„KSÍ í rauninni breytir eigin reglum“ Íþróttadeild Vísis skrifar 22. mars 2024 13:00 Albert Guðmundsson var til umræðu í Besta sætinu. Getty Albert Guðmundsson, hetja íslenska landsliðsins í gærkvöld, fékk ákveðna undanþágu hjá KSÍ til að spila leikinn. Sambandið breytti eigin reglum til að heimila þátttöku hans. Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Landsleikur gærkvöldsins gegn Ísrael var til umræðu í Besta sætinu þar sem Henry Birgir Gunnarsson, Aron Guðmundsson og Valur Páll Eiríksson fóru yfir sviðið. Albert Guðmundsson var hetja liðsins og skoraði þrennu í 4-1 sigrinum á Ísrael í gær en þátttaka hans í verkefninu var umdeild. Albert var í hópnum í fyrsta skipti í níu mánuði en hann hefur verið útilokaður frá þátttöku á grundvelli reglna KSÍ sem segja til um að menn sem sæta rannsókn lögreglu eða ákærusviðs vegna alvarlegra brota séu ekki valdir. Albert var kærður fyrir kynferðisbrot síðasta sumar en var valinn í hópinn síðasta föstudag eftir að Héraðssaksóknari felldi málið niður. Sú niðurstaða var kærð í vikunni og hefði Albert þá í raun átt að vera ólöglegur í verkefnið samkvæmt reglum sambandsins. Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sagði Albert aftur á móti mega vera í hópnum á grundvelli ákvörðunar stjórnar sambandsins sem segir til um eftir að verkefni er hafið megi leikmenn klára það verkefni þó að mál sé á borði lögreglu eða ákærusviðs. „KSÍ í rauninni breytir eigin reglum í þessu tilfelli. Þessi stjórnarákvörðun sem er tekin þarna á föstudegi fyrir leik. Hún er í rauninni í andstöðu við regluna eins og hún er skrifuð. Þeir ákveða bara að þessi regla gildi ekki í ákveðnum tilfellum,“ sagði Valur Páll í þættinum. „Sem er samt í rauninni bara í þessu eina tilfelli. Það var alveg vitað að þetta átti bara við um þetta eina mál. Staðan var þannig að það var hægt að áfrýja meðan þetta landsliðsverkefni stæði yfir og hann eini maðurinn sem situr undir kæru eins og staðan er núna,“ „Þessi ákvörðun er augljóslega tekin með þetta eina mál í huga og eins og Þorvaldur sagði þá er pælingin að skýra þessar reglur, hvernig sem það verður síðan gert. En það er allavega búið að breyta þeim með einhverjum hætti með nákvæmlega þessari stjórnarákvörðun að þegar maður er mættur í verkefni þá fær hann að klára það,“ sagði Valur enn fremur. Gæti ekki farið á EM ef málið er enn í ferli Samkvæmt reglunum hefði ekki verið heimilt að velja Albert ef niðurfelling Héraðssaksóknara hefði verið kærð áður en hópurinn var valinn. Þorvaldur staðfesti það í samtali við Vísi. Það er því ekki heimilt að velja Albert í hópinn eins og sakir standa, en hann fær að klára verkefnið sem stendur yfir. Skildi Ísland komast á EM er Albert því ekki löglegur til vals í hópinn ef áfrýjunin verður enn á borði Ríkissaksóknara á þeim tíma. „Þetta er í raun og veru ekki breyting. Þetta er bara ný regla. Hin stendur, þessi er bara ný,“ sagði Henry Birgir. „Þetta er svona B-liður í reglunni. Svo er spurningin, vegna þess að þessi mál taka yfirleitt einhverjar vikur og mánuði, að ef þetta áfrýjunarferli endist fram í júlí, til að mynda, þá má ekki velja Albert ef við skildum fara á EM,“ „Þá er valinn hópur í lok maí og mótið byrjar um miðjan júní, ef það er ekki búið að klára þetta mál þá, þá gildir fyrri reglan. Þá fær hann ekki að fara með,“ sagði Valur. Ísland mætir Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM í sumar á þriðjudaginn kemur. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan og nálgast á Spotify að neðan. Hann er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta KSÍ EM 2024 í Þýskalandi Besta sætið Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti