Orri Steinn meðal verðmætustu leikmanna Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 17:01 Orri Steinn í leik gegn Manchester City fyrr á árinu. Vísir/Getty Images Orri Steinn Óskarsson, framherji Íslands og FC Kaupmannahafnar, er með verðmætustu leikmanna efstu deildar Danmerkur að mati tölfræðisíðunnar CIES Football Observatory. Hinn 19 ára gamli Orri Steinn er byrjaði í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 á dögunum. Þá kom hann inn af bekknum í grátlegu 2-1 tapi gegn Úkraínu þegar EM draumurinn rann Íslandi úr greipum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Orri Steinn spilað töluvert með FC Kaupmannahöfn á þessari leiktíð. Hann var settur út í kuldann eftir að danska úrvalsdeildin hófst að nýju eftir jólafrí en hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum. Til að mynda lagði hann upp mark liðsins í tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum með glæsilegri hælsendingu. Íslenski framherjinn er metinn á 9,4 milljónir evra eða tæplega einn og hálfan milljarð. Er hann í 9. sæti yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar. Bakvörðurinn Elias Jelert, samherji Orra Steins, er verðmætastur. Talið er næsta öruggt að hann verði seldur til stærra félags nú í sumar. Sama á við um Roony Bardghji sem er í 3. sæti listans. Alls eru fimm leikmenn FCK meðal tíu verðmætustu leikmanna deildarinnar. Hinir tveir eru markvörðurinn Kamil Grabara – sem gengur til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg í sumar – og vængmaðurinn Elias Achouri. Orri Steinn hefur komið við sögu í 20 leikjum í deild og bikar á tímabilinu. Hefur hann skorað í þeim fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00 Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Orri Steinn er byrjaði í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í umspili um sæti á EM 2024 á dögunum. Þá kom hann inn af bekknum í grátlegu 2-1 tapi gegn Úkraínu þegar EM draumurinn rann Íslandi úr greipum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Orri Steinn spilað töluvert með FC Kaupmannahöfn á þessari leiktíð. Hann var settur út í kuldann eftir að danska úrvalsdeildin hófst að nýju eftir jólafrí en hefur fengið tækifæri í síðustu leikjum. Til að mynda lagði hann upp mark liðsins í tapi gegn Manchester City á Etihad-vellinum með glæsilegri hælsendingu. Íslenski framherjinn er metinn á 9,4 milljónir evra eða tæplega einn og hálfan milljarð. Er hann í 9. sæti yfir verðmætustu leikmenn deildarinnar. Bakvörðurinn Elias Jelert, samherji Orra Steins, er verðmætastur. Talið er næsta öruggt að hann verði seldur til stærra félags nú í sumar. Sama á við um Roony Bardghji sem er í 3. sæti listans. Alls eru fimm leikmenn FCK meðal tíu verðmætustu leikmanna deildarinnar. Hinir tveir eru markvörðurinn Kamil Grabara – sem gengur til liðs við þýska úrvalsdeildarfélagið Wolfsburg í sumar – og vængmaðurinn Elias Achouri. Orri Steinn hefur komið við sögu í 20 leikjum í deild og bikar á tímabilinu. Hefur hann skorað í þeim fimm mörk og gefið fimm stoðsendingar.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00 Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Orri einn sá verðmætasti meðal ungra leikmanna á Norðurlöndum Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson hefur verið að stimpla sig inn hjá bæði FC Kaupmannahöfn og íslenska landsliðinu á þessu ári. 12. desember 2023 10:00
Liðsfélagi Orra Steins einn heitasti bitinn á evrópska markaðnum Liðsfélagi Orra Steins Óskarssonar hjá FCK í Danmörku er eftirsóttur af mörgum stórliðum í Evrópu og gæti yfirgefið félagið strax í janúar. 29. nóvember 2023 23:01