Íbúar björguðu því að öll kælivara á Grundarfirði færi í ruslið Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 22:00 Grundfirðingar brugðust hratt við og kláruðu alla kælivöruna sem annars hefði farið í ruslið. Samkaup Kælarnir í Kjörbúðinni í Grundarfirði biluðu í dag og var útlit fyrir að henda þyrfti allri kælivöru. Með samhentu átaki Samkaupa, bæjarins og íbúa náði að tryggja að ekkert færi til spillis. Kælarnir eru nú aftur komnir í gang. „Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum. Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
„Kælarnir gáfu sig í Kjörbúðinni í Grundarfirði og það leit út fyrir að gætum ekki komið þeim í gang í tæka tíð til að bjarga matvælunum,“ segir Kristín Gunnarsdóttir, rekstrarstjóri Kjörbúða og Krambúða hjá Samkaupum um málið. „Þannig við höfðum samband við Grundarfjarðarbæ og starfsfólkið þar vann þetta hratt og vel með okkur. Í samvinnu við Grundarfjarðarbæ og Snæfellsbæ komum við skilaboðum á íbúa í bænum og í nærsamfélaginu og gáfum matinn sem annars hefði farið í ruslið,“ segir hún. Hvernig voru viðbrögð fólks? „Það kláraðist allt, það var ekki eitt kíló eftir. Það tóku allir rosalega vel í þetta og við erum mjög þakklát fyrir viðbrögð bæjarbúa,“ segir Kristín. Hagur allra að draga úr matarsóun Þannig að fyrir utan bilunina sjálfa fór allt vel? „Í þessum aðstæðum er það eina sem hægt var að gera jákvætt í þessu var að sporna við allri matarsóun. Frekar en að þetta endaði í ruslinu gátum við gert gagn. Það er hagur okkar allra sem samfélag að draga sem mest úr matarsóun,“ segir Kristín. Hvaða kælar eru þetta nákvæmlega? „Kælarnir sem halda mjólkurvörunum og kjötinu okkar. Þeir biluðu og um leið og þeir bila þá rofnar ákveðin keðja og þá verður að bregðast hratt við,“ segir Kristín og bætir við að allir viðeigandi verkferlar hafi virkað sem skyldi. Hver er staðan á kælunum núna? „Kælarnir eru komnir í lag en við náðum líka að nýta aðra kæla. Við höfum þegar fengið aðrar sendingar sem eru í réttum kælum til að halda flæðinu í lagi. Í svona samfélögum eins og Grundarfirði þá er þetta eina verslunin á staðnum og í svona minni byggðarlögum er mikilvægt að halda flæðinu gangandi,“ segir hún. Að lokum segir Kristín að Samkaup séu afar þakklát Grundarfjarðarbæ fyrir jákvæð viðbrögð og að engum mat hafi verið hent. „Við gáfum mat fyrir um 75 milljónir í fyrra og stefna okkar er að gera enn betur í ár,“ segir hún að lokum.
Grundarfjörður Snæfellsbær Umhverfismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira