Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 20:11 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. EPA/PAVEL BEDNYAKOV Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02