Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 11:52 Åge Hareide sést hér á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. Getty/Octavio Passos Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira