Langur föstudagur Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 25. mars 2024 09:01 Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ebba Margrét Magnúsdóttir Páskar Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú í dymbilviku undirbúum við okkar páskahátíð sem framundan er. Hún er margvísleg og má vera öðruvísi. Sum okkar fara í frí, á skíði, til Tene eða aldrei suður og hlusta á tónlist. En það þurfa líka margir að vinna um þessa hátíð og sinna mikilvægum störfum sem halda samfélaginu gangandi. En af hverju höldum við pàskahàtið það er góð spurning? Á páskum minnumst við píslargöngu Krist og sigri lífsins yfir dauðanum. Við vitum að Kristur var krossfestur á föstudaginn langa en á páskadag var hann upprisinn. En því miður vitum við ekki öll að lærisveinar hans voru ekki 13 eins og jólasveinarnir. En við vitum að á páskum borðum við flest okkar páskaegg, sem hafa í raun ekkert með páskahátíðina að gera. Nýverið hef ég dvalið á Balí í Indónesíu þar sem jarðskjàlftar og eldgos eru tíð. Þar eru hindúar í meirihluta og hef ég fengið að fylgjast með þeirra helgisiðum. Daglega færa þeir fórnir sem eru bornar fram í körfum úr bananablöðum sem innihalda reykleysi, vatn, blóm og mat sem er ávöxtur jarðar. Allt þetta sett niður við hverja vistarveru og farið með bænir þeim til handa. Þegar stórar helgisiða hátíðir eru eins og á fullu tungli, ferðast þeir langt að, heilu fjölskyldurnar, klæðast hvítum fallegum fatnaði og færa fórnir í hofum sínum. Allir eru brosandi með mikla útgeislun sama hvaða stétt og stöðu þeir tilheyra og leyfa okkur ferðamanninum að skyggnast inn í þeirra trúar hefðir. Allir fá blessun frá æðsta prestinum og hrísgrjón á ennið sem táknar fræ jarðar áður en þeir ganga frá hofinu. Mögnuð upplifun að fá að fylgjast með og margt sem við Íslendingar getum lært af. Í minni bernsku var það siður hjá ömmusystur minni að hlusta á lestur Passíusálmana á föstunni einn sàlm á dag á hverju kvöldi í útvarpinu. Margir hafa eflaust fengið þessa sálma í fermingargjöf í fínni bók en líklega ekki allir lesið þá. Hallgrímur Péturson orti þessa mögnuðu sálma eftir að hann missti dóttur sína Steinunni en legstein hennar er að finna í Hvalsneskirkju en þar þjónaði hann og er það einstök kirkja í mínum huga. Líklegt er að hann hafi samið eitthvað af sálmunum 50 á Suðurnesjum. Hallgrímur færði Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskupsdóttur í Skálholti fyrsta eintakið af sàlmunum. Í Passíusálmunum fer hann ekki bara með píslargöngu Krists í bundnu máli, heldur fjallar um sinn eigin vanmátt og veikleika auk þess að gefa lýðnum von og trú og ráðleggingar um hvernig við megum breyta betur. Það er hverjum manni hollt að kannast við uppruna sinn og siði og rækta sína trú. Sú trú má vera alls konar en við eigum að virða okkar hefðir og kunna skil á þeim. Þess vegna langar mig nú á löngum föstudegi að lesa alla sálma séra Hallgríms Péturssonar í Fríkirkjunni í Reykjavík og þannig rækta mínar trúar rætur og leita sjálf innàvið. Öllum er frjálst að líta við að vild. Höfundur er læknir.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun