Sandler vinnur að Happy Gilmore 2 Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 22:43 Adam Sandler ku vera að skrifa handrit að Happy Gilmore 2. Getty/Christopher Furlong Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit. McDonald sagði í viðtali á dögunum að hann hefði nýverið hitt Sandler og fengið að sjá fyrstu drög að handriti fyrir Happy Gilmore 2. „Svo, það er verið að vinna að henni. Aðdáendurnir krefjast þess, fjandinn hafi það,“ sagði McDonald. Happy Gilmore, sem er ein vinsælasta kvikmynd Sandler, fjallar í einföldu máli um skapstóran hokkíspilara vill bjarga ömmu sinni frá því að verða heimilislaus með því að spila golf og uppgötvar að hann býr yfir leyndum hæfileikum í þeirri íþrótt. Gilmore þarf að etja kappi við dusilmennið Shooter McGavin, sem er ósáttur við þau áhrif sem Gilmore hefur á golfíþróttina og viðurkennir í myndinni að hann borðar kúk í morgunmat. Julie Bowen og Carl Weathers léku einnig í kvikmyndinni. The Sun segir Sandler hafa staðfest að framhaldsmynd sé í vinnslu. Íþróttalýsandinn Dan Patrick, sem var í Happy Gilmore og hefur leikið í fleiri myndum Sandler, sagði einnig frá því á dögunum að hann hefði sent Sandler skilaboð um að hann væri að skipuleggja árið og spurði hvað hann ætti að reikna með að vera lengi í tökum. „Nokkra daga,“ svaraði Sandler og sagðist hann enn vera að vinna að handritinu. Þá sagðist Patrick hafa verið að grínast en Sandler svaraði um hæl og ítrekaði að hann væri ekki að grínast og að Patrick yrði í myndinni. Happy Gilmore 2? DP shares some correspondence that he had with Adam Sandler over the weekend. pic.twitter.com/H9r7Lqoi2C— Dan Patrick Show (@dpshow) March 25, 2024 Hollywood Tengdar fréttir Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01 Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00 Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
McDonald sagði í viðtali á dögunum að hann hefði nýverið hitt Sandler og fengið að sjá fyrstu drög að handriti fyrir Happy Gilmore 2. „Svo, það er verið að vinna að henni. Aðdáendurnir krefjast þess, fjandinn hafi það,“ sagði McDonald. Happy Gilmore, sem er ein vinsælasta kvikmynd Sandler, fjallar í einföldu máli um skapstóran hokkíspilara vill bjarga ömmu sinni frá því að verða heimilislaus með því að spila golf og uppgötvar að hann býr yfir leyndum hæfileikum í þeirri íþrótt. Gilmore þarf að etja kappi við dusilmennið Shooter McGavin, sem er ósáttur við þau áhrif sem Gilmore hefur á golfíþróttina og viðurkennir í myndinni að hann borðar kúk í morgunmat. Julie Bowen og Carl Weathers léku einnig í kvikmyndinni. The Sun segir Sandler hafa staðfest að framhaldsmynd sé í vinnslu. Íþróttalýsandinn Dan Patrick, sem var í Happy Gilmore og hefur leikið í fleiri myndum Sandler, sagði einnig frá því á dögunum að hann hefði sent Sandler skilaboð um að hann væri að skipuleggja árið og spurði hvað hann ætti að reikna með að vera lengi í tökum. „Nokkra daga,“ svaraði Sandler og sagðist hann enn vera að vinna að handritinu. Þá sagðist Patrick hafa verið að grínast en Sandler svaraði um hæl og ítrekaði að hann væri ekki að grínast og að Patrick yrði í myndinni. Happy Gilmore 2? DP shares some correspondence that he had with Adam Sandler over the weekend. pic.twitter.com/H9r7Lqoi2C— Dan Patrick Show (@dpshow) March 25, 2024
Hollywood Tengdar fréttir Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01 Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00 Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sjónvarpsþáttakynnirinn Bob Barker látinn Bob Barker, sem var þáttastjórnandi The Price is Right í 35 ár, er látinn, 99 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í dag. 26. ágúst 2023 18:01
Tvífari kylfusveins Happys Gilmore fékk fyrsta örninn á Opna breska Bandaríkjamaðurinn ungi Will Zalatoris fékk fyrsta örninn á Opna breska meistaramótinu í golfi í ár. 15. júlí 2021 13:00
Happy Gilmore og Shooter McGavin skjóta á hvor annan 25 ár eru nú liðin frá því að kvikmyndin Happy Gilmore kom út og sló rækilega í gegn. 18. febrúar 2021 07:00