um þjónustu SÁÁ, þar með talinni viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Eins og stendur byggir samstarfið á fjórum ólíkum samningum um meðferð SÁÁ en vilji er til þess að sameina þá í einn. Fram kemur í svari ráðuneytisins að heildarfjármagn sem SÁÁ fær úthlutað í fjárlögum 2024 er um 1,5 milljarðar króna. Samkvæmt ráðuneytinu vinnur SÍ vinnur nú að kostnaðarmati varðandi aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð í tengslum við nýjan samning. Heildarfjármagn sem SÁÁ hefur fengið síðustu ár hefur verið á svipuðu reki en samtökin hafa ítrekað kvartað yfir hallarekstri og segja reksturinn vanfjármagnaðan. Í umsögn þeirra um fjárlagafrumvarp ársins 2024 kom til dæmis fram að vegna þess hafi þau þurft að loka á sumrin og að samtökin hafi greitt fyrir lyfjameðferðir á þriðja hundrað einstaklinga við ópíóíðafíkn. Samtökin óskuðu eftir því að fjárframlögin yrðu hækkuð um 400 milljónir og að inn yrði einnig sett 120 milljóna viðbótarframlag vegna áranna 2022 og 2023. Um þetta er fjallað í skýrslu Ríkisendurskoðunar og það gagnrýnt harðlega hversu illa hefur gengið hjá SÁÁ og SÍ að ná saman um túlkun samnings um lyfjameðferð við ópíóðíafíkn. Í skýrslunni segir að það sé nauðsynlegt að skilgreina með skýrari hætti hvað felist í meðferðinni og hvernig skuli meta umfang hennar. „Ágreiningur um samninginn er faglegum markmiðum þjónustunnar ekki til framdráttar og stuðlar að óvissu og ófyrirsjáanleika í rekstrarumhverfi SÁÁ.“
Fíkn Heilbrigðismál Félagsmál SÁÁ Heilsugæsla Landspítalinn Hjálparstarf Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57 Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30 „Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga á einu ári Dæmi eru um að einn einstaklingur hafi leitað 100 hundrað sinnum á bráðamóttökuna vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð. Hjúkrunarfræðingur á smitsjúkdómadeild segir fleiri leita þangað og neyta vímuefna í ótryggum aðstæðum eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. 24. ágúst 2023 19:57
Heyrir af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku Kona sem nýtti neyslurými Ylju reglulega segist heyra af fíkniefnatengdu andláti í hverri viku. Það sé mikil synd að ekki takist að opna nýtt úrræði. Ekkert neyslurými hefur verið rekið í um hálft ár og ráðherra segir einungis vanta húsnæði. 14. ágúst 2023 20:30
„Ungt fólk er að deyja hratt núna“ Áfengi er ekki betra en önnur vímuefni þó það sé löglegt og venjulegt fólk sem vill leita sér hjálpar þorir því ekki vegna fordóma og hættunnar á að missa vinnuna. 23. maí 2023 10:30