Forfallin húðumhirðuaðdáandi og sólarvarnarlögga Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. mars 2024 11:30 Hulda Katarína er viðmælandi í Hvað er í töskunni? Grafík/Vísir Listakonan og Andrá skvísan Hulda Katarína Sveinsdóttir er alltaf með skissubók í töskunni sinni ef innblásturinn skyldi koma yfir hana. Hún fær hugmyndir á öllum tímum dagsins og er því vel búin með ýmsa skemmtilega hluti í töskunni sinni. Hulda Katarína er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og veitir hér lesendum Vísis innsýn í töskuna sína. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Huldu!Grafík/Vísir Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Lyklar: Húslyklarnir góðu ásamt veski fyrir airpods. Ég reyndar týndi mínum og hef notað þetta undir hundakúkapoka fyrir hundinn minn. Ilmvatn: Ég er mjög dekruð þegar kemur að ilmum en einir af mínum bestu vinum eiga verslunina Mikado og þar selja þeir ilmvötn frá LeLabo. Þessi 15 ml stærð er svo næs on the go og fullkomin í ferðalög. Hulda segir þessa stærð á ilmvatninu fullkomna í ferðalögin. Aðsend Augnroll-on: Þetta er mesta hax sem ég uppgötvaði á þrítugsaldri og vildi að ég hefði uppgötvað fyrr. Ég var módel fyrir nýjustu herferðina hjá Rowse og Nuria, einn stofnandinn gaf mér nokkur svona. Þetta á að draga úr bólgum og baugum undir augum, hvort sem það virkar eða ekki þá er ég að elska að setja þetta á mig á morgnanna á leið í vinnu, þegar ég er í stuði set ég þetta inn í ísskáp yfir nóttina og renni þessu undir augun á meðan ég bíð eftir morgunkaffinu. Mjög frískandi. Augnroll-on sló í gegn hjá Huldu. Aðsend Varasalvi: Ég verð að vera með varasalva, alla daga, alltaf. Ef ég gleymi að setja hann ofan í tösku þá er ég farin rakleiðis í næstu verslun að kaupa. Algjört möst hjá mér. Ég er smá varasalva nörd og hef prufað margar tegundir í gegnum tíðina en þessi er í miklu uppáhaldi núna frá Bioeffect. Varasalvinn frá Bioeffect er í miklu uppáhaldi hjá Huldu. Aðsend Tannþráðapinnar:Tannheilsa krakkar. Alltaf gott að vera með þessa og hreinsa eftir eitthvað maul. Hulda passar upp á tannheilsuna. Aðsend Sólgleraugu: Þessi eru mín allra uppáhalds og eru frá Chimi. Ég er með sjónskekkju og alvörugefin ættgeng svipbrigði svo þessi hlífa mér oft fyrir „the resting bitch face“ lúkkinu sem hefur verið bendlað við mig en einnig þeirri gulu sem lætur sjá sig endrum og eins. Sólgleraugun sem Hulda nýtir í margvíslegum tilgangi. Aðsend Handáburður/andlitskrem: Ég er forfallin húðumhirðukona en ég nota þetta krem bæði á hendur og andlit. Þetta er andlitskrem frá kóresku merki sem við tókum nýverið inn í Andrá en virkar líka vel sem léttur handáburður. Handáburður og andlitskrem sem Hulda notar óspart. Aðsend Sólarvörn: Talandi um húðumhirðu. Alltaf með þessa á mér, hvort sem það er sól eða ekki, happy hour í smá sól og ég er ekki lengi að taka þessa upp úr töskunni - og ekki bara setja á mig heldur neyði ég þá sem eru með mér til að setja á sig líka. „Ekki gleyma að setja líka á hálsinn“ myndirðu kannski heyra mig segja. Hulda er alltaf með sólarvörnina á sér. Aðsend Skissubók: Ég er alltaf með eina skissubók í töskunni en ég er líka keramiker og stofnaði nýverið merki undir nafninu KLEI atelier en þar bý ég til leirmuni og leir skart. Ég fæ hugmyndir á öllum tímum dagsins og finnst gott að rissa niður svo ég gleymi ekki pælingunni strax. Stundum nota ég hana líka sem minnisbók, skrifa minnispunkta eða innkaupalista fyrir Krónuferðir. Skissubókin fyrir allar hugmyndirnar.Aðsend Filmumyndavél: Þessi gamla góða fær að slæda með í öll mín ævintýri og sér til þess að ég muni eftir áhugaverðum augnablikum. Ég er svona týpan sem er alltaf að gleyma að taka myndir á símann en ég man einhvern veginn alltaf að smella af þessari ef mómentið er þannig. Filmumyndavélin er alltaf með í för. Aðsend Hárklemma: Þessa hárklemmu átti amma mín í móðurætt sem er frá Philipseyjum. Mér þykir mjög vænt um klemmuna en ég nota hana eiginlega ekki neitt, þetta er bara smá svona lukkugripur ofan í tösku. Hárklemman er í miklu uppáhaldi hjá Huldu og er frá ömmu hennar í Filippseyjum.Aðsend Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Hárklemman sem amma mín frá Philipseyjum átti. Hún er hálfgerður lukkugripur, hún er bara alltaf ofan í tösku og búin að vera lengi. Furðulega harðgerð, er alltaf ofan í tösku og lifir góðu lífi þar þrátt fyrir að ég hafi sest ofan á töskuna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Sólarvörn, alltaf. Ég er oft kölluð sólarvarnarlöggan í vinahópnum. Hulda er gjarnan kölluð sólarvarnarlöggan í vinahópnum sínum. Sigríður Margrét Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Uppáhalds taskan mín er taska sem ég keypti í vintage búð í Porto í Portúgal. Konan sem rak verslunina átti töskuna og sagði mér að hún hafi ferðast með hana út um allan heim þegar hún var ung. Taskan var vissulega lifuð en mjög vel með farin miðað við mikla notkun og það sem heillaði mig við hana var hvað hún var tímalaus. Mér finnst þessi taska endurspegla hvernig við ættum að vera að hugsa um hlutina sem við kaupum, vanda valið og fara vel með það sem við eigum. Taskan sem Hulda keypti í Portó er í miklu uppáhaldi hjá henni. Aðsend Ertu dugleg/ur að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Æ nei, ég er reyndar ekkert rosalega dugleg að taka til í þeim. Það er fínt að hafa eitthvað verkefni sem bíður manns á biðstofu einhvers staðar, þá tek ég mig á og tek til, hendi einhverjum eldgömlum kvittunum og gömlum stöðumælasektum. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Ég er með svona tvær go to töskur og satt að segja á ég ekki fleiri. Margir sem þekkja mig lítið halda að ég eigi bara milljón töskur af því ég er búin að vinna í innkaupum í mörg ár en svo er ekki. Myndi segja að ég væri nægjusöm í tösku deildinni. Ég á eina stóra Telfar tösku sem ég nota fyrir vinnuna en í hana kemst vinnutölvan, dagbók og kaffibrúsi. Vinnutaskan hennar Huldu. Aðsend Svo á ég þessa vintage sem ég keypti í Porto sem ég nota meira á kvöldin og um helgar og þegar ég fer út að borða, þá get ég bara smellt helstu nauðsynjum ofan í. Stór eða lítil taska og afhverju? Ég myndi segja að það sé gott að eiga eina stóra og eina minni. Ein til að nota dagsdaglega í vinnu/skóla og ein til að nota um helgar og á kvöldin ef maður kíkir út og vill ekki vera með aleiguna á öxlinni. Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Tengdar fréttir Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31 Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30 Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31 Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Hulda Katarína er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og veitir hér lesendum Vísis innsýn í töskuna sína. Það leynist ýmislegt í töskunni hjá Huldu!Grafík/Vísir Hvað er í töskunni þinni og segðu okkur aðeins frá því sem er? Lyklar: Húslyklarnir góðu ásamt veski fyrir airpods. Ég reyndar týndi mínum og hef notað þetta undir hundakúkapoka fyrir hundinn minn. Ilmvatn: Ég er mjög dekruð þegar kemur að ilmum en einir af mínum bestu vinum eiga verslunina Mikado og þar selja þeir ilmvötn frá LeLabo. Þessi 15 ml stærð er svo næs on the go og fullkomin í ferðalög. Hulda segir þessa stærð á ilmvatninu fullkomna í ferðalögin. Aðsend Augnroll-on: Þetta er mesta hax sem ég uppgötvaði á þrítugsaldri og vildi að ég hefði uppgötvað fyrr. Ég var módel fyrir nýjustu herferðina hjá Rowse og Nuria, einn stofnandinn gaf mér nokkur svona. Þetta á að draga úr bólgum og baugum undir augum, hvort sem það virkar eða ekki þá er ég að elska að setja þetta á mig á morgnanna á leið í vinnu, þegar ég er í stuði set ég þetta inn í ísskáp yfir nóttina og renni þessu undir augun á meðan ég bíð eftir morgunkaffinu. Mjög frískandi. Augnroll-on sló í gegn hjá Huldu. Aðsend Varasalvi: Ég verð að vera með varasalva, alla daga, alltaf. Ef ég gleymi að setja hann ofan í tösku þá er ég farin rakleiðis í næstu verslun að kaupa. Algjört möst hjá mér. Ég er smá varasalva nörd og hef prufað margar tegundir í gegnum tíðina en þessi er í miklu uppáhaldi núna frá Bioeffect. Varasalvinn frá Bioeffect er í miklu uppáhaldi hjá Huldu. Aðsend Tannþráðapinnar:Tannheilsa krakkar. Alltaf gott að vera með þessa og hreinsa eftir eitthvað maul. Hulda passar upp á tannheilsuna. Aðsend Sólgleraugu: Þessi eru mín allra uppáhalds og eru frá Chimi. Ég er með sjónskekkju og alvörugefin ættgeng svipbrigði svo þessi hlífa mér oft fyrir „the resting bitch face“ lúkkinu sem hefur verið bendlað við mig en einnig þeirri gulu sem lætur sjá sig endrum og eins. Sólgleraugun sem Hulda nýtir í margvíslegum tilgangi. Aðsend Handáburður/andlitskrem: Ég er forfallin húðumhirðukona en ég nota þetta krem bæði á hendur og andlit. Þetta er andlitskrem frá kóresku merki sem við tókum nýverið inn í Andrá en virkar líka vel sem léttur handáburður. Handáburður og andlitskrem sem Hulda notar óspart. Aðsend Sólarvörn: Talandi um húðumhirðu. Alltaf með þessa á mér, hvort sem það er sól eða ekki, happy hour í smá sól og ég er ekki lengi að taka þessa upp úr töskunni - og ekki bara setja á mig heldur neyði ég þá sem eru með mér til að setja á sig líka. „Ekki gleyma að setja líka á hálsinn“ myndirðu kannski heyra mig segja. Hulda er alltaf með sólarvörnina á sér. Aðsend Skissubók: Ég er alltaf með eina skissubók í töskunni en ég er líka keramiker og stofnaði nýverið merki undir nafninu KLEI atelier en þar bý ég til leirmuni og leir skart. Ég fæ hugmyndir á öllum tímum dagsins og finnst gott að rissa niður svo ég gleymi ekki pælingunni strax. Stundum nota ég hana líka sem minnisbók, skrifa minnispunkta eða innkaupalista fyrir Krónuferðir. Skissubókin fyrir allar hugmyndirnar.Aðsend Filmumyndavél: Þessi gamla góða fær að slæda með í öll mín ævintýri og sér til þess að ég muni eftir áhugaverðum augnablikum. Ég er svona týpan sem er alltaf að gleyma að taka myndir á símann en ég man einhvern veginn alltaf að smella af þessari ef mómentið er þannig. Filmumyndavélin er alltaf með í för. Aðsend Hárklemma: Þessa hárklemmu átti amma mín í móðurætt sem er frá Philipseyjum. Mér þykir mjög vænt um klemmuna en ég nota hana eiginlega ekki neitt, þetta er bara smá svona lukkugripur ofan í tösku. Hárklemman er í miklu uppáhaldi hjá Huldu og er frá ömmu hennar í Filippseyjum.Aðsend Hefur einhver hlutur tilfinningalegt gildi? Hárklemman sem amma mín frá Philipseyjum átti. Hún er hálfgerður lukkugripur, hún er bara alltaf ofan í tösku og búin að vera lengi. Furðulega harðgerð, er alltaf ofan í tösku og lifir góðu lífi þar þrátt fyrir að ég hafi sest ofan á töskuna oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Er eitthvað sem er alltaf í töskunni þinni? Sólarvörn, alltaf. Ég er oft kölluð sólarvarnarlöggan í vinahópnum. Hulda er gjarnan kölluð sólarvarnarlöggan í vinahópnum sínum. Sigríður Margrét Hver er þín uppáhalds taska og afhverju? Uppáhalds taskan mín er taska sem ég keypti í vintage búð í Porto í Portúgal. Konan sem rak verslunina átti töskuna og sagði mér að hún hafi ferðast með hana út um allan heim þegar hún var ung. Taskan var vissulega lifuð en mjög vel með farin miðað við mikla notkun og það sem heillaði mig við hana var hvað hún var tímalaus. Mér finnst þessi taska endurspegla hvernig við ættum að vera að hugsa um hlutina sem við kaupum, vanda valið og fara vel með það sem við eigum. Taskan sem Hulda keypti í Portó er í miklu uppáhaldi hjá henni. Aðsend Ertu dugleg/ur að taka til í töskunni þinni og halda röð og reglu? Æ nei, ég er reyndar ekkert rosalega dugleg að taka til í þeim. Það er fínt að hafa eitthvað verkefni sem bíður manns á biðstofu einhvers staðar, þá tek ég mig á og tek til, hendi einhverjum eldgömlum kvittunum og gömlum stöðumælasektum. Ertu gjarnan með margar töskur á þér eða margar til skiptanna? Ég er með svona tvær go to töskur og satt að segja á ég ekki fleiri. Margir sem þekkja mig lítið halda að ég eigi bara milljón töskur af því ég er búin að vinna í innkaupum í mörg ár en svo er ekki. Myndi segja að ég væri nægjusöm í tösku deildinni. Ég á eina stóra Telfar tösku sem ég nota fyrir vinnuna en í hana kemst vinnutölvan, dagbók og kaffibrúsi. Vinnutaskan hennar Huldu. Aðsend Svo á ég þessa vintage sem ég keypti í Porto sem ég nota meira á kvöldin og um helgar og þegar ég fer út að borða, þá get ég bara smellt helstu nauðsynjum ofan í. Stór eða lítil taska og afhverju? Ég myndi segja að það sé gott að eiga eina stóra og eina minni. Ein til að nota dagsdaglega í vinnu/skóla og ein til að nota um helgar og á kvöldin ef maður kíkir út og vill ekki vera með aleiguna á öxlinni.
Hvað er í töskunni? Tíska og hönnun Tengdar fréttir Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31 Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30 Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31 Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Týnir öllu þannig að flest staldrar stutt við í töskunni Leikkonan og áhrifavaldurinn Kristín Pétursdóttir segist ekki dugleg að halda röð og reglu í töskunni sinni og á það til að týna hlutum, þar með talið töskum. Hún er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? og opnar töskuna sína fyrir lesendum Vísis. 14. mars 2024 11:31
Louis Vuitton taskan sem bæði týndist og fannst í uppáhaldi Það er nóg um að vera hjá Manúelu Ósk framkvæmdarstjóra Ungfrú Ísland en hún er dugleg að ferðast vegna starfs síns og er því nauðsynlegt að eiga góða tösku. Manúela Ósk er viðmælandi í fasta liðnum Hvað er í töskunni? hér á Vísi. 7. mars 2024 11:30
Er skipulagsfrík og tekur reglulega til í töskunni Kírópraktorinn og smekkmaðurinn Guðmundur Birgir Pálmason, jafnan þekktur sem Gummi Kíró, leggur mikið upp úr því að halda góðu skipulagi á töskunum sínum. Hann er viðmælandi í liðnum Hvað er í töskunni þinni? 29. febrúar 2024 11:31
Alltaf með nasl í töskunni og þjáist af matarást á háu stigi Markaðsstjórinn og ofurskvísan Pattra Sriyanonge lifir viðburðaríku lífi og er því mikilvægt fyrir hana að vera alltaf með réttu hlutina í töskunni. Lífið á Vísi tók púlsinn á henni í nýjum föstum lið sem heitir Hvað er í töskunni þinni? 22. febrúar 2024 11:30