Bæði þess mörk voru meðal fjögurra flottustu marka umspilsins á miðlum Evrópukeppninnar.
Á Instagram síðu Euro 2024 má sjá þessi fjögur flottustu mörk umspilsleikjanna þar sem Pólland, Úkraína og Georgía tryggðu sig inn á EM í sumar.
Fyrra mark Alberts er skot hans beint úr aukaspyrnu á móti Ísraelsmönnum. Seinna markið er markið hans frá því í gær þegar hann átti stórbrotið vinstri fótar skot fyrir utan vítateig.
Aukaspyrnuna tók Albert með hægri og skoraði því þessu tvö frábæru mörk með sitthvorum fætinum.
Hin mörkin sem voru valin voru mörk frá þeim Neco Williams frá Wales og Jakub Piotrowski og Póllandi.
Williams skoraði úr óbeinni aukaspyrnu á móti Finnlandi en Piotrowski með flottu langskoti á móti Eistlandi.
Það má sjá mörkin hér fyrir neðan og dæmi nú hver fyrir sig. Ef Instagram færslan birtist ekki er gott ráð að endurhlaða fréttinni.