Katrín prinsessa greindist með krabbamein Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:07 Prinsessan af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein í ávarpi á BBC. BBC Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. „Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið. Bretland Kóngafólk England Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
„Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið.
Bretland Kóngafólk England Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira