„Hvergi í verklagsreglum að við séum að reka fólk í burtu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. mars 2024 14:36 Gosi segist hafa beðið Katrínu afsökunar vegna málsins. Vilhelm/Aðsend Gosi Ragnarsson framkvæmdastjóri Superjeep harmar að starfsmenn fyrirtækisins séu sakaðir um að hafa hrakið burt fjölskyldu í norðurljósaleiðangri síðasta sunnudag. Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór. Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Katrín Harpa Ásgeirsdóttir greindi frá leiðinlegum samskiptum við ferðaþjónustufyrirtækið Superjeep síðastliðið sunnudagskvöld þegar fjölskylda hennar hugðist skoða Norðurljósin skammt frá Litlu Kaffistofunni. Hún sagði leiðsögumenn fyrirtækisins hafa rekið þau í burtu frá vegi í almannaeigu og sakað fjölskylduna um að reyna að elta leiðsögutúrinn. Í samtali við fréttastofu segist Gosi vera búin að biðja Katrínu afsökunar og geri það hér með aftur. Hann áréttar að hvorki Superjeep né önnur ferðaþjónustufyrirtæki eigi nokkurn frekari rétt en aðrir á náttúrunni eða vegum hér á landi. Reyna að hafa hópa út af fyrir sig Gosi segir hópinn hafa verið staðsettan á átta kílómetra löngum vegi þegar einn starfsmanna hans hafði afskipti af fjölskyldunni. „Þá fer hann og biður þau um að færa sig af því að þau séu alveg ofan í hópnum. Við reynum eins og við getum, bæði til þess að halda vel utan um hópinn okkar og líka út frá ljósmengun, að hafa hópinn okkar svolítið sér,“ segir Gosi. Hann segir fjölskylduna hafa verið beðna um að færa sig fimmtíu til hundrað metra í burtu. „Við reynum bara að hafa okkar hópa út af fyrir sig eins og hægt er. En það er hvergi í verklagsreglum okkar að við séum að reyna að reka fólk í burtu,“ segir Gosi. Hann segir að áður hafi komið upp samtöl þar sem fólk er beðið um að færa sig en það ekki verið mikið mál. „En ef það hafa komið upp hnökrar í samskiptum við fólk eða í ferðum þá reynum við að læra af þeim og gera betur næst,“ segir Gosi og ítrekar að honum þyki leiðinlegt að fór sem fór.
Ferðamennska á Íslandi Ölfus Tengdar fréttir Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Ljósadýrð á himni í kvöld Það viðrar vel til norðurljósa í kvöld að sögn vakthafanda hjá Veðurstofu Íslands og búist er við því að litrík og sterk norðurljós prýði festinguna í kvöld. 24. mars 2024 18:16