Fundu rangan bíl með rétt skráningarnúmer Kristín Ólafsdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 26. mars 2024 15:30 Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi. Vísir/Arnar Heimir Ríkharðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir að litlar sem engar upplýsingar séu til staðar um þá tvo sem áttu í hlut í ráni á peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi í gærmorgun. Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“ Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Þjófarnir gætu bæði verið Íslendingar eða útlendingar, það er ekki vitað að sögn Heimis. „Við erum úti um allt að reyna að leita vísbendinga, og fara eftir þeim vísbendingum sem við höfum.“ Heimir telur að allt þýfið komi frá Vídeómarkaðnum, þar sem að fjöldi spilakassa er starfræktur. Bíll Öryggismiðstöðvarinnar var að tæma kassa á svæðinu, en hafði einungis gert það á Vídeómarkaðnum. Lögreglan lýsti í gær eftir Toyotu Yaris sem þjófarnir notuðu. Sá bíll er á stolnum skráningarnúmerum, með tvö ólík númer að framan og aftan. Í gær fékk lögreglan ábendingu um annan Yaris, bílinn sem hafði sama númer og sá eftirlýsti. Sá bíll var þó ekki sá rétti, einu af tveimur skráningarnúmerum hans hafði verið stolið og setta á bíl þjófanna. „Við fundum bíl sem var á einu skráningarnúmeri, og var á réttu númeri, en það var ekki bíllinn sem var notaður við verknaðinn.“ Lögreglan hefur upptöku af ráninu undir höndum og hefur því nokkuð skýra mynd af sjálfu ráninu. „Við erum að fikra okkur áfram. Þetta gengur hægt, en við erum að reyna eins og við getum,“ segir hann. „Þetta er þannig skipulagt að þeir koma á bíl sem er með tveimur númeraplötum sem eru stolnar. Við erum ekki með upplýsingar um hvaða bíll þetta er, eða hvaða aðilar þetta eru.“ Þjófarnir tóku sjö töskur, en þar af voru fimm tómar og tvær sem innihéldu peninga. Töskurnar hafa nú fundist á Esjumelum og í Mosfellsbæ, en verðmætin eru enn ófundin. Nokkrar þeirra fundust í gærkvöldi, en hinar í kringum hádegisleytið í dag. Heimir segir að lögreglan telji að í töskunum séu á bilinu tuttugu til þrjátíu milljónir. Bíllinn var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar, en í tilkynningu frá fyrirtækinu kom fram að sérstakar litasprengjur væru í töskunum sem ættu að springa og eyðileggja verðmæti reyndi utanaðkomandi að komast í töskurnar. Heimir segir að lögreglan sé nú í sambandi við Öryggismiðstöðina um hvort sprengjurnar hafi verið virkar í töskunum þar sem verðmætin voru. Er einhver möguleiki á að mennirnir séu komnir úr landi með peningana? „Það er ómögulegt að segja. Við bara vitum það ekki.“ Heimir segist ekki muna eftir atviku sem eru þessu lík. „Ég man ekki eftir svipuðu.“
Lögreglumál Kópavogur Mosfellsbær Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira