Kæra blaðamann fyrir hatursorðræðu Valur Páll Eiríksson skrifar 26. mars 2024 14:00 Myndin umrædda af Rudiger sem hann birti í tilefni Ramadan. Instagram/@toniruediger Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid og þýska landsliðsins í fótbolta, er æfur yfir ummælum blaðamannsins Julians Reichelt sem orðaði Rudiger við hryðjuverkasamtökin ISIS. Bæði Rüdiger og þýska knattspyrnusambandið hafa kært Reichelt. Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger) Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Málið snýr að ljósmynd sem Rüdiger birti á samfélagsmiðlinum Instagram. Hann er múslimi og birti mynd af sér í hvítum kufli við bænamottu. Á myndinni benti hann einum fingri upp í loft. Myndin var birt í tilefni af Ramadan, föstumánuði múslima. Við myndina skrifaði Rüdiger: „Megi almáttugur þiggja föstu okkar og bænir“. Julian Reichelt, fyrrum ritstjóri hjá þýska íþróttamiðlinum Bild, deildi færslu á samfélagsmiðlinum X þar sem hann sagði bendingu Rudigers vera samkvæmt skilgreiningu þýskra stjórnvalda svokallaðan „IS-fingur“ og bendlaði þannig fótboltamanninn við hryðjuverkasamtökin ISIS. „Reistur vísifingur íslamista, sem hryðjuverkamenn víðsvegar um heim sýna til að fagna morðum sínum, á ekki heima í Þýskalandi,“ er á meðal þess sem Reichelt sagði í færslunni. Rüdiger hefur kært ummælin til ríkissaksóknara í Berlín og þá hefur þýska knattspyrnusambandið, DFB, tilkynnt málið til sérstakrar deildar sem snýr að vefglæpum hjá ríkissaksóknara í Frankfurt. Rüdiger kærir Reichelt fyrir meiðyrði en kæra DFB er á grundvelli hatursorðræðu. Rüdiger neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. View this post on Instagram A post shared by Antonio Rüdiger (@toniruediger)
Þýskaland Þýski boltinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira