Fjölskylda í norðurljósaleit hrakin á brott af leiðsögumönnum Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. mars 2024 22:18 Katrín Harpa ætlaði að horfa á Norðurljósin með fjölskyldu sinni þegar leiðsögumenn frá Superjeep vísuðu þeim í burtu. Vísir/Vilhelm/Aðsent Fjölskylda sem ætlaði sér að horfa á norðurljósin á slóða rétt hjá Litlu kaffistofunni var rekin í burtu af starfsmönnum ferðaþjónustufyrirtækis. Mennirnir sökuðu fjölskylduna um að ónáða fólk sem hefði borgað dýrum dómi fyrir norðurljósaferð. Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta. Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira
Síðastliðinn sunnudag var spáð miklum norðurljósum og reyndu margir Íslendingar að berja dýrðina augum. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir var ein þeirra sem hugsaði sér gott til glóðarinnar vegna spánnar. Katrín og fjölskylda hennar fóru út á línuveg handan við Litlu kaffistofuna til að ná góðu óljósmenguðu útsýni. Þar áttu þau í óvenjulegum samskiptum við starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins Superjeep sem Katrín greindi frá í Reykjavík síðdegis í dag. „Við fórum út af veginum og keyrðum þarna upp eftir. En þegar við sáum að við komumst ekki lengra af því það var svo mikið af bílum ákváðum við að leggja úti í kanti eins og hinir bílarnir höfðu gert og fara út,“ segir Katrín. „Þá kemur maður að okkur og eiginlega segir okkur að við verðum að fara. Þarna sé fullt af fólki sem er búið að borga hellings pening og við séum fyrir,“ segir Katrín. En þetta er vegur í almannaeigu? „Já, þetta var ekkert lokað og öllum opið þannig þetta kom okkur svolítið á óvart,“ segir hún. Kynnti hann sig eitthvað þessi aðili? „Nei, hann sagði í raun bara að þarna væri fólk sem væri búið að borga fyrir að mæta og bað okkur um að fara, við værum alveg ofan í fólkinu. Við reyndum að útskýra fyrir honum að við hefðum ekki annarra kosta völ því þau væru þarna fyrir og lokuðu veginum. Við ætluðum bara að vera hinum megin við þannig við værum ekki ofan í þeim,“ segir hún. „En hann var alveg stífur á því að okkur bæri að fara þrátt fyrir að við hefðum reynt að útskýra fyrir honum að við værum þarna með börnin okkar og ætluðum ekki að vera lengi.“ Norðurljósatúrar hreint ekki ókeypis Katrín segir alla jeppana sem voru á svæðinu hafa verið merkta ferðaþjónustufyrirtækinu Superjeep. Starfsmennirnir tveir hafi verið íslenskir en ferðamennirnir erlendir. Hún segir leiðsögumennina ekki bara hafa rekið þau í burtu heldur líka hafi þeir sakað fjölskyldunga um að elta túrinn. Þegar vefsíða Superjeep er skoðuð sést að þar er boðið upp á sérstaka norðurljósatúra. Ódýrasta tegundin af slíkum norðurljósatúr kostar á síðunni 30 þúsund fyrir fullorðna og fimmtán þúsund fyrir börn. „Ég varð svo hissa að lenda í þessu og var með börnin okkar og vildi ekki koma þeim í uppnám þannig við höfðum ekki lyst á að vera þarna lengur og keyrðum lengra í burtu,“ segir hún. Og náðuð þið að njóta sýningarinnar? „Nei og sjálfsagt ekki margir aðrir. Það var fullt tungl og sást lítið til norðurljósanna af því það var svo bjart á þessum tíma sem við vorum þarna,“ segir Katrín. Katrín segist að lokum vera hugsi yfir því að fólk skuli leyfa sér að haga sér á þennan máta.
Ferðamennska á Íslandi Veður Ölfus Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Sjá meira