Eitt toppaði titilinn með KR: „Voru svo stórar stjörnur“ Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 10:01 Kennie Chopart fór yfir málin með Baldri Sigurðssyni í nýjasta þættinum af Lengsta undirbúningstímabili í heimi. Stöð 2 Sport Hvað er eftirminnilegra fyrir fótboltamann en að verða Íslandsmeistari með KR? Það er „svakalega stórt“ en Daninn Kennie Chopart segir eitt þó toppa það. Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“ Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Kennie ræddi við Baldur Sigurðsson í nýjasta og jafnframt síðasta þætti annarrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi, á Stöð 2 Sport. Þessi 33 ára bakvörður spilaði í fyrsta sinn á Íslandi sumarið 2012 og mun í sumar spila með fjórða liði sínu á Íslandi, Fram, eftir að hafa fylgt þjálfaranum Rúnari Kristinssyni úr Vesturbænum í Úlfarsárdalinn í vetur. Kennie hefur því upplifað ýmislegt á Íslandi, með Stjörnunni, Fram og KR, og stærsta stundin var þegar hann varð Íslandsmeistari með KR árið 2019. Það toppar þó ekki fyrstu skrefin á meistaraflokksferlinum, sem hann tók heima í Danmörku með Esbjerg. „Ég held að ég verði að segja fyrsti leikurinn með Esbjerg. Nítján ára að fá að spila með öllum stóru stjörnunum sem maður horfði á spila á stóra leikvanginum. En að vinna Íslandsmeistaratitilinn er líka svakalega stórt,“ segir Kennie. Klippa: LUÍH - Kennie sagði frá leiktíðinni sem hann man mest eftir Á fyrsta tímabili sínu í meistaraflokki, með Esbjerg 2009-10, var hann samherji leikmanna sem voru til að mynda viðloðandi danska landsliðið, og íslenska landsliðsmannsins Gunnars Heiðars Þorvaldssonar. Á meðal þeirra sem Kennie spilaði einnig með, og eru líklega þekktastir úr hópnum í dag, voru framherjinn Martin Braithwaite sem síðar lék með Barcelona, og finnski landsliðsmarkvörðurinn Lukas Hradecky sem ver mark toppliðs þýsku 1. deildarinnar, Leverkusen. Kennie segir að þess vegna sitji það betur eftir í minninu að hafa þreytt frumraunina með Esbjerg, en að hafa orðið Íslandsmeistari með KR: „Ég verð að segja það. Það voru svo stórar stjörnur í liðinu þá. Þetta er risastórt félag eins og allir vita, með glæsilega aðstöðu og stóran leikvang. Þeir notuðu sjaldan unga leikmenn á þessum tíma, heldur menn sem höfðu sannað sig og voru virkilega góðir. Stór nöfn. Það að taka fyrstu skrefin með slíku liði er það sem maður man mest eftir.“
Besta deild karla Fram Lengsta undirbúningstímabil í heimi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki