Gular viðvaranir og slæmt ferðaveður á Vestur- og Norðurlandi Lovísa Arnardóttir skrifar 22. mars 2024 07:21 Holtavörðuheiði er lokuð eins og stendur en lokunin verður endurskoðuð á hádegi. Vísir/Atli Gular viðvaranir eru í gildi á nær öllu vestan- og norðanverðu landinu. Þær renna út á Breiðafirði og Vestfjörðum á hádegi en ekki fyrr en á morgun á Norðvestur- og Norðurlandi. Slæm færð er á vegum um land allt og víða vegir lokaðir eða á óvissustigi. Þá er enn óvissustig í gildi á bæði Norður- og Vesturlandi vegna snjóflóðahættu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki hafi verið metin hætta í byggð á Norðurlandi en hús voru rýmd á Vestfjörðum í gær. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag að áframhald verði á hríðarveðri á norðanverðu landinu. Þar verði norðanátt og allt að 15 til 20 metrar á sekúndu, snjókoma og vægt frost og lítið ferðaveður, einkum á fjallvegum. Þar kemur einnig fram að sunnan heiða verði heldur hægari vindur, skýjað með köflum og hiti 2 til 8 stig. Eftir hádegi bætir í vind sunnan Vatnajökuls og verður þá norðvestan 18 til 23 metrar á sekúndu þar síðdegis. Varað er við því að aðstæður geti verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Seint í kvöld og í nótt dregur svo úr vindi og ofankomu. Þá verður norðlæg átt og 8 til 15 metrar á sekúndu og skýjað með köflum á morgun, en dálítil snjókoma fram eftir degi norðaustantil. Frost 0 til 6 stig, en áfram frostlaust við suðurströndina. Erfitt og slæmt ferðaveður Hvað varðar færð um landið þá er hvöss norðlæg átt á fjallvegum um norðanvert landið og erfið akstursskilyrði vegna blindu í snjókomu. Skafrenningur er á fjallvegum um allt norðanvert landið í dag. Þá er einnig mjög hvasst og líkur á hviðum um 35 metra á sekúndu frá Öræfum og austur til Hafnar. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að lokað er um Fróðárheiði, Svínadal og Holtavörðuheiði á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er einnig víða lokað vegna veðurs og er einnig óvissustig víða vegna snjóflóðahættu. Það sama gildir um Norðurland og Norðausturland. Þar eru vegir á óvissustigi og er varað við því að þeir geti lokað með stuttum fyrirvara. Á Austurlandi er Fjarðarheiði ófær en verið er að moka og eystra Vatnsskarð á óvissustigi. Á Suðausturlandi er mikið af holum á vegi og hálka á Suðurlandi. Best er að athuga stöðu veðurs og færðar hjá Veðurstofu og Vegagerð áður en haldið er út. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Minnkandi norðlæg átt, 5-13 m/s síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst. Á sunnudag: Norðaustlæg átt 5-13 og stöku él sums staðar. Frost 1 til 9 stig, en hiti um eða yfir frostmarki sunnanlands. Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, skýjað með köflum og stöku él á víð og dreif. Frost 0 til 12 stig, mildast syðst. Á þriðjudag: Vaxandi suðaustanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu og hita í kringum frostmark sunnantil. Hægari vindur, bjart með köflum og frost 2 til 8 stig í öðrum landshlutum. Á miðvikudag: Austlæg átt og slydda eða rigning, en bjartviðri norðantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt með stöku él suðaustantil, en annars að mestu bjart. Veður Færð á vegum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Sjá meira
Þá er enn óvissustig í gildi á bæði Norður- og Vesturlandi vegna snjóflóðahættu. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að ekki hafi verið metin hætta í byggð á Norðurlandi en hús voru rýmd á Vestfjörðum í gær. Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofunnar í dag að áframhald verði á hríðarveðri á norðanverðu landinu. Þar verði norðanátt og allt að 15 til 20 metrar á sekúndu, snjókoma og vægt frost og lítið ferðaveður, einkum á fjallvegum. Þar kemur einnig fram að sunnan heiða verði heldur hægari vindur, skýjað með köflum og hiti 2 til 8 stig. Eftir hádegi bætir í vind sunnan Vatnajökuls og verður þá norðvestan 18 til 23 metrar á sekúndu þar síðdegis. Varað er við því að aðstæður geti verið varhugaverðar fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Seint í kvöld og í nótt dregur svo úr vindi og ofankomu. Þá verður norðlæg átt og 8 til 15 metrar á sekúndu og skýjað með köflum á morgun, en dálítil snjókoma fram eftir degi norðaustantil. Frost 0 til 6 stig, en áfram frostlaust við suðurströndina. Erfitt og slæmt ferðaveður Hvað varðar færð um landið þá er hvöss norðlæg átt á fjallvegum um norðanvert landið og erfið akstursskilyrði vegna blindu í snjókomu. Skafrenningur er á fjallvegum um allt norðanvert landið í dag. Þá er einnig mjög hvasst og líkur á hviðum um 35 metra á sekúndu frá Öræfum og austur til Hafnar. Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að lokað er um Fróðárheiði, Svínadal og Holtavörðuheiði á Vesturlandi. Á Vestfjörðum er einnig víða lokað vegna veðurs og er einnig óvissustig víða vegna snjóflóðahættu. Það sama gildir um Norðurland og Norðausturland. Þar eru vegir á óvissustigi og er varað við því að þeir geti lokað með stuttum fyrirvara. Á Austurlandi er Fjarðarheiði ófær en verið er að moka og eystra Vatnsskarð á óvissustigi. Á Suðausturlandi er mikið af holum á vegi og hálka á Suðurlandi. Best er að athuga stöðu veðurs og færðar hjá Veðurstofu og Vegagerð áður en haldið er út. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á laugardag: Minnkandi norðlæg átt, 5-13 m/s síðdegis. Él á Norður- og Austurlandi, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 7 stig, en frostlaust syðst. Á sunnudag: Norðaustlæg átt 5-13 og stöku él sums staðar. Frost 1 til 9 stig, en hiti um eða yfir frostmarki sunnanlands. Á mánudag: Norðlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, skýjað með köflum og stöku él á víð og dreif. Frost 0 til 12 stig, mildast syðst. Á þriðjudag: Vaxandi suðaustanátt með dálítilli snjókomu eða slyddu og hita í kringum frostmark sunnantil. Hægari vindur, bjart með köflum og frost 2 til 8 stig í öðrum landshlutum. Á miðvikudag: Austlæg átt og slydda eða rigning, en bjartviðri norðantil. Á fimmtudag: Útlit fyrir austlæga átt með stöku él suðaustantil, en annars að mestu bjart.
Veður Færð á vegum Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fleiri fréttir Suðlægur vindur og væta sunnan- og vestantil Veðurviðvaranir um allt land vegna hvassviðris og hláku Úrkomusvæði vaxandi lægðar nálgast óðum Víða skúrir og hlýnandi veður Bjart, kalt og hægur vindur Yfirleitt þurrt og bjart veður sunnan- og vestantil Má reikna með snjókomu eða éljum síðdegis Norðanáttin getur náð stormstyrk Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Slydda eða snjókoma sunnan- og vestantil Dálítil él og frost að tíu stigum Kalt og rólegt veður á fyrsta degi ársins Talsvert frost en rólegt veður þegar nýtt ár gengur í garð Segir umferðarmenninguna oft erfiða á Hellisheiðinni Snjómokstur hófst klukkan fjögur í nótt „Það versta stendur yfir áramótin“ Útlit fyrir snjókomu vestast Smálægðir keppast við að stýra veðrinu í dag Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Stíf suðvestanátt áfram ríkjandi Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Sjá meira