Rútan var skráð í Botsvana en þjóðerni þeirra sem dóu liggur ekki fyrir. Mörg lík eru sögð mikið brunnin og gæti reynst erfitt að bera kennsl á þau.
Yfirvöld í Suður-Afríku segja talið að bílstjórinn hafi misst stjórn á rútunni og hún hafi farið fram af brúnni og fallið um fimmtíu metra til jarðar.
Sindisiwe Chikunga, samgönguráðherra Suður-Afríku, hefur heitið ítarlegri rannsókn á slysinu.
Í frétt Guardian segir að þó innviðir í Suður-Afríku séu með þeim mest þróuðu í Afríku sé umferðaröryggi í landinu ekki til fyrirmyndar. Fjöldi þeirra sem deyja í umferðinni sé meðal þeirra hæstu í heimsálfunni.
Nokkrum klukkustundum áður en slysið varð hafði Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, beðið fólk um að fara varlega í páskaumferðinni.
@heidigiokos Those on scene were trying to figure out how the bus crashed. What caused the bus to hit the barrier and then crash off the bridge 50 meters down. One body was found on the bridge near the barrier. Reports also suggest the child was also on the bridge. #eNCA #Moria original sound - Heidi Giokos