Torsótt hjá Tottenham, sex mörk í seinni hálfleik og jafnræði í Skírisskógi Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 17:13 Heung Min-Son fagnaði sigurmarki sínu af mikilli innlifun, Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni síðdegis í dag. Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira