Sport

Morning Chalk Up: Margir vonast eftir endur­komu hjá Söru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sigmundsdóttir byrjar tímabilið vel og þau gefur ástæðu til meiri bjartsýni á endurkomu hennar inn á heimsleikana.
Sara Sigmundsdóttir byrjar tímabilið vel og þau gefur ástæðu til meiri bjartsýni á endurkomu hennar inn á heimsleikana. @sarasigmunds

Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á heimsleikunum síðan fyrir kórónuveirufaraldur en frammistaða hennar í CrossFit Open gefur ástæðu til bjartsýni.

Morning Chalk Up vefurinn vekur athygli á árangri okkar konu, sem var langefst meðal íslenskra kvenna í opna hluta undankeppni heimsleikanna í ár.

„Við höfum ekki fengið að sjá hina íslensku Söru Sigmundsdóttur keppa á heimsleikunum síðan 2019. Við munum eftir því þegar hún endaði á verðlaunapallinum 2015 og 2016 auk þess að vera aðeins einu sæti frá pallinum árið 2017,“ segir á miðlum Morning Chalk Up.'

Þar er síðan rifjað upp þegar Sara endaði í 38. sæti á leikunum 2018, í 19. sæti á leikunum 2019 og í 21. sæti á leikunum 2020 þegar hún náði ekki að vera meðal þeirra fimm sem kepptu til úrslita á Aromas búgarðinum í Kaliforníu. Kóreinuveirufaraldurinn varð til þess að það urðu til ofurúrslit og margar öflugar CrossFit konur þurftu að sitja eftir heima.

Sara lenti síðan í því að slíta krossband rétt áður en næsta tímabil hófst. Þau meiðsli voru erfið viðureignar og kölluðu á eftirmála með alls kyns leiðindum.

„Siðan þá hefur Sara verið að kljást við meiðsli og hefur ekki komist alla leið á heimsleikana. Gæti 2024 verið árið sem við fáum endurkomu hjá Sigmundsdóttur? Margir vonast eftir því, já. Með því að ná þrítugasta sæti í heiminum á CrossFit Open og enda tíunda innan Evrópu þá lítur þetta mjög vel út fyrir reynsluboltann,“ segir á miðlum Morning Chalk Up.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×