Ólíklegt að öll aðildarfélög BHM gangi saman til viðræðna Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2024 12:00 Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, veit ekki hvort þau nái að semja fyrir sumarið en að þau muni reyna. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar aðildarfélaga BHM losna þann 1. apríl. Formaður telur ólíklegt að öll 24 aðildarfélög gangi saman til viðræðna. Ekki hefur verið boðað til funda við viðsemjendur en hún á von á því að það skýrist eftir páska. Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHm, segir félögin nú ræða við viðsemjendur um sérmál og fylgi verkáætlun sem fylgdi skammtímasamningnum sem gerður var í fyrra. „Það er verið að vinna í veikindarétti og tímavinnu og betri vinnutíma og ákveðnum hlutum sem stóðu út af síðastliðið vor. En almennur samningafundur um launalið og forsendu samninga og samningslengd. Þær eru ekki hafnar og ég geri ráð fyrir því að þær fari af stað í næstu viku.“ Líkir hópar fara saman Kolbrún segir ólíklegt að aðildarfélögin gangi öll saman til viðræðna eins og þau gerðu í fyrra. „Félögin eru öll með sinn samningsrétt og það hefur svo sem ekkert alltaf verið þannig að bandalagið fari á bandalagsgrunni að samningaborði og ég held að það séu minni líkur á því heldur en meiri að það verði á bandalagsgrunni. Ég geri ráð fyrir að fólk klasi sig eitthvað saman.“ Aðildarfélögin eru með samninga við ríki, Reykjavíkurborg og við sveitarfélögin. Kolbrún segir að þegar fjögurra ára samningar séu í húfi séð eðlilegt að þau pari sig saman sem eru með skylda hagsmuni. „Við erum með ótrúlega fjölbreyttan hóp og það er alveg eðlilegt að félög sem vinni mestmegnis á Landspítala eða innan heilbrigðisstofnana að þau ráði ráðum sínum saman, og segjum kannski háskólafélögin, að þau eigi skylda hagsmuni. Það er þetta samtal sem er í gangi innan félaganna, á vettvangi félaganna, akkúrat núna.“ Ólík launakerfi en á almenna markaði Kolbrún segir að samningar á almennum markaði geti haft einhver áhrif en að launakerfi hins opinbera séu mjög ólík. Svo sé einnig farið eftir ólíkum viðmiðum hjá hverjum viðsemjenda. „Það er ekki einfalt að setjast að samningaborði með þessa þrjár viðsemjendur alla saman. Hagsmunir milli þessara þriggja viðsemjenda kunna að vera ólíkir og svo eru hagsmunir okkar tilteknu hópa mjög ólíkir. Þegar það er verið að ræða um samning sem á að láta gilda í svona langan tíma og með þessum meginmarkmiðum að ná niður verðbólgu og vöxtum þá þarf að nálgast samningaviðræðurnar með öðrum hætti en þegar samið er til skamms tíma,“ segir Kolbrún. Hún segir þau vel finna fyrir pressu að samningarnir taki til þessara markmiða en segir að þau muni ekki semja nema samningarnir séu góðir fyrir þeirra félaga. Hún segir mörg stór mál til umræðu en að sem dæmi hafi háskólafólk dregist aftur úr í launum og lítil kaupmáttaraukning hafa orðið hjá ákveðnum hópum í bandalaginu. Hjá sumum til ársins 2019 en lengra aftur hjá sumum. Heldurðu að þetta verði erfiðar kjaraviðræður? „Það getur vel orðið það. Ég þori ekki að spá til um það svo óyggjandi sé en þetta eru flókin mál og þetta er ekkert einsleitt í okkar hópum,“ segir Kolbrún segir og að þrátt fyrir baráttuhug sé fólk ekki farið að orða hug á verkföllum. Hún er bjartsýn á gang viðræðna en þorir ekki að segja hvort það náist að semja fyrir sumarið. „Ef að heimavinnan er vel unnin þá kann vel að vera að það taki ekki of langan tíma að semja. Ef fólk nær saman um meginatriðin. En eins og ég segi þá byggir það á því að það sé búið að vinna góða heimavinnu og ég get alveg fullyrt að sú heimavinna hefur verið í gangi.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. 26. febrúar 2024 11:42 Segja krónutöluhækkanir hafa rýrt kjör háskólamenntaðra Forsvarsmenn 22 stéttarfélaga, þar af átján innan BHM, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Félögin segja hópinn hafa setið eftir í kjaraviðræðum undanfarin ár. 16. febrúar 2024 10:06 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHm, segir félögin nú ræða við viðsemjendur um sérmál og fylgi verkáætlun sem fylgdi skammtímasamningnum sem gerður var í fyrra. „Það er verið að vinna í veikindarétti og tímavinnu og betri vinnutíma og ákveðnum hlutum sem stóðu út af síðastliðið vor. En almennur samningafundur um launalið og forsendu samninga og samningslengd. Þær eru ekki hafnar og ég geri ráð fyrir því að þær fari af stað í næstu viku.“ Líkir hópar fara saman Kolbrún segir ólíklegt að aðildarfélögin gangi öll saman til viðræðna eins og þau gerðu í fyrra. „Félögin eru öll með sinn samningsrétt og það hefur svo sem ekkert alltaf verið þannig að bandalagið fari á bandalagsgrunni að samningaborði og ég held að það séu minni líkur á því heldur en meiri að það verði á bandalagsgrunni. Ég geri ráð fyrir að fólk klasi sig eitthvað saman.“ Aðildarfélögin eru með samninga við ríki, Reykjavíkurborg og við sveitarfélögin. Kolbrún segir að þegar fjögurra ára samningar séu í húfi séð eðlilegt að þau pari sig saman sem eru með skylda hagsmuni. „Við erum með ótrúlega fjölbreyttan hóp og það er alveg eðlilegt að félög sem vinni mestmegnis á Landspítala eða innan heilbrigðisstofnana að þau ráði ráðum sínum saman, og segjum kannski háskólafélögin, að þau eigi skylda hagsmuni. Það er þetta samtal sem er í gangi innan félaganna, á vettvangi félaganna, akkúrat núna.“ Ólík launakerfi en á almenna markaði Kolbrún segir að samningar á almennum markaði geti haft einhver áhrif en að launakerfi hins opinbera séu mjög ólík. Svo sé einnig farið eftir ólíkum viðmiðum hjá hverjum viðsemjenda. „Það er ekki einfalt að setjast að samningaborði með þessa þrjár viðsemjendur alla saman. Hagsmunir milli þessara þriggja viðsemjenda kunna að vera ólíkir og svo eru hagsmunir okkar tilteknu hópa mjög ólíkir. Þegar það er verið að ræða um samning sem á að láta gilda í svona langan tíma og með þessum meginmarkmiðum að ná niður verðbólgu og vöxtum þá þarf að nálgast samningaviðræðurnar með öðrum hætti en þegar samið er til skamms tíma,“ segir Kolbrún. Hún segir þau vel finna fyrir pressu að samningarnir taki til þessara markmiða en segir að þau muni ekki semja nema samningarnir séu góðir fyrir þeirra félaga. Hún segir mörg stór mál til umræðu en að sem dæmi hafi háskólafólk dregist aftur úr í launum og lítil kaupmáttaraukning hafa orðið hjá ákveðnum hópum í bandalaginu. Hjá sumum til ársins 2019 en lengra aftur hjá sumum. Heldurðu að þetta verði erfiðar kjaraviðræður? „Það getur vel orðið það. Ég þori ekki að spá til um það svo óyggjandi sé en þetta eru flókin mál og þetta er ekkert einsleitt í okkar hópum,“ segir Kolbrún segir og að þrátt fyrir baráttuhug sé fólk ekki farið að orða hug á verkföllum. Hún er bjartsýn á gang viðræðna en þorir ekki að segja hvort það náist að semja fyrir sumarið. „Ef að heimavinnan er vel unnin þá kann vel að vera að það taki ekki of langan tíma að semja. Ef fólk nær saman um meginatriðin. En eins og ég segi þá byggir það á því að það sé búið að vinna góða heimavinnu og ég get alveg fullyrt að sú heimavinna hefur verið í gangi.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. 26. febrúar 2024 11:42 Segja krónutöluhækkanir hafa rýrt kjör háskólamenntaðra Forsvarsmenn 22 stéttarfélaga, þar af átján innan BHM, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Félögin segja hópinn hafa setið eftir í kjaraviðræðum undanfarin ár. 16. febrúar 2024 10:06 Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Tíðinda að vænta í kjaraviðræðum um miðja vikuna Vonir eru bundnar við að niðurstaða fáist í kjaraviðræður um eða upp úr miðri þessari viku. Brotthvarf VR og Landssambands verslunarmanna úr breiðfylkingu stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins hefur hins vegar flækt stöðuna. 26. febrúar 2024 11:42
Segja krónutöluhækkanir hafa rýrt kjör háskólamenntaðra Forsvarsmenn 22 stéttarfélaga, þar af átján innan BHM, hafa undirritað yfirlýsingu þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Félögin segja hópinn hafa setið eftir í kjaraviðræðum undanfarin ár. 16. febrúar 2024 10:06
Opinberir starfsmenn með svipaðar kröfur og breiðfylkingin á ríkið Formaður BSRB segir samflot opinberra starfsmanna gera svipaðar kröfur um aðkomu ríkisins að kjarasamningum og stéttarfélög á almenna markaðnum gerðu. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað breiðfylkinguna og SA til fundar í dag. 29. janúar 2024 19:20