Japanskt fyrirtæki skiptir ungbarnableyjum út fyrir fullorðinsbleyjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 07:14 Á meðan hver kona þarf að eignast 2,1 barn til að viðhalda þjóðinni gera áætlanir nú ráð fyrir að hver japönsk kona á barneignaraldri muni eignast 1,3 börn. Getty/Anadolu/David Mareuil Oji Holdings, fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa pappírsvara, hefur tilkynnt að það hyggist hætta að framleiða bleyjur fyrir ungabörn og auka þess í stað framleiðslu sína á bleyjum fyrir fullorðna. Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar. Japan Frjósemi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar.
Japan Frjósemi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira