Býður viðskiptavinum upp á klippingu í algerri þögn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. mars 2024 19:41 Styrmir Sigurðsson, hárgreiðslumaður á Space hárstofu í Kópavogi, býður viðskiptavinum sínum upp á þá nýjung að fá klippingu án nokkurs einasta kurteisishjals. Hann segir marga njóta þess að láta dekra við sig í algerri þögn. Þótt Styrmir sé góður í þögninni þá er hann líka mjög skemmtilegur og spjallaralegur en hann leyfir viðskiptavinum sínum að stjórna ferðinni. Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“ Hár og förðun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Úti í hinum stóra heimi færist í aukana að hárgreiðslustofur bjóði upp á tíma í klippingu þar sem algerri þögn er heitið. Þessi þjónusta er veitt vegna vaxandi óþols sumra viðskiptavina fyrir innihaldslitlu kurteisishjali um daginn, veginn og veðrið. Nú er þetta líka í boði á Íslandi en Styrmir segir vin sinn hafa stungið upp á þessu við sig eftir að hafa kynnst þessu í Danmörku. Kvörtuðu yfir því að rakarinn „héldi aldrei kjafti“ „Það voru alltaf að poppa upp póstar á Facebook og Twitter þar sem fólk kvartaði yfir því að rakarinn héldi aldrei kjafti þannig að ég hugsaði að það hlyti að vera markaður fyrir því að taka út þennan „óþægindafaktor“ sem felst í því að þurfa að biðja aðilann um að hafa þögn þannig að ég ákvað að bæta þessu bara inn í bókunarkerfið hjá mér,“ segir Styrmir. Styrmir ákvað að innleiða þessa nýjung í bókunarkerfið sitt og það er í boði fyrir herra undir yfirskriftinni „þögla týpan“ en eiginkona hans á Space hárstofu hyggst bjóða upp á samskonar þjónustu fyrir konur eftir páska. „Fólk hefur tekið rosalega vel í þetta. Ótrúlega margir karlmenn hafa komið til mín og nýtt sér þessa þjónustu og þetta hefur bara gengið vonum framar. Ég vildi að ég gæti sagt ykkur hvað sé að frétta en það er náttúrulega ekkert að frétta því við tölum ekki um neitt,“ segir Styrmir kíminn. „En það virðist allavega vera markaður þarna úti fyrir því að fara í klippingu í þrjátíu mínútur, leggja frá sér símann, halla sér aftur á bak og njóta þess að láta dekra við sig. “ „Þögla týpan“ góð eftir erfiðan vinnudag Vinir Styrmis hafa gantast með að vilja panta tíma hjá honum í „þöglu týpunni“ en fyrir honum er þetta einmitt ekkert grín - það séu margar ástæður fyrir því að fólk kjósi þögnina. „Það getur hafa verið erfiður dagur hjá þér í vinnunni, þú ert kannski með ungbarn á heimilinu sem er ekki að sofa. Það kemur mér í grunninn ekki við hvers vegna þú pantaðir hjá mér „þöglu týpuna“ þú kemur bara hérna í þrjátíu mínútur og kúplar þig út.“ Hann segir að þögnin verði ekki þrúgandi þegar hún er höfð af ásettu ráði beggja. „Ég hef alveg farið í klippingu þar sem ég hugsa „ég verð að finna eitthvað til að tala um, þetta er svo vandræðalegt!“ en þegar báðir eru með þetta hugarfar að hér verði bara þögn, þá verður eitthvað svo fallegt við þögnina og einhvern veginn bara svo gott.“
Hár og förðun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira