Umfjöllun og viðtöl: Víkingur R. - HK 21-26 | HK úr fallsæti eftir sigur gegn Víkingi Andri Már Eggertsson skrifar 27. mars 2024 22:00 HK/Afturelding vetur 2021 Olís deild kvenna handbolti Vísir/Vilhelm HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi í fallbaráttuslag 21-26. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en HK spilaði betur á lokakaflanum og fagnaði sigri. Það var fallbaráttuslagur af bestu gerð í Safamýrinni þegar Víkingur tók á móti HK í 20. umferð Olís deildar karla. Einu stigi munaði á liðunum og sigurvegarinn færi langt með að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Leikmenn beggja liða voru mjög stressaðir fyrstu mínúturnar og gæði leiksins gáfu það í skyn hversu mikið var undir. Eftir að leikmennirnir höfðu hrisst úr sér hrollinn fór boltinn að rúlla. Heimamenn tóku frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir 3-1. Gestirnir úr Kópavogi tóku við sér eftir því sem leið á fyrri hálfleik. HK-ingar gerðu fjögur mörk í röð og komust þremur mörkum yfir 4-7. Á þessum kafla var sóknarleikur heimamanna hreinasta hörmung þar sem liðið skoraði ekki mark í tæplega átta mínútur. Heimamenn töpuðu mikið af boltum og voru í vandræðum með að koma skoti á markið. HK komst mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik 6-11. Heimamenn fundu betri takt undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot HK niður í tvö mörk í hálfleik 11-13. Jóhann Reynir Gunnlaugsson endaði fyrri hálfleik með flautumarki sem Víkingur þurfti á að halda áður en haldið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri. Bæði lið voru í vandræðum með að skora. Það fór síðan að ganga aðeins betur hjá heimamönnum á meðan HK gerði aðeins tvö mörk á fyrstu tólf mínútum seinni hálfleiks. Í stöðunni 16-16 hrökk HK í gang. Vörn gestanna var frábær sem gerði Víkingum gríðarlega erfitt fyrir og HK gekk á lagið og skoraði þrjú mörk í röð sem varð til þess að Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, tók leikhlé. Undir lokin tókst Víkingi að saxa forskot HK minnst niður í tvö mörk en gestirnir voru sterkari á svellinu og unnu að lokum fimm marka sigur 21-26. Af hverju vann HK? Víkingur jafnaði leikinn í 16-16 og gat komist yfir en þá tók við afar slæmur kafli þar sem liðið klikkaði á víti og var með tvo tapaða bolta í röð. HK gekk á lagið og skoraði þrjú mörk í röð. HK stóðst pressuna undir lokin og þegar það fór að hitna í kolunum skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð og gengu frá leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Innkoma Ágústs Guðmundssonar í hægri skyttunni var frábær. Ágúst hefur lítið fengið að spila í vetur en nýtti tækifærið vel í kvöld og gerði þrjú mörk. Sigurjón Guðmundsson varði vel í marki HK. Sigurjón varði 15 skot og var með 44 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Leikmenn Víkings voru oft miklir klaufar og voru að tapa boltanum afar mikið. Víkingur var með 15 tapaða bolta sem var sex boltum meira en HK. Einnig brenndu heimamenn af tveimur vítum og fóru illa með dauðafærin þegar að leikurinn var í járnum. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag fer HK í TM-höllina og mætir Stjörnunni 19:30. Á sama tíma mætast Afturelding og Víkingur. „Þurfum bara einn sigur til þess að halda okkur í deildinni Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var afar svekktur eftir tap gegn HK á heimavelli. „Við vorum með einfalda tæknifeila þar sem við vorum að reyna að troða boltanum á línuna. Við fórum með 6-7 dauðafæri í þessum leik og klikkuðum á tveimur vítum,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson og hélt áfram. „Varnarleikurinn er þeirra styrkleiki og þeir náðu að ýta okkur utarlega og gerðu það vel. Að sama skapi fórum við með 6-7 dauaðfæri og klikkuðum á tveimur vítum. Ég skelli því ekki á það að þeir hafi verið frábærir varnarlega frekar en við.“ Jón Gunnlaugur var afar ósáttur með kaflann sem fylgdi hjá hans liði eftir að Víkingur jafnaði leikinn í 16-16. „Við jöfnuðum 16-16 og klikkuðum á víti og dauðafæri og vorum með tvo tæknifeila í röð. Leikurinn fór þá í 16-19 og þá vorum við komnir ofan í holu.“ Þrátt fyrir tap í kvöld var Jón Gunnlaugur bjartsýnn á að Víkingur gæti haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Við þurfum bara einn sigur til þess að halda okkur í deildinni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Jón Gunnlaugur að lokum. Olís-deild karla Víkingur Reykjavík HK
HK vann fimm marka útisigur gegn Víkingi í fallbaráttuslag 21-26. Jafnræði var með liðunum nánast allan leikinn en HK spilaði betur á lokakaflanum og fagnaði sigri. Það var fallbaráttuslagur af bestu gerð í Safamýrinni þegar Víkingur tók á móti HK í 20. umferð Olís deildar karla. Einu stigi munaði á liðunum og sigurvegarinn færi langt með að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Leikmenn beggja liða voru mjög stressaðir fyrstu mínúturnar og gæði leiksins gáfu það í skyn hversu mikið var undir. Eftir að leikmennirnir höfðu hrisst úr sér hrollinn fór boltinn að rúlla. Heimamenn tóku frumkvæðið og komust tveimur mörkum yfir 3-1. Gestirnir úr Kópavogi tóku við sér eftir því sem leið á fyrri hálfleik. HK-ingar gerðu fjögur mörk í röð og komust þremur mörkum yfir 4-7. Á þessum kafla var sóknarleikur heimamanna hreinasta hörmung þar sem liðið skoraði ekki mark í tæplega átta mínútur. Heimamenn töpuðu mikið af boltum og voru í vandræðum með að koma skoti á markið. HK komst mest fimm mörkum yfir í fyrri hálfleik 6-11. Heimamenn fundu betri takt undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu forskot HK niður í tvö mörk í hálfleik 11-13. Jóhann Reynir Gunnlaugsson endaði fyrri hálfleik með flautumarki sem Víkingur þurfti á að halda áður en haldið var til búningsherbergja. Síðari hálfleikur byrjaði líkt og sá fyrri. Bæði lið voru í vandræðum með að skora. Það fór síðan að ganga aðeins betur hjá heimamönnum á meðan HK gerði aðeins tvö mörk á fyrstu tólf mínútum seinni hálfleiks. Í stöðunni 16-16 hrökk HK í gang. Vörn gestanna var frábær sem gerði Víkingum gríðarlega erfitt fyrir og HK gekk á lagið og skoraði þrjú mörk í röð sem varð til þess að Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, tók leikhlé. Undir lokin tókst Víkingi að saxa forskot HK minnst niður í tvö mörk en gestirnir voru sterkari á svellinu og unnu að lokum fimm marka sigur 21-26. Af hverju vann HK? Víkingur jafnaði leikinn í 16-16 og gat komist yfir en þá tók við afar slæmur kafli þar sem liðið klikkaði á víti og var með tvo tapaða bolta í röð. HK gekk á lagið og skoraði þrjú mörk í röð. HK stóðst pressuna undir lokin og þegar það fór að hitna í kolunum skoruðu gestirnir fjögur mörk í röð og gengu frá leiknum. Hverjir stóðu upp úr? Innkoma Ágústs Guðmundssonar í hægri skyttunni var frábær. Ágúst hefur lítið fengið að spila í vetur en nýtti tækifærið vel í kvöld og gerði þrjú mörk. Sigurjón Guðmundsson varði vel í marki HK. Sigurjón varði 15 skot og var með 44 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Leikmenn Víkings voru oft miklir klaufar og voru að tapa boltanum afar mikið. Víkingur var með 15 tapaða bolta sem var sex boltum meira en HK. Einnig brenndu heimamenn af tveimur vítum og fóru illa með dauðafærin þegar að leikurinn var í járnum. Hvað gerist næst? Næsta þriðjudag fer HK í TM-höllina og mætir Stjörnunni 19:30. Á sama tíma mætast Afturelding og Víkingur. „Þurfum bara einn sigur til þess að halda okkur í deildinni Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var svekktur eftir leikVísir/Hulda Margrét Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var afar svekktur eftir tap gegn HK á heimavelli. „Við vorum með einfalda tæknifeila þar sem við vorum að reyna að troða boltanum á línuna. Við fórum með 6-7 dauðafæri í þessum leik og klikkuðum á tveimur vítum,“ sagði Jón Gunnlaugur Viggósson og hélt áfram. „Varnarleikurinn er þeirra styrkleiki og þeir náðu að ýta okkur utarlega og gerðu það vel. Að sama skapi fórum við með 6-7 dauaðfæri og klikkuðum á tveimur vítum. Ég skelli því ekki á það að þeir hafi verið frábærir varnarlega frekar en við.“ Jón Gunnlaugur var afar ósáttur með kaflann sem fylgdi hjá hans liði eftir að Víkingur jafnaði leikinn í 16-16. „Við jöfnuðum 16-16 og klikkuðum á víti og dauðafæri og vorum með tvo tæknifeila í röð. Leikurinn fór þá í 16-19 og þá vorum við komnir ofan í holu.“ Þrátt fyrir tap í kvöld var Jón Gunnlaugur bjartsýnn á að Víkingur gæti haldið sér uppi í Olís-deildinni. „Við þurfum bara einn sigur til þess að halda okkur í deildinni og við höfum tvo leiki til þess,“ sagði Jón Gunnlaugur að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti