Vopnaðir sérsveitarmenn sáust á vettvangi en að sögn Helenar Rósar Sturludóttur, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra, voru þeir kallaðir til vegna tilkynningar um mann í versluninni sem var sagður vopnaður hnífi.
Aðgerðirnar hafi hins vegar verið á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttastofa hefur ekki náð í lögreglu.
Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.