Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. mars 2024 12:48 Helga Björk Eiríksdóttir er formaður bankaráðs Landsbankans. Hún segir að Jón Gunnar Jónsson og félagar hjá Bankasýslunni hafa verið upplýsta um áformin um kaup á TM. Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar. Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Bankaráð hefur svarað bréfi Bankasýslunnar frá því á mánudag þar sem óskað var eftir upplýsingum um skuldbindandi tilboð bankans um kaup af Kviku banka á TM. Bankaráð segist í svari sínu hafa um nokkurt skeið haft áhuga á að bæta tryggingum við þjónustuframboð bankans. Frá miðju ári 2023 hafi bankaráð átt frumkvæði að samskiptum við Bankasýsluna þar sem fram hafi komið áhugi bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á TM. Samskiptin hafa farið fram í tölvupóstum, á fundum og með símtölum. „Í tölvupósti frá formanni bankaráðs 11. júlí 2023 til Bankasýslunnar var greint frá því að bankinn hefði haft samband við Kviku og lýst yfir áhuga bankans á að kaupa TM. Bankasýslan svaraði tölvupóstinum samdægurs án athugasemda varðandi kaupin,“ segir í svari bankaráðs. Formaður bankaráðs er Helga Björk Eiríksdóttir. Formlegt söluferli á TM hafi hafist 17. nóvember 2023. Bankaráð hafi haft samband við Bankasýsluna rúmum mánuði síðar. „Þann 20. desember 2023 var Bankasýslan upplýst í símtali um að bankinn hefði skilað inn óskuldbindandi tilboði í TM. Í kjölfarið tók bankinn þátt í ferli sem lauk með því að bankinn lagði fram skuldbindandi tilboð í félagið þann 15. mars 2024. Þann 17. mars var Bankasýslan upplýst um að Kvika hefði samþykkt skuldbindandi tilboð bankans,“ segir í svari bankasýslunnar. Í bréfi Jóns Gunnars Jónssonar forstjóra Bankasýslunnar til fjármálaráðherra á dögunum sagði að Helga Björk teldi sig hafa minnst á áhuga Landsbankans að taka þátt í söluferlinu í óformlegu símtali til Tryggva Pálssonar, stjórnarformanns Bankasýslunnar, í desember. Tilefni símtalsins hafi þó verið launauppbót starfsmanna. Jón Gunnar sagði í bréfinu að engar formlegar upplýsingar hefðu á nokkrum tímapunkti borist Bankasýslunni um þátttöku Landsbankans í söluferlinu. Bankaráð segir Bankasýsluna á móti aldrei hafa sett fram athugasemdir eða óskað eftir frekari upplýsingar eða gögnum frá bankaráði þótt Jón Gunnar og félagar hjá Bankasýslunni hafi vitað af óskuldbindandi tilboði í tæpa þrjá mánuði. Fréttin hefur verið uppfærð. Í fyrri útgáfu sagði að óformlegt símtal Helgu hefði verið til forstjóra Bankasýslunnar en hið rétta er að símtalið var til stjórnarformanns Bankasýslunnar.
Landsbankinn Kaup Landsbankans á TM Fjármálafyrirtæki Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Kaupa allt hlutafé í Nóa Síríus og Finnur hættir sem forstjóri Viðskipti innlent Nýsjálenskt lambakjöt miklu ódýrara en það íslenska Neytendur SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Meðallaun 758 þúsund á mánuði Viðskipti innlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira