Mikill samdráttur í nýskráningu fólksbíla milli ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2024 12:14 Toyota er mest selda bílategundin það sem af er ári. Vísir/Vilhelm Skráning nýrra fólksbíla hefur dregist verulega saman milli ára. Í mars á þessu ári voru skráðir 532 nýir fólksbílar, en þeir voru 1.832 í sama mánuði á síðasta ári. Samdrátturinn nemur því 71 prósenti. Dacia var með flesta nýskráða bíla í mars, en Toyota það sem af er ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“ Bílar Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Bílgreinasambandinu. Þar segir að ef horft sé til nýskráninga það sem af er ári sjáist samdráttur upp á 60,4 prósent. Nýskráðir bílar á þessu ári séu 1.386, en hafi verið 3.500 á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs. Meiri samdráttur hjá einstaklingum en fyrirtækjum „Nýskráningar á einstaklinga voru 234 í mánuðinum samanborið við 767 í mars í fyrra og er því samdráttur í skráningum fólksbíla á einstaklinga 69,5 prósent milli mánaða. Það sem af er ári hafa verið skráðir 706 nýir fólksbílar á einstaklinga saman borið við 1.580 nýja fólksbíla á sama tíma í fyrra. Er það samdráttur upp á 55,3 prósent milli ára,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. „Nýskráningar á almenn fyrirtæki (fyrir utan ökutækjaleigur) voru 93 nýir fólksbílar í mars samanborið við 214 á sama tíma í fyrra og er því samdráttur í skráningum til almennra fyrirtækja 56,5 prósent milli mánaðanna. Það sem af er ári er búið að skrá 261 nýjan fólksbíl á almenn fyrirtæki samanborið við 554 fyrstu þrjá mánuði ársins í fyrra. Er það samdráttur upp á 52,9 prósent.“ Hlutfall rafbíla hæst Þá kemur fram að bílaleigur hafi skráð 205 nýja fólksbíla í mars í ár, samanborði við 849 á síðasta ári, sem þýði samdrátt upp á 75,9 prósent milli ára ef horft er á marsmánuð. Það sem af sé ári hafi 418 nýir bílar verið skráðir á bílaleigur, samanborið við 1.364 á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023. Samdráttur upp á 69,4 prósent. Umtalsverður samdráttur hefur orðið á nýskráningu bíla hjá bílaleigum.Vísir/Vilhelm „Hlutfall rafbíla er hæst þegar skoðaðar eru nýskráningar fólksbíla í mars eða 28,6 prósent en einnig hefur mest hefur dregið úr skráningum þeirra eða um 83,7 prósent milli mars í ár og mars fyrir ári. Næst á eftir eru nýskráningar dísel fólksbíla sem eru 26,5 prósent af skráningum í mars í ár. Hafa skráningar þeirra dregist töluvert minna saman eða um 30,5 prósent milli mars í ár og mars í fyrra. Þar á eftir koma svo skráningar tengiltvinnbíla sem voru 22 prósent í mars og er samdráttur skráninga þeirra milli mars í ár og mars í fyrra 30,8 prósent.“ Dacia vinsæl Mest selda bílategundin í mars var Dacia, með 71 skráðan fólksbíl. Þar á eftir kemur Hyundai með 57 bíla. Í þriðja sæti koma KIA og Tesla, með 51 bíl skráðan hvort. „Það sem af er ári er mest selda tegundin Toyota með 15,9% markaðshlutdeild, Dacia það á eftir með 10,1% og þriðja mest selda tegundin í ár er KIA með 8,1% markaðshlutdeild.“
Bílar Efnahagsmál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira