Heilbrigðisráðuneytið er með forystu Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 26. mars 2024 13:30 Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar „Ópíóíðavandi - staða, stefna og úrræði“. Farið varið í hraðúttekt til þess að greina misnotkun á ópíóðum í ljósi þess að fréttaflutningur um aukinn vanda hafði aukist á síðustu árum. Ekki þótti ljóst hvaða aðilar hefðu bestu yfirsýn um vandann og hvernig væri tekið á honum. Það er margt gott og áhugavert sem kemur fram í þessari skýrslu en annað sem er þess fallið að valda misskilningi þar með talið umræða um forystuleysi í málaflokknum. Í skýrslunni kemur fram að enginn aðili hafi fulla yfirsýn yfir hve margir glími við ópíóíðavanda á landinu. Staðreyndin er sú að heilbrigðisráðuneytið tekur fulla forystu í málaflokknum og hefur ekki skorast undan því. Hér er um að ræða sjúkdóm sem er líf- sál og félagslegur og því eru félagsaðstæður einstaklinga margbrotnar og flóknar. Verkefnið kallar á samstarf milli ráðuneyta sem og sveitarfélaga, enda er stór liður í bataferli þessara einstaklinga að hafa skjól yfir höfuðið. Ópíóíðavandinn er alvarlegur og hvert mannslífs sem tapast þar er einu lífi of mikið. Margvíslegar aðgerðir Heilbrigðisráðuneytið með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í fararbroddi hefur síðustu misseri unnið að krafti við að berjast við misnotkun á ópíóðum. Tillögur heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða voru samþykktar í ríkisstjórn í apríl 2023 og á samkvæmt fjárlögum á að verja 150 milljónum í aðgerðirnar á þessu ári og eru margar þeirra vel á veg komnar. Tilraunaverkefni er hafið um niðurtröppun ópíóíða, svefn- og róandi lyfja í heilsugæslu. Þá hefur starfshópur tekið til starfa um skaðaminnkun og fleira. Auk þess vinnur heilbrigðisráðuneytið að stefnum í málaflokknum. Það er skaðaminnkunarstefnu og stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Í lýðheilsustefnu til ársins 2030 er lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna. Þá má nefna að Sjúkratryggingum Íslands hefur verið falið að gera heildarsamning um þjónustu SÁÁ og aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð. Auk þess hefur heilbrigðisráðuneytið í tvígang lagt 30 milljónir til félagasamtaka í verkefni til þess að sporna við skaða af völdum fíknisjúkdóma auk þess sem Lýðheilsusjóður hefur verið stækkaður. Þá er búið er að dreifa Naloxone í bíla hjá viðbragðsaðilum þá sjá Vorteymi og Frú Ragnheiður einnig um að dreifa nefúðanum. Þess utan hefur Lyfjastofnun hafist handa við að kanna hvort mögulegt sé að gera naloxon nefúða að lausasölulyfi á Íslandi. Lyfið er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða sem valdið getur öndunarstoppi og dauða. Forvarnir númer eitt, tvö og þrjú Í baráttunni við fíknivandann er er hvert líf sem glatast ekki aðeins tölfræði heldur djúpstæður harmleikur og áminning um sögu einstaklings sem varð undir í baráttunni við fíknisjúkdóm. Fíkn er langt frá því að vera eingöngu viljabrestur heldur er fíkn flókið samspil erfðafræðilegra, umhverfis- og sálfræðilegra þátta sem krefjast margþættra viðbragða. Aðgerðir sem miða að því að draga úr neyslu ávana- og vímuefna, hverju nafni sem þær nefnast, skila samfélaginu ávinningi. Árangur Íslands í forvörnum ungmenna hefur verið einstakur og eftirtektarverður og þann árangur megum við ekki gefa eftir. Þróun vímuefnaneyslu ungmenna hafa tekið stakkaskiptum í jákvæða átt síðustu ár. Leiðin niður á við getur tekið mun skemmri tíma en að ná árangri og því skipta forvarnir og heilsuefling miklu máli. Mikilvægt er að fræða og þjálfa þá sem vinna með ungmennum í daglegu starfi, með því að gera forvarnir og heilsueflingu sem hluta af skipulögðu uppeldis- og fræðslustarfi höfum við meiri möguleika á að ná til þeirra sem ella gætu orðið fíknisjúkdómum að bráð. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýverið kom út skýrsla Ríkisendurskoðunar „Ópíóíðavandi - staða, stefna og úrræði“. Farið varið í hraðúttekt til þess að greina misnotkun á ópíóðum í ljósi þess að fréttaflutningur um aukinn vanda hafði aukist á síðustu árum. Ekki þótti ljóst hvaða aðilar hefðu bestu yfirsýn um vandann og hvernig væri tekið á honum. Það er margt gott og áhugavert sem kemur fram í þessari skýrslu en annað sem er þess fallið að valda misskilningi þar með talið umræða um forystuleysi í málaflokknum. Í skýrslunni kemur fram að enginn aðili hafi fulla yfirsýn yfir hve margir glími við ópíóíðavanda á landinu. Staðreyndin er sú að heilbrigðisráðuneytið tekur fulla forystu í málaflokknum og hefur ekki skorast undan því. Hér er um að ræða sjúkdóm sem er líf- sál og félagslegur og því eru félagsaðstæður einstaklinga margbrotnar og flóknar. Verkefnið kallar á samstarf milli ráðuneyta sem og sveitarfélaga, enda er stór liður í bataferli þessara einstaklinga að hafa skjól yfir höfuðið. Ópíóíðavandinn er alvarlegur og hvert mannslífs sem tapast þar er einu lífi of mikið. Margvíslegar aðgerðir Heilbrigðisráðuneytið með Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í fararbroddi hefur síðustu misseri unnið að krafti við að berjast við misnotkun á ópíóðum. Tillögur heilbrigðisráðherra um aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóíða voru samþykktar í ríkisstjórn í apríl 2023 og á samkvæmt fjárlögum á að verja 150 milljónum í aðgerðirnar á þessu ári og eru margar þeirra vel á veg komnar. Tilraunaverkefni er hafið um niðurtröppun ópíóíða, svefn- og róandi lyfja í heilsugæslu. Þá hefur starfshópur tekið til starfa um skaðaminnkun og fleira. Auk þess vinnur heilbrigðisráðuneytið að stefnum í málaflokknum. Það er skaðaminnkunarstefnu og stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Í lýðheilsustefnu til ársins 2030 er lögð áhersla á mikilvægi skýrrar stefnumörkunar og aðgerða í málefnum áfengis- og vímuvarna. Þá má nefna að Sjúkratryggingum Íslands hefur verið falið að gera heildarsamning um þjónustu SÁÁ og aukið aðgengi að viðhaldsmeðferð. Auk þess hefur heilbrigðisráðuneytið í tvígang lagt 30 milljónir til félagasamtaka í verkefni til þess að sporna við skaða af völdum fíknisjúkdóma auk þess sem Lýðheilsusjóður hefur verið stækkaður. Þá er búið er að dreifa Naloxone í bíla hjá viðbragðsaðilum þá sjá Vorteymi og Frú Ragnheiður einnig um að dreifa nefúðanum. Þess utan hefur Lyfjastofnun hafist handa við að kanna hvort mögulegt sé að gera naloxon nefúða að lausasölulyfi á Íslandi. Lyfið er notað þegar þörf er á tafarlausri neyðarmeðferð vegna ofneyslu ópíóða sem valdið getur öndunarstoppi og dauða. Forvarnir númer eitt, tvö og þrjú Í baráttunni við fíknivandann er er hvert líf sem glatast ekki aðeins tölfræði heldur djúpstæður harmleikur og áminning um sögu einstaklings sem varð undir í baráttunni við fíknisjúkdóm. Fíkn er langt frá því að vera eingöngu viljabrestur heldur er fíkn flókið samspil erfðafræðilegra, umhverfis- og sálfræðilegra þátta sem krefjast margþættra viðbragða. Aðgerðir sem miða að því að draga úr neyslu ávana- og vímuefna, hverju nafni sem þær nefnast, skila samfélaginu ávinningi. Árangur Íslands í forvörnum ungmenna hefur verið einstakur og eftirtektarverður og þann árangur megum við ekki gefa eftir. Þróun vímuefnaneyslu ungmenna hafa tekið stakkaskiptum í jákvæða átt síðustu ár. Leiðin niður á við getur tekið mun skemmri tíma en að ná árangri og því skipta forvarnir og heilsuefling miklu máli. Mikilvægt er að fræða og þjálfa þá sem vinna með ungmennum í daglegu starfi, með því að gera forvarnir og heilsueflingu sem hluta af skipulögðu uppeldis- og fræðslustarfi höfum við meiri möguleika á að ná til þeirra sem ella gætu orðið fíknisjúkdómum að bráð. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun