Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 10:47 Tölvuteiknuð mynd af bækistöðvum á tunglinu. Getty Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum. Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum.
Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira