Hár og förðun

Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian
„Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian.

Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru
Fjöldinn allur af ofurskvísum kom saman í Mýrarkoti síðastliðinn laugardag til að fagna með íslenska húðvörumerkinu Dóttir Skin. Meðal gesta voru raunveruleikastjarnan Patrekur Jaime, markaðsskvísan Embla Óðinsdóttir, fyrirsætan Guðlaug Elísa og auðvitað Helga Sigrún eigandi Dóttir Skin.

Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði
Hagkaup hefur hafið sölu á hárvörum frá franska lúxusmerkinu Balmain Paris – einu þekktasta tískuhús Evrópu. Samstarfið markar tímamót í vöruúrvali Hagkaups og var þeim fagnað með glæsilegum viðburði í Hagkaup Smáralind í gær, sem haldinn var á fyrsta degi Tax Free daga sem standa til 9. júlí.

„Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“
„Ég hef einstakan sannfæringarkraft – ég get sannfært ótrúlegustu manneskjur um allskonar hluti,“ segir Sigurlaug Dröfn Bjarnardóttir, snyrtivörudrottning og stofnandi Reykjavík Makeup School, kímin þegar hún er spurð hvort hún búi yfir einhverjum leyndum hæfileikum.

Einar fékk meira hár en Baldur
Einar Bárðarson, umboðsmaður, lagahöfundur og hlaðvarpsstjórnandi, og Baldur Rafn Gylfason, hárgreiðslumeistari og eigandi BPro, fóru í byrjun maímánaðar saman í hárígræðslu í Istanbúl í Tyrklandi. Baldur segir miklar framfarir hafa orðið í faginu á liðnum árum en fyrir rúmum áratug voru slíkar aðgerðir lífshættulegar.

Ferð þú til Ástralíu með Bondi Sands og KILROY?
Ástralska snyrtivörumerkið Bondi Sands og ferðaskrifstofan KILROY hafa sameinað krafta sína í spennandi samstarfi sem leiðir til draumaferðar til Ástralíu. Bondi Sands hefur síðastliðin ár orðið eitt það vinsælasta í heiminum. Vörumerkið heitir eftir einni frægustu strönd í Ástralíu, Bondi Beach og markmiðið að færa fólki hinn fullkomna sólkyssta ástralska ljóma.

Það allra heitasta í sumarförðuninni
Með hverju sumri koma nýjar tískubylgjur á ýmsum sviðum sem einhverjir gleðjast yfir og vilja gjarnan stökkva á. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum öflugum förðunarfræðingum um hver sjóðheitustu förðunartrendin væru í sumar.

Orsakir flösu og áhrifarík meðferð
Flasa veldur því að lítil þurr húð flagnar af hársverðinum og verður oft á tíðum sjáanleg á fötum. Flasa getur átt sér ýmsar orsakir. Fríða Rut Heimisdóttir hárgreiðslumeistari og eigandi Regalo ehf segir lykilatriði skilja undirliggjandi orsök til að meðhöndla og koma í veg fyrir flösu.

Ný og endurbætt snyrtivörudeild opnuð í Hagkaup
Það var sannkölluð stemning í Hagkaup Garðabæ í gær, fimmtudaginn 15. maí, þegar ný og glæsileg snyrtivörudeild var opnuð formlega við hátíðlega athöfn.

Ný hugsun í heimi brúnkuvara
Ástralska brúnkuvörumerkið Azure Tan hefur sannarlega slegið í gegn með einstökum formúlum sem gera þér kleift að fullkomna húðina og brúnkuna í einu skrefi.

Áttu sturlaða stund á Times Square
„Þetta var einhver súrrealískasta tilfinning sem við höfum upplifað,“ segja Heiður Ósk Eggertsdóttir og Ingunn Sigurðardóttir sem eru stofnendur og eigendur snyrtivörumerkisins Chilli in June. Stöllurnar lögðu land undir fót með vörumerkið og skelltu sér á hið víðfarna torg Times Square í New York þar sem auglýsing Chilli in June ljómaði á risaskjá.

Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma
Á nýju markaðstorgi Sinna er fókusinn heilsa, útlit og vellíðan og á sinna.is er hægt að bóka tíma hjá hárgreiðslustofum, snyrtistofum, heilsulindum, nuddstofum, og í margskonar aðra þjónustu m.a. í þjálfun, förðun, ljósmyndatöku og margt fleira áhugavert. Það hefur aldrei verið jafn einfalt að skoða úrval þjónustuframboðs og bóka tíma.

Sumarið er komið á Boozt
Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu og tími til kominn að fríska upp á fataskápinn í takt við hlýnandi veður. Litapallettan í tísku, förðun og heimilisvörum verður aðeins ljósari og litríkari í sumar.

Breytt útlit Daða Freys vekur athygli
Tónlistarmaðurinn og Eurovision-farinn Daði Freyr Pétursson gerði drastískar breytingar á útliti sínu og klippti af sér hárið, en síða hárið hefur lengi verið eitt af helstu einkennum hans undanfarin ár.

Hollywood speglarnir slá í gegn
Förðunarspeglar með perum í „Hollywood stíl“ njóta mikilla vinsælda hjá ungu fólki þessi misserin. Reyndar ná vinsældir speglanna langt út fyrir unglingaherbergin því foreldrarnir nota þá ekki síður.

Fullkomið tan og tryllt partý
Gleðin var við völd í húsakynnum Bpro nú á miðvikudagskvöldið 2.apríl síðastliðinn en tilefnið var að fagna því að Bpro var að vinna til verðlaunanna „MARC INBANE - Distributor of the Year 2024“ eða „Dreifingaraðili ársins 2024“.

Allt fyrir ferminguna á einum stað
Fermingardagurinn stór stund í lífi fermingarbarna og margt sem þarf að huga að.

Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt
Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway.

Svona losnar þú við baugana
Dökkir baugur undir augunum er vandamál sem margir glíma við. Þessi óæskilegi litur getur stafað af ýmsum ástæðum, svo sem svefnleysi, of mikilli streitu eða vökvaskorti. Það eru þó einfaldar og náttúrulegar lausnir sem geta hjálpað til við að draga úr dökkum baugum og frískað upp á útlitið.

Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli
Gervonta Davis kom með nokkuð óvenjulega afsökun eftir að hann gerði jafntefli við Lamont Roach í titilbardaga í léttvigt í gær.

Í samkeppni við Noona með Sinna
Inga Tinna Sigurðardóttir, eigandi Dineout.is, opnaði nýlega nýtt markaðstorg á vefnum sinna.is þar sem hægt er að bóka tíma í hárgreiðslu, á snyrtistofu, heilsulind, nudd og ýmsa þjálfun. Inga Tinna segir þau leggja áherslu á heilsu og vellíðan. Um 60 rekstraraðilar hafa skráð sig á síðuna.

Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs
Sykur úr sætindum, ávöxtum og öðrum matvælum getur haft áhrif á húðina okkar og skert teygjanleika hennar.

Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann
Á veturna kjósa margir að nota feit rakakrem þar sem kuldi, þurrt loft og miskunnarlausir vindar hafa gjarnan mikil áhrif á húðina. Skíðatímabilið er rétt að hefjast og fyrir þá sem stunda íþróttina er mikilvægt að vernda húðina enn betur.

Heitustu trendin árið 2025
Nú er splunkunýtt ár gengið í garð og nýju ári fylgja óumflýjanlega ný trend sem sækja þó mörg hver innblástur til fortíðar. Það er engum skylt að fylgja tískubylgjum og eflaust forðast einhverjir þær eins og heitan eldinn en þó getur verið skemmtilegt að vera með puttann á púlsinum á því sem slær í gegn. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp sérfræðinga um heitustu trendin á margvíslegum sviðum.

Húðrútína Önnu Guðnýjar
Anna Guðný Ingvarsdóttir er 25 ára flugfreyja hjá Icelandair og áhrifavaldur. Hún segist hafa mikinn áhuga á förðun og húðumhirðu og reynir að hafa daglega húðrútínu einfalda. Fyrir aukinn ljóma á köldum dögum gætir hún að því að velja vörur með meiri raka.

Húðrútína Birtu Abiba
Ofurfyrirsætan Birta Abiba segir sólarvörn framar öllu öðru þegar kemur að daglegri húðumhirðu. Hún segir að vegna starfsins sé húðrútínan hennar umfangsmeiri en hjá flestum, en hún hvetur ungmenni til að nota færri vörur en fleirri.

Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu
Förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Tinna Empera hefur haft áhuga á tísku frá blautu barnsbeini og ólst upp við það að þora að hugsa stórt. Hún flutti til New York fyrir þrettán árum síðan og hefur tekið þátt í ýmsum ævintýralegum verkefnum. Blaðamaður ræddi við Tinnu um lífið úti.

Ilmaðu eins og frambjóðendur
Góður ilmur spilar stórt hlutverk í lífi margra og er stundum sagt að ilmur geti sagt mikið til um persónuleika okkar. Þegar við finnum ilm sem við erum ánægð með, eigum við það til að nota hann árum saman. Frambjóðendur til Alþingiskosninga 2024 eru þar engin undantekning. Hér að neðan má sjá hvaða ilmi nokkrar af þeim konum sem eru í framboði nota.

Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur
Félagið X20 Lausnir ehf. hefur verið gert að greiða hundrað þúsund króna stjórnvaldssekt vegna fullyrðinga sem birtust á vefsíðunni lifsbylgja.is. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að umræddar fullyrðingar teldust undir öllum kringumstæðum óréttmætar, en þær vörðuðu vörur undir merkinu Lifewave.

„Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“
Á einum tímapunkti árið 2017 íhugaði Sigurrós Lilja Ragnarsdóttir að raka af sér allt hárið. Hún hafði í einhvern tíma reynt að vinna bug á þrálátum skallablettum en án árangurs. Þá stakk frænka hennar upp á að hún myndi prufa Nourkrin Woman hárbætiefnið. Strax eftir mánuð fór hún að sjá mun, þar sem farið var að móta fyrir nýjum hárum í skallablettunum. Síðan þá hefur hárvöxturinn verið á jafnri og góðri leið upp á við.