Telur ljóst að átt sé við sig og gagnrýnir Flokk fólksins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. mars 2024 08:44 Steinunn Þóra Árnadóttir hefur tjáð sig um framgöngu Flokks fólksins í málefnum fatlaðs fólks. vísir/vilhelm Steinunn Þóra Árnadóttir þingmaður Vinstri grænna segir að líklegast hafi Inga Sæland formaður Flokks fólksins verið að vísa í sig þegar Inga ræddi um „eina fatlaða liðið á þinginu“. Steinunni Þóru þykir leitt að Flokkur fólksins átti sig ekki á mikilvægi framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks. Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum. Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Vísir fjallaði um skrautlegar umræður á þingi, þar sem rætt var um framkvæmdaáætlunina, í gær. Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur ofbauð framganga Ingu Sæland í ræðustól þar sem hún virtist vísa til þess að sannfæring þingmanna Flokks fólksins um framkvæmdaáætlunina væri sterkari vegna þess að einu fötluðu einstaklingarnir væru innan flokksins á þingi, „fyrir utan einhvern einn,“ eins og Inga orðaði það. Steinunn Þóra telur líklegt að Inga hafi þar átt við um sig. Það kemur fram í Facebook-færslu Steinunnar. „Ég var lasin heim og gat því ekki greitt atkvæði um fyrstu framkvæmdaáætlunina í málefnum fatlðs fólks sem ég styð heilshugar og tel ólíkt Ingu að skipti miklu máli fyrir fatlað fólk,“ skrifar Steinunn Þóra og fjallar auk þess efnislega um framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks, auk lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn hefur enn ekki verið lögfestur og því telja þingmenn flokk fólksins allar aðgerðaráætlanir „innihaldslaust þvaður“ á meðan. Steinunn Þóra skrifar: „Meðan unnið er að lögfestingu Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks - og eftir að samningurinn hefur verið lögfestur - þarf nefnilega að koma ákvæðum samningsins í framkvæmd, fötluðu fólki til hagsbóta. Það er merkilegt með þennan mikilvæga mannréttindasamning að hann veitir fötluðu fólki engin ný mannréttindi. Hann er leiðbeining við það hvernig samfélög virði og veiti í reynd fötluðu fólki þau mannréttindi sem það á nú þegar að hafa.“ Framkvæmdaáætlun leiki lykilhlutverk til að breyta vinnulagi og þankagangi samfélagsins. Nefnir hún ákvæði um vitundarvakningu, þjónustu og aukið framboð hjálpartækja, sem muni hafa áhrif að þessu leyti. „Hvernig er hægt að gefa lítið fyrir þessar aðgerðir og og allar hinar í aðgerðaráætluninn? Og svo það sé skýrt tekið fram gerir aðgerðaráætlunin ráð fyrir að samningurinn verði lögfestur. Hinn kaldi veruleiki er samt sá að viðhorf breytast ekki sjálfkrara við lögfestingu. Leiðinlegt að Flokkur fólksins átti sig ekki á því,“ segir Steinunn Þóra að lokum.
Alþingi Vinstri græn Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“