Einn áskrifandi var með bónusvinningin og hlýtur hann rúmar fjögurhundruð þúsund krónur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri getspá.
Það voru þó fleiri heppnir í kvöld og þeirra á meðal var einn með allar tölur og í réttri röð í Jóker kvöldsins og fær hann tvær milljónir króna. Miðahafinn var með miðann sinn í áskrift. Fjórir miðahafar voru með annan vinning og fær hver þeirra hundrað þúsund krónur.
Einn miðinn var keyptur á heimasíðu Lottó, einn á N1 í Fossvogi og tveir miðanna voru í áskrift.