Utan vallar: Fjarvera Sigtryggs Arnars stór hluti af vandamálum Stólanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 13:31 Það er erfitt að halda því fram að Sigtryggur Arnar Björnsson sé ekki einn allra mikilvægasti leikmaður Tindastólsliðsins. Vísir/Hulda Margrét Tindastólsmenn komust sannfærandi í bikarúrslitaleikinn í gær með því að vinna átján stiga sigur á Álftanesi í Laugardalshöllinni. Stuðningsmenn Stólanna gátu því fagnað vel í leikslok en kannski mest yfir því að Sigtryggur Arnar Björnsson var kominn aftur í búning og aftur í gírinn. Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda. Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Stólaliðið minnti líka á nýjan leik á hið kappsama, lífsglaða og orkumikla lið sem fór alla leið síðasta vor. Eftir ládeyðu og erfiðleika síðustu mánaða var eins og Sauðkrækingar mættu endurfæddir í þennan leik. Lykilatriðið var án efa endurkoma eins leikmanns. Með því að sjá breytinguna á liðinu í gær er erfitt að halda öðru fram en hann sé mikilvægasti leikmaður liðsins. Sigtryggur Arnar Björnsson sýndi heldur betur mikilvægi sitt og hversu mikill kveikikerti hann er fyrir Tindastólshraðlestina á báðum endum vallarins. Breytti leiknum Sigtryggur Arnar byrjaði á bekknum og kom inn á þegar Tindastóll var þremur stigum undir, 13-10. Fimm og hálfri mínútu síðar hafði leikurinn snúist og Stólarnir komnir sex stigum yfir, 23-17, þegar fyrsti leikhlutinn kláraðist. Þegar upp var staðið hafði Sigtryggur Arnar skorað 22 stig á aðeins 23 mínútum og 34 sekúndum og Tindastólsliðið hafði líka unnið þær mínútur með 25 stigum. Hlutirnir hafa ekki verið að ganga vel hjá Íslandsmeisturum Tindastóls í vetur en það má ekki líta fram hjá því að liðið hefur verið mikið án Sigtryggs Arnars. Hann hefur nefnilega verið afar óheppinn með meiðsli í vetur og er aðeins búinn að spila af alvöru í átta af tuttugu deildarleikjum. Í tveimur hefur hann spilað samanlagt í tíu mínútur og í einum sat hann á bekknum án þess að koma inn á völlinn. Sex af tíu sigrum með hann í liðinu Liðið hefur unnið 6 af 10 leikjum sínum þar sem Sigtryggur Arnar hefur spilað og aðeins 3 af 9 leikjum þar sem hann hefur ekki verið á skýrslu. Með öðrum orðum 67 prósent sigurleikja Tindastóls hafa komið í þeim helmingi leikja liðsins þar sem Sigtryggur Arnar hefur getað hjálpað til. Stólarnir unnu fyrstu þrjá leiki sína í deildinni eða alla leikina áður en Sigtryggur Arnar meiddist fyrst. Eftir það hefur hann verið að koma inn og detta út aftur sem er aldrei gott, hvorki fyrir hann né liðið. Allir á Króknum leggjast á bæn Nú hlýtur öll Sauðarkróksfjölskyldan að leggja á bæn um að leikurinn hafi ekki tekið toll eða að meiðsladraugur Arnars banki ekki enn á ný á dyrnar hans. Tindastólsliðið er ekki sama lið með og án Sigtryggs Arnars Björnssonar. Fjarvera hans var stærri hluti af vandamálinu en margir halda.
Subway-deild karla Tindastóll VÍS-bikarinn Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira