Þá verða norðaustan kaldi, 5-13 m/s, en allhvasst 13-18 m/s á Suðausturlandi.
Fram kemur í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar að svipað veður verði á morgun en aðeins hvassara. Í vindstrengjum á Suðrausturlandi má búast við snörpum vindhviðum, einkum í Öræfum og gæti orðið varasamt fyrir ökutæki, sem taka á sig mikinn vind.
Fram til þriðjudags á veður að breytast lítið. Þá dregur úr vindi og líkur eru á dálitlum éljum um allt land. Áfram verður frekar kalt í veðri.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Norðaustan 10-18 m/s, hvassast suðaustantil á landinu. Él á norðan- og austanverðu landinu, en þurrt og bjart sunnan- og vestanlands. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina yfir daginn.
Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Útlit fyrir áframhaldandi norðaustanátt með éljum fyrir norðan- og austan, en léttskýjað sunnan heiða. Áfram fremur kalt í veðri.