Dagur og félagar í Orlando City fögnuðu sínum fyrsta sigri á leiktíðinni, í fimmtu umferð, þegar þeir unnu Austin 2-0.
Dagur átti stóran þátt í sigrinum því hann átti frábæra fyrirgjöf í fyrra marki Orlando, svo Jack Lynn gat skallað auðveldlega í netið. Markið má sjá hér að neðan.
Can't leave the 2023 @MLSNEXTPRO MVP open like that @OrlandoCityB | #VamosOrlando pic.twitter.com/34BdPmGn5g
— Orlando City SC (@OrlandoCitySC) March 24, 2024
Markið kom skömmu fyrir hálfleik og Úrúgvæinn Nicolás Lodeiro bætti svo við marki í seinni hálfleik, beint úr aukaspyrnu. Þrátt fyrir sigurinn er Orlando í 13. sæti af 15 liðum í austurdeildinni, með fjögur stig.
Nökkvi Þeyr lék svo síðustu tíu mínúturnar fyrir St. Louis City í 2-2 jafntefli við D.C. United. Belgíski framherjinn Christian Benteke kom D.C. United í 2-1 Joao Klauss jafnaði metin á 70. mínútu úr vítaspyrnu.
St. Louis hefur því enn ekki tapað leik á tímabilinu, en gert fjögur jafntefli, og er liðið í 8. sæti vesturdeildarinnar með sjö stig.