Leitum lausna – í sátt og samlyndi Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 25. mars 2024 10:01 Íslenskan í vanda um þessar mundir – við erum í vanda. Það hefur komið fram í umræðum undanfarið, á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og víðar, að mikið og vaxandi óþol ríkir gagnvart enskunotkun á Íslandi, ekki síst á kaffihúsum, veitingahúsum og í verslunum þar sem oft er ekki hægt að fá afgreiðslu á íslensku. Ég skil þetta óþol vel og hef fundið fyrir þessari tilfinningu sjálfur á ferðum um landið undanfarin ár. Íslenska er opinbert mál landsins og það er ekkert óeðlilegt að fólk geri ráð fyrir og ætlist til að geta notað íslensku við kaup á vörum og þjónustu. Sumt eldra fólk býr ekki heldur yfir nægilegri enskukunnáttu til að eiga auðvelt með að skilja matseðla sem eru eingöngu á ensku eða ræða á ensku við afgreiðslufólk. Þess vegna er ástæðulaust og rangt að gera lítið úr þessu óþoli – það á sér skiljanlegar skýringar. Hins vegar mega eðlilegar kröfur fólks um að geta notað íslensku alls ekki bitna á því erlenda starfsfólki sem um ræðir og hefur verið ráðið til starfa án þess að krafa hafi verið gerð um íslenskukunnáttu. Það vinnur oft langan vinnudag og óraunhæft að gera ráð fyrir að það stundi íslenskunám með vinnunni. Til þess gefst ekki tími, auk þess sem framboð á heppilegri kennslu og kennsluefni er dapurlega lítið. Það versta er ef óþol fólks brýst út sem útlendingaandúð sem stundum örlar á. Það er ekki bara vont fyrir fólkið sem það bitnar á – það er líka vont fyrir íslenskuna vegna þess að hætta er á að það veki mótþróa gagnvart íslensku og íslenskunámi. Á þessu er engin einföld lausn til – allra síst sú að amast við útlendingum í afgreiðslustörfum. Við þurfum á þeim að halda til að halda hagkerfinu gangandi. Þeir vinna störf sem Íslendingar geta ekki mannað – eða vilja ekki vinna. Rekstraraðilar veitingahúsa segjast ekkert geta gert – þeir fái ekki Íslendinga til starfa, og það sé óraunhæft að gera ráð fyrir að erlent starfsfólk læri íslensku. Það er samt engin afsökun fyrir því að hafa matseðla eingöngu á ensku eins og ýmis dæmi eru um. Ég held líka að það væri hægt að gera mun meira – kenna erlendu starfsfólki grundvallarorðaforða starfsins sem um er að ræða. Það á alveg að vera hægt að kenna fólki að heilsa og þakka fyrir, kenna því íslensk heiti á helstu réttum sem staðurinn býður upp á, o.s.frv. En þá verða Íslendingar líka að koma til móts við fólk sem reynir að tala íslensku. Ég vonast til að viðleitni erlends starfsfólks til að tala íslensku myndi gera viðskiptavini jákvæðari í garð fólksins, en sumum útlendingum finnst það jafnvel gera illt verra að reyna að tala íslensku í stað þess að halda sig við enskuna því að þá fái þau oft á sig óvægna gagnrýni fyrir lélegan framburð, rangar beygingar, vitlaus orð o.s.frv. Það er gífurlega mikilvægt að Íslendingar breyti viðhorfi sínu til „ófullkominnar“ íslensku, séu jákvæðir þegar fólk reynir að tala málið, sýni því þolinmæði og leitist við að liðsinna því og hvetja það áfram. Það er ekki vænlegt til árangurs að bregðast við ensku með því að strunsa út af staðnum. Það kemur íslenskunni ekki að gagni. Við eigum nefnilega engan annan kost en finna raunhæfa lausn sem sættir ólík sjónarmið. Lausn sem tekur mið af því að enskan er komin til að vera í íslensku málsamfélagi og hér mun áfram verða fólk í afgreiðslustörfum sem ekki talar fullkomna íslensku – en jafnframt af því að íslenska er opinbert mál landsins sem mikilvægt er að unnt sé að nota á öllum sviðum, og það er eðlileg ósk fólks að geta notað málið í einföldum samskiptum við útlendinga. Lausnin hlýtur annars vegar að byggjast á því að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku, og því auðveldað það á ýmsan hátt, og hins vegar á breyttu viðhorfi Íslendinga til útlendinga og „ófullkominnar“ íslensku. Lykilatriðin hljóta alltaf að vera umburðarlyndi, virðing og tillitssemi. Á báða bóga. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Íslensk tunga Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Íslenskan í vanda um þessar mundir – við erum í vanda. Það hefur komið fram í umræðum undanfarið, á samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og víðar, að mikið og vaxandi óþol ríkir gagnvart enskunotkun á Íslandi, ekki síst á kaffihúsum, veitingahúsum og í verslunum þar sem oft er ekki hægt að fá afgreiðslu á íslensku. Ég skil þetta óþol vel og hef fundið fyrir þessari tilfinningu sjálfur á ferðum um landið undanfarin ár. Íslenska er opinbert mál landsins og það er ekkert óeðlilegt að fólk geri ráð fyrir og ætlist til að geta notað íslensku við kaup á vörum og þjónustu. Sumt eldra fólk býr ekki heldur yfir nægilegri enskukunnáttu til að eiga auðvelt með að skilja matseðla sem eru eingöngu á ensku eða ræða á ensku við afgreiðslufólk. Þess vegna er ástæðulaust og rangt að gera lítið úr þessu óþoli – það á sér skiljanlegar skýringar. Hins vegar mega eðlilegar kröfur fólks um að geta notað íslensku alls ekki bitna á því erlenda starfsfólki sem um ræðir og hefur verið ráðið til starfa án þess að krafa hafi verið gerð um íslenskukunnáttu. Það vinnur oft langan vinnudag og óraunhæft að gera ráð fyrir að það stundi íslenskunám með vinnunni. Til þess gefst ekki tími, auk þess sem framboð á heppilegri kennslu og kennsluefni er dapurlega lítið. Það versta er ef óþol fólks brýst út sem útlendingaandúð sem stundum örlar á. Það er ekki bara vont fyrir fólkið sem það bitnar á – það er líka vont fyrir íslenskuna vegna þess að hætta er á að það veki mótþróa gagnvart íslensku og íslenskunámi. Á þessu er engin einföld lausn til – allra síst sú að amast við útlendingum í afgreiðslustörfum. Við þurfum á þeim að halda til að halda hagkerfinu gangandi. Þeir vinna störf sem Íslendingar geta ekki mannað – eða vilja ekki vinna. Rekstraraðilar veitingahúsa segjast ekkert geta gert – þeir fái ekki Íslendinga til starfa, og það sé óraunhæft að gera ráð fyrir að erlent starfsfólk læri íslensku. Það er samt engin afsökun fyrir því að hafa matseðla eingöngu á ensku eins og ýmis dæmi eru um. Ég held líka að það væri hægt að gera mun meira – kenna erlendu starfsfólki grundvallarorðaforða starfsins sem um er að ræða. Það á alveg að vera hægt að kenna fólki að heilsa og þakka fyrir, kenna því íslensk heiti á helstu réttum sem staðurinn býður upp á, o.s.frv. En þá verða Íslendingar líka að koma til móts við fólk sem reynir að tala íslensku. Ég vonast til að viðleitni erlends starfsfólks til að tala íslensku myndi gera viðskiptavini jákvæðari í garð fólksins, en sumum útlendingum finnst það jafnvel gera illt verra að reyna að tala íslensku í stað þess að halda sig við enskuna því að þá fái þau oft á sig óvægna gagnrýni fyrir lélegan framburð, rangar beygingar, vitlaus orð o.s.frv. Það er gífurlega mikilvægt að Íslendingar breyti viðhorfi sínu til „ófullkominnar“ íslensku, séu jákvæðir þegar fólk reynir að tala málið, sýni því þolinmæði og leitist við að liðsinna því og hvetja það áfram. Það er ekki vænlegt til árangurs að bregðast við ensku með því að strunsa út af staðnum. Það kemur íslenskunni ekki að gagni. Við eigum nefnilega engan annan kost en finna raunhæfa lausn sem sættir ólík sjónarmið. Lausn sem tekur mið af því að enskan er komin til að vera í íslensku málsamfélagi og hér mun áfram verða fólk í afgreiðslustörfum sem ekki talar fullkomna íslensku – en jafnframt af því að íslenska er opinbert mál landsins sem mikilvægt er að unnt sé að nota á öllum sviðum, og það er eðlileg ósk fólks að geta notað málið í einföldum samskiptum við útlendinga. Lausnin hlýtur annars vegar að byggjast á því að erlent starfsfólk sé hvatt til að læra íslensku, og því auðveldað það á ýmsan hátt, og hins vegar á breyttu viðhorfi Íslendinga til útlendinga og „ófullkominnar“ íslensku. Lykilatriðin hljóta alltaf að vera umburðarlyndi, virðing og tillitssemi. Á báða bóga. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar