Ellefta deildarmark Alberts ekki nóg 30. mars 2024 15:57 Albert Guðmundsson fékk góðar móttökur þegar hann mætti til leiks í dag. Getty/Simone Arveda Genoa gerði þá 1-1 jafntefli á móti Frosinone en Genoa var tíu stigum og sex sætum ofar í töflunni. Albert skoraði eina mark Genoa úr vítaspyrnu á 30. mínútu leiksins og kom Genoa þar í 1-0. Albert fékk vítaspyrnuna sjálfur. Aðeins sex mínútum síðar jöfnuðu hins vegar gestirnir þegar Brasilíumaðurinn Reinier skoraði. Genoa liðið reyndi hvað það gat til að ná inn sigurmarki í seinni hálfleiknum og þá oftast með Albert í fararbroddi. Það tókst hins vegar ekki og liðið missti af tveimur stigum. Það var síðan dramatík í lokin þegar dómarinn dæmdi víti vegna hendi á varnarmann Genoa. Myndbandsdómararnir sýndu að það var rangur dómur og dómarinn tók hann til baka. Þetta var ellefta jafntefli Genoa á leitktíðinni sem er það mesta í deildinni. Markið þýðir hins vegar að Albert er kominn með ellefu deildarmörk á leiktíðinni. Hann er kominn upp í fimmta sætið yfir markahæstu leikmenn Seríu A. Ítalski boltinn
Genoa gerði þá 1-1 jafntefli á móti Frosinone en Genoa var tíu stigum og sex sætum ofar í töflunni. Albert skoraði eina mark Genoa úr vítaspyrnu á 30. mínútu leiksins og kom Genoa þar í 1-0. Albert fékk vítaspyrnuna sjálfur. Aðeins sex mínútum síðar jöfnuðu hins vegar gestirnir þegar Brasilíumaðurinn Reinier skoraði. Genoa liðið reyndi hvað það gat til að ná inn sigurmarki í seinni hálfleiknum og þá oftast með Albert í fararbroddi. Það tókst hins vegar ekki og liðið missti af tveimur stigum. Það var síðan dramatík í lokin þegar dómarinn dæmdi víti vegna hendi á varnarmann Genoa. Myndbandsdómararnir sýndu að það var rangur dómur og dómarinn tók hann til baka. Þetta var ellefta jafntefli Genoa á leitktíðinni sem er það mesta í deildinni. Markið þýðir hins vegar að Albert er kominn með ellefu deildarmörk á leiktíðinni. Hann er kominn upp í fimmta sætið yfir markahæstu leikmenn Seríu A.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti