Japanskt fyrirtæki skiptir ungbarnableyjum út fyrir fullorðinsbleyjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 07:14 Á meðan hver kona þarf að eignast 2,1 barn til að viðhalda þjóðinni gera áætlanir nú ráð fyrir að hver japönsk kona á barneignaraldri muni eignast 1,3 börn. Getty/Anadolu/David Mareuil Oji Holdings, fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa pappírsvara, hefur tilkynnt að það hyggist hætta að framleiða bleyjur fyrir ungabörn og auka þess í stað framleiðslu sína á bleyjum fyrir fullorðna. Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar. Japan Frjósemi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar.
Japan Frjósemi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira