„Auðvelt að hlaupa vitandi af honum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. mars 2024 22:27 Guðmundur Þórarinsson spilaði vel fyrir íslenska liðið í kvöld. Vísir Guðmundur Þórarinsson átti góðan leik í vinstri bakverðinum hjá íslenska liðinu í sigrinum á Ísrael í dag. Hann sagðist hafa hugsað að Eran Zahavi myndi klúðra áður en hann tók seinni vítaspyrnu Ísraela í leiknum. „Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira
„Vá, mikið af tilfinningum auðvitað og maður er glaður fyrir liðið. Þetta var frábær frammistaða í heild sinni hjá okkur. Maður er búinn að stefna að þessu endalaust. Ég hef verið lengi að spila erlendis og alltaf með þetta markmið,“ sagði Guðmundur í viðtali við Stefán Árna Pálsson eftir leikinn í Ungverjalandi í kvöld. Guðmundur var þó ekki kominn á EM í huganum og minntist á úrslitaleikinn gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. „Það er einn leikur eftir og ég veit að við munum leggja allt í sölurnar til að komast alla leið.“ Ísrael fékk tækifæri til að jafna metin í 2-2 þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Eran Zahavi skaut hins vegar framhjá og var Guðmundur sallarólegur fyrir vítaspyrnuna. „Ég er búinn að „manifesta“ þetta svo lengi þannig að ég hugsaði með mér að hann hlýtur að klúðra sem hann gerði. Að sjálfsögðu var það erfitt augnablik. Við vorum orðnir manni fleiri þá. Maður hugsaði að þó þetta færi í 2-2 þá værum við að skapa okkur helling af færum. Að sjálfsögðu var þetta erfitt augnablik og maður vildi auðvitað ekki að þeir myndu skora. Þeir gerðu það sem betur fer ekki og við náðum að klára þetta.“ Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson var einn af fáum íslenskum stuðningsmönnum í stúkunni í kvöld en hann og Guðmundur eru bræður. Guðmundur viðurkenndi að það hefði verið gott að vita af bróður sínum í stúkunni. „Já, úff. Eftir það sem hefur verið í gangi síðustu ár. Geðveikt að hann skyldi komast á leikinn og hann er á geggjuðu róli. Það var auðvelt að hlaupa vitandi af honum. Þetta spilar allt saman.“ „Ég er ekkert að tjá mig mikið um það, fótboltinn skiptir máli í augnablikinu. Að sjálfsögðu gefur þetta kraft vitandi hvað við höfum gengið í gegnum síðustu misserin.“ Á þriðjudaginn er svo úrslitaleikurinn um sæti á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar. Andstæðingurinn verður Úkraína sem vann 2-1 endurkomusigur á Bosníu í kvöld. „Ég lofa að leggja allt í sölurnar. Þetta verður erfiður leikur en ég hef fulla trú á okkur.“ Klippa: Viðtal við Guðmundu Þórarinsson Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 21. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sjá meira