Segir von á mikilvægum tilboðum í Albert Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 11:51 Albert Guðmundsson hefur farið á kostum inn á knattspyrnuvellinum á yfirstandandi tímabili David Balogh - UEFA/UEFA via Getty Images Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir frá því í morgun í færslu á samfélagsmiðlinum X að forráðamenn Genoa búist við nokkrum tilboðum frá öðrum félögum í íslenska landsliðsmanninn Albert Guðmundsson, sem farið hefur á kostum bæði með liði Genoa og nú síðustu daga með íslenska landsliðinu. Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs. Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Albert hefur verið einn besti, ef ekki besti leikmaður Genoa á yfirstandandi tímabili þar sem að hann hefur komið að sextán mörkum fyrir félagið í tuttugu og níu leikjum. Skorað tólf mörk, lagt upp fjögur. Slík frammistaða vekji skiljanlega áhuga annarra liða á kröftum Íslendingsins. Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að stórlið á borð við Inter Milan, Juventus og Tottenham renni hýru auga til Alberts. Frammistaða hans undanfarna daga með íslenska landsliðinu geta síðan ekki annað en að hafa kynnt undir áhuga á þessara liða. Albert fór á kostum með íslenska landsliðinu í umspili um laust sæti á EM. Hann skoraði þrennu í 4-1 sigri liðsins gegn Ísrael í undanúrslitum og svo eina mark Íslands í 2-1 tapi gegn Úkraínu í sjálfum úrslitaleiknum. „Genoa býst við mikilvægum tilboðum í Albert Guðmundsson í sumar eftir frábært tímabil hans. Formlegar viðræður við önnur lið hafa þó ekki átt sér stað enn,“ skrifar Romano, sem setur ekki færslu fram á samfélagsmiðlum nema að vera alveg klár á því að upplýsingarnar sem þar koma fram séu réttar. Genoa anticipate important bids for Albert Gudmundsson this summer after excellent season but haven t started concrete talks with any club yet.Price tag expected to be around 25/30m and Genoa could also be open to include players in the deal. pic.twitter.com/0pjOJkDD2t— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 28, 2024 Enn fremur skrifar Romano að verðmiðinn á Alberti sé talinn vera um tuttugu og fimm til þrjátíu milljónir evra. Það jafngildir um og yfir fjórum og hálfum milljarði íslenskra króna. Þá sé Genoa einnig opið fyrir skiptidílum við félög þess efnis að fá inn annan leikmann í stað Alberts auk kaupverðs.
Ítalski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira