Stefán kom sínum mönnum á bragðið með fyrsta marki leiksins á 15. mínútu og var svo aftur á ferðinni á 24. og staðan orðin 3-0. Stefán fékk þó ekki tækifæri til að skora fleiri mörk en honum var skipt útaf í hálfleik.
FC Fredericia leikur í næst efstu deild í Danmörku og virðist hafa mætt ofjörlum sínum í dag gegn úrvalsdeildarliði Silkeborg. Liðin mætast aftur þann 11. apríl á heimavelli FC Fredericia.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni í dag mættust Nordsjælland og AGF á heimavelli fyrrnefnda liðsins þar sem gestirnir fóru með 2-3 sigur af hólmi. Mikael Anderson var í byrjunarliði AGF og lék allan leikinn á vinstri vængnum.