Vinningshafinn var kona sem hafði keypt miðann í appinu en var aðeins með heimasíma og úrelt netfang skráð. Íslensk getspá náði því ekki í konuna og greindi frá því á vef sínum.
Þegar konan frétti af leitinni að vinningshafanum kíkti hún í Lottóappið til að skoða miðann sinn og sá þar góðu fréttirnar. Hún hafði í kjölfar samband við skrifstofu Íslenskrar getspár og ku vera mjög lukkuleg með vinninginn.
Konan hefur þegar uppfært allar sínar upplýsingar í Lottóappinu og hvetur aðra spilara til að gera slíkt hið sama.